Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1222 svör fundust
Hvaða eldfjall er elst á Íslandi?
Allra elstu eldfjöllin á Íslandi eru kulnuð eldfjöll á jöðrum landsins. Á sínum tíma voru þetta virk eldfjöll, en þar sem landið gliðnar á hverju ári um sem nemur um 2 cm hafa fjöllin smám saman færst frá gosbeltinu. Ármann Höskuldsson fjallar um þetta í svari sínu við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Ísl...
Ég missti mæli með kvikasilfri í gólfið og hann brotnaði, hvað á ég að gera?
Kvikasilfur er baneitrað og þess vegna forðast menn að nota það nema nauðsyn beri til. Kvikasilfursgufur eru hættulegar og ef menn brjóta mæli með kvikasilfri er mikilvægt að hreinsa allt kvikasilfrið upp sem fyrst. Við hreinsunina er ráðlegt að hafa góða loftræstingu, opna til dæmis glugga og dyr. Börn ættu ekki ...
Af hverju eru krókódílar árásargjarnir?
Krókódílar eru rándýr, það er að segja kjötætur, og sýna árásargirni þar sem þeir þurfa að veiða sér til matar. Venjist svo krókódílar að þiggja mat frá mönnum búa þeir til tengingu milli manna og fæðu, sem eykur líkur þess að þeir ráðist á menn; hið sama gildir um fjölmörg rándýr. Stundum þurfa kvendýrin að vernd...
Af hverju eru strákar svona hrifnir af brjóstum?
Frá sjónarhóli líffræðinnar er helsti tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmin. Brjóst kvenna eru þó líka eitt mest áberandi kyneinkenni þeirra. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að reyna að útskýra af hverju brjóst eru mun meira áberandi hjá kvenkyni manna en hjá öðrum spendýrum. Í svari Þu...
Getur verið að cachupa sem borðuð er á Grænhöfðaeyjum eigi sér rætur í íslenska orðinu kjötsúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Á Grænhöfðaeyjum er talað tungumál sem kallast „kreol“ og er kokkteill portúgölsku og ýmissa afrískra tungumála. Meðal ýmissa þjóðlegra rétta í matarmenningu eyjaskegga er svínakjötskássa sem svipar svolítið til íslenskrar kjötsúpu og nefnist cachupa en orðið er borið fram...
Er það satt að hrafnar skipti með sér bóndabæjum þegar hart er í ári?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Er vitað hvort það sé satt, að hrafnar skipta með sér bóndabæjum? Íslendingar eiga margar þjóðsögur og frásagnir af hröfnum. Meðal annars herma gamlar sagnir að hrafnar haldi þing að hausti. Það kallast hrafnaþing eða héraðsþing. Í ritinu Grúsk V eftir Árna Óla segir ...
Hvaða líffæri er hægt að gefa sem líffæragjafi?
Þegar rætt er um líffæragjöf er einkum átt við hjarta, lungu, lifur, bris og nýru. Brottnám hornhimnu augans til ígræðslu má einnig telja til líffæragjafar. Þegar gefinn er blóðmergur eða blóð er um að ræða endurnýjanlega hluta af stærri heild og fellur það tæpast undir líffæragjöf. Gera verður greinarmun á líf...
Getur afstæð tónheyrn orðið algjör með æfingu?
Í stuttu máli sagt er svarið við þessari spurningu umdeilt. Víst er að til er ýmiss konar námsefni, þar á meðal tölvuforrit, sem eiga að kenna fólki algjöra tónheyrn. Líklega þarf að taka þeim fögru fyrirheitum sem gefin eru í auglýsingum fyrir slíkt námsefni af sömu varkárni og öðru auglýsingaskrumi. En þessari s...
Getur fuglaflensuveiran borist úr fugli í gæludýr og þaðan í menn?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um fuglaflensu. Þeirra á meðal eru: Geta hundar fengið fuglaflensu? Ef fuglaflensan berst hingað til Íslands með farfuglum, er þá líklegt að kötturinn minn sýkist? Hvernig er með smit úr farfuglum yfir í kýr, hesta og önnur dýr? Geta þau smitast ef þau éta gras ...
Er mjólk krabbameinsvaldandi? Á það sérstaklega við um tiltekin efni í mjólk?
Fyrst er rétt að gefa stutt svar við spurningunni: Það er aldrei einn orsakavaldur í krabbameinsmyndun, alltaf er um samspil margra þátta að ræða. Venja er að tala um tvo aðalþætti; umhverfi og erfðir. Mataræði telst til umhverfisþáttarins. Til þess að svara þessum spurningum er hér stuðst við skýrslu frá Alþj...
Hver er munurinn á taugahormóni og taugaboðefni?
Bæði taugahormón og taugaboðefni eru boðefni sem koma boðum milli líkamshluta. Hormónin bera boðin langar leiðir með hjálp blóðrásarkerfisins en taugaboðefni bera boðin stutt milli taugunga, til dæmis innan heilans. Taugahormón er hormón sem myndast í taugavef og er seytt úr honum í blóðrásina eins og önnur ho...
Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi?
Upprunalegu spurningarnar voru: Er möguleiki á að fólk greinist með falskt jákvætt próf og ef svo hversu miklar líkur eru á fölskum jákvæðum prófum? (Arnbjörg). Hversu áreiðanlegar eru niðurstöðurnar úr COVID-19 skimun/prófi hér á landi? Það er hversu mörg prósent af sýktum gefa fram jákvæða niðurstöðu? (Ottó)...
Hvers vegna dó latína út sem lifandi tungumál heillar þjóðar?
Latína var ítalísk mállýska sem er kennd við héraðið Latium (í dag Lazio) á Ítalíu. Framan af var þessi mállýska bara ein meðal margra á svæðinu og fjarri því að vera ríkjandi. Hún breiddist þó út með auknum hernaðarumsvifum og menningarlegum áhrifum Rómverja og náði um síðir yfir talsvert svæði í Evrópu og kringu...
Hvaða áhrif hefðu lægri vextir með tilkomu evru á greiðslubyrði húsnæðislána til lengri tíma? Hvaða líkur eru á að lægri vextir hækki húsnæðisverð?
Svörin við þessum spurningum velta á fjölmörgum þáttum. Í fyrsta lagi er algerlega óvíst hversu mikið evruupptaka ein og sér mundi lækka vexti á Íslandi. Í öðru lagi fer greiðslubyrði af lánum ekki eingöngu eftir því hvað þau bera háa vexti heldur einnig lánsupphæð og lánstíma, að ógleymdri verðtryggingunni. Í þri...
Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?
Hæsta fjall sólkerfisins er að finna á Mars og nefnist það Olympus Mons eða Ólympsfjall. Ólympsfjall er eldfjall sem er um 3 sinnum hærra en Everestfjall eða 25 km hátt. Mars er aðeins um helmingur af stærð jarðar en þar eru samt nokkur eldfjöll sem eru mun stærri en þau sem finnast á jörðinni. Stærstu el...