Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5164 svör fundust
Hvers vegna heitir Öskjuhlíð í Reykjavík þessu nafni?
Öskjuhlíð getur verið gamalt nafn. Hún hefur vafalaust tilheyrt landnámsbænum Vík (Reykjarvík) frá upphafi. Nafnið Víkurholt, sem nefnt er í máldaga Víkur frá 1379 gæti átt við Skólavörðuholt en þó fremur Öskjuhlíð, þar sem segir: "Víkurholt með skóg og selstöðu" (Íslenskt fornbréfasafn III, bls 340). Elín Þór...
Hvað er eiginlega FTSE-vísitalan og hvaða máli skiptir hún?
FTSE stendur fyrir Financial Times Stock Exchange. FTSE er einnig nafn á fyrirtæki í eigu Financial Times og kauphallarinnar í London sem meðal annars reiknar út allmargar hlutabréfavísitölur. Sú þekktasta af þeim er svokölluð FTSE 100 vísitala sem á að endurspegla verð á 100 verðmætustu hlutafélögunum sem skráð e...
Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?
Kvæði gríska skáldsins Hesíódosar, Goðakyn og Verk og dagar, eru meðal mikilvægustu heimilda okkar um gríska goðafræði. Í kvæðinu Goðakyni segir meðal annars frá tilurð heimsins og guðanna, hvernig heimurinn, kosmos, varð til úr ginnungargapinu kaos, og hvernig jörðin gat af sér himininn en þau áttu saman Krónos, ...
Hvað eru til margar vetrabrautir (nákvæmt svar)?
Spyrjandi biður um nákvæmt svar við þessu og margir tengja vísindin auðvitað við nákvæmni. En það er ekki einu sinni auðvelt að telja nákvæmlega fastastjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum þegar stjörnubjart er. Það er meðal annars vegna þess að skilyrðin eru aldrei alveg þau sömu; stundum sjáum við kannski stj...
Hver er uppruni íslenska fjárhundsins?
Íslenski hundurinn er talinn skyldastur norska búhundinum og hann barst líklega til Íslands með landnámsmönnum. Hann var lengi notaður í smalamennsku en er núna vinsæll fjölskylduhundur. Íslenski fjárhundurinn nýtur töluverðar sérstöðu enda var afbrigðið lengi einangrað frá öðrum afbrigðum. Íslenski fjárhun...
Af hverju heita páskarnir þessu nafni?
Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók er orðið páskar tökuorð úr miðlágþýsku. Þaðan kemur það úr miðaldalatínu sem sækir orðið til grísku. Upprunalega er orðið komið úr arameísku og hebresku. Í hebresku er orðið pesach meðal annars notað yfir páskalamb en það merkir einnig yfirhlaup. Samkvæmt Almanaksskýringum Þorste...
Hvað eru landráð?
Landráð eru útskýrð svona í Íslenskri orðabók Eddu:[B]rot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkis út á við eða inn á við.Annað orð yfir landráð er föðurlandssvik. Um landráð hefur töluvert verið fjallað í fjölmiðlum nýlega og það skýrir líklega áhuga manna á hugtakinu. Til að mynda hefur sú skoðun verið sett fram að viðs...
Stunda dýr sjálfsfróun eða er maðurinn eina dýrategundin sem gerir það?
Sjálfsfróun hefur verið skráð hjá fjölmörgum dýrategundum. Vísindamenn og aðrir sem fylgjast með dýrum hafa aðallega séð spendýr (Mammalia) fróa sér. Meðal annars hafa dýr með loppur, svo sem hundar, kettir, ljón, jarðíkornar og fleiri dýr, sést liggja á bakinu og nudda kynfæri sín. Einnig hefur sést til hreyfadýr...
Hvað á afríkufíll mörg afkvæmi í einu, getur hann eignast tvíbura?
Það er almenn regla meðal stærri spendýra að þau eignist aðeins eitt afkvæmi í einu. Tvíburafæðingar hjá þessum dýrum eru því afar sjaldgæfar en slíkt kemur þó fyrir, meðal annars hjá fílum (Elephantidae), en höfundur hefur ekki upplýsingar um tíðni slíkra fæðinga. Það má segja að fílar sem tegund græði lítið...
Hvaða rök eru fyrir því að Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi heiti því nafni en beri ekki lengur nafnið Gunnólfsfell?
Í Landnámabók er heiti fjallsins Gunnólfsfell, það er sem sé kennt beint við Gunnólf sjálfan. Í sama riti er víkin kölluð Gunnólfsvík. Mynd sem sýnir eyðibýlin Sóleyjarvelli og Gunnólfsvík. Gunnólfsvíkurfjall sést efst til hægri. Á einhverjum tímapunkti hefur það gerst að menn fara að kenna svo fjallið við v...
Eru einhverjar sannanir um tilvist drauga og annarra slíkra anda?
Allar sögur af draugum eru atvikasögur, sögur af einstökum tilvikum. Draugasögur hafa tilhneigingu til að skreppa saman þegar menn ætla sér að beisla fyrirbærin með vísindalegri aðferð. Draugar gera ekki vart við sig reglulega í einhverju tilteknu orsakasamhengi. Engar óvéfengjanlegar vísindarannsóknir benda til t...
Er rétt að Darwin hafi dregið kenningu sína til baka vegna eigin trúarskoðana?
Upphafleg spurning var í heild sem hér segir: Er það rétt að Darwin hafi sett kenningu sína fram, en seinna afneitað henni á þeim grundvelli að hún sé guðlast og röng, vegna eigin trúarskoðana?Svarið er nei; þetta er ekki rétt. Þróunarkenningin eins og við þekkjum hana var upphaflega sett fram í fyrirlestri í L...
Hvernig ber að fara með persónulegar upplýsingar um börn í leik- og grunnskóla?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvernig ber að fara með og varðveita persónulegar upplýsingar um börn í leik- og grunnskóla? Má veita upplýsingar um börn (ólögráða einstaklinga) án vitneskju foreldra eða forráðamanna (t.d. milli skólastiga, til félagsmálayfirvalda, til ættingja eða utanaðkomandi sérfráðinga)...
Hversu mikið er vitað um heimspekinginn Díógenes í tunnunni?
Díógenes hundingi er eflaust meðal frægari heimspekinga Grikklands hins forna. Ýmsum sögum fer af honum í fornum heimildum en heimildirnar eru ekki alltaf traustar. Í raun er vitneskja okkar um Díógenes og heimspeki hans fremur rýr. Meginheimild um Díógenes er ævisaga hans sem rituð var af Díógenesi Laertíosi (...
Hvernig búa hafmeyjar til aðrar hafmeyjar?
Það leynist ýmislegt í þessari spurningu enda höfum við aldrei heyrt um hafmenn meðal hafmeyja og það er líklega ástæðan fyrir því að spyrjandi orðar spurninguna á þennan hátt. Að vísu er rétt að geta þess að marbendla þekkjum við til dæmis úr íslenskum þjóðsögum. Marbendlunum er stundum lýst þannig að þeir vor...