Sögu páskanna má hins vegar rekja enn lengra, eða allt aftur til hinna fornu Hebrea sem voru hirðingjaþjóð. Hjalti Hugason segir í svari við spurningunni Hvers vegna heita páskar Gyðinga og páskar kristinna manna það sama þó að verið sé að fagna svo ólíkum atburðum? að líklega hafi það verið bannað meðal Hebreanna að slátra sauðfé þegar sauðburður nálgaðist á vorin. Ennfremur segir Hjalti:
Þegar burðurinn var um garð genginn hefur aftur á móti verið efnt til nokkurs konar „uppskeru-“ eða afurðahátíðar þar sem nýmetis var neytt og ugglaust brugðið á leik í dansleikum af ýmsu tagi. Hátíðin bar heiti sem kalla mætti pesah eða pesach og má þýða sem „hlaup”, „stökk”, „hökt” eða því um líkt og gæti það vísað til leikanna.Heiti páskanna sem kristnir menn hafa til minningar um upprisu Krists á sér þess vegna rætur bæði í samnefndri hátíð Gyðinga og í hátíðahöldum hinna fornu Hebrea. Heimildir, mynd og frekara lesefni:
- Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989.
- Af hverju heldur kristið fólk upp á páska? Eru páskar ekki eldri en kristni? eftir Hjalta Hugason
- Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum? eftir Árna Björnsson
- Hvaðan koma páskasiðirnir um kanínur, hænur, egg og annað slíkt? eftir Símion Jón Jóhannson
- Hugokids Kindergarten