Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 977 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Nú eru að koma jól og mig langar að vita hvað hreindýrin segja? Baula þau, jarma, hneggja eða eitthvað annað?

Við fengum þessa spurningu senda fyrir jólin í fyrra og nú fyrir skömmu fengum við bréf sem okkur finnst rétt að birta:Ég hef a.m.k. þrisvar sinnum undanfarið ár sent inn sömu spurninguna: Hvað "segja" hreindýr? en enn ekki fengið svar. Dóttir mín spurði mig að þessu fyrir jólin í fyrra og þá leitaði ég til vina o...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig er hægt að útskýra hvað fólst í Vernerslögmálinu sem málfræðingurinn Karl Adolf Verner vakti athygli á 1875?

Athugasemd ritstjórnar: Ýmis sértákn sem eiga að vera í þessu svari skila sér ekki á html-sniði. Til þess að lesa svarið með réttum táknum er hægt að skoða pdf-útgáfu svarsins. Vernerslögmálið er kennt við Danann Karl Adolf Verner (1846–1896) sem sjá má á myndinni hér til hliðar. Það er í raun framhald ...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Salómon konungur og fyrir hvað var hann frægur?

Salómon var þriðji konungur hins sameinaða Ísraelsríkis (á eftir Sál og Davíð) og er jafnan talinn hafa verið þeirra mestur. Annað nafn hans var Jedídjah. Hann var fæddur í Jerúsalem í kringum árið 1000 f.Kr. og mun hafa setið að völdum á árunum 971-931 eða svo. Hann var tíundi sonur Davíðs konungs Ísaísonar e...

category-iconVísindi almennt

Hvert er minnst notaða orð á latínu?

Þetta er ein af þeim spurningum sem ekki er hægt að svara á þann hátt sem spyrjandi ætlast líklega til, það er að segja með því að tilgreina eitthvert ákveðið orð. Hugsum okkur að Ari hafi fundið eitthvert orð sem hann telur sjaldgæfasta orð í latínu. Þá getur Bjarni vinur hans andmælt því og sagt að hann geti ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar í heiminum?

Esperanto er eitt margra tungumála sem búin hafa verið til í því skyni að verða hlutlaust alheimssamskiptamál, það er mál sem allir kunna, en enginn hefur að móðurmáli. Esperanto hefur hins vegar náð langsamlega mestri útbreiðslu, og valda því einkum eiginleikar málsins sjálfs, það er hversu auðlært það er, og þó ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað geta krókódílar orðið gamlir?

Samkvæmt þeim heimildum sem við höfum fundið er talið að krókódíll í dýragarði í Rússslandi hafi náð 115 ára aldri. Til eru 14 tegundir eiginlegra krókódíla, 8 tegundir alligatora og ein tegund langtrýninga og sennilega er einhver munur á meðalaldri tegundanna í náttúrunni. Talið er að einstaklingar af stærstu teg...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var þjóðsagnapersónan Ugluspegill?

Till Ugluspegill eða Till Eulenspiegel eins og hann nefnist á frummálinu, er söguhetja í þýskri arfsögn frá miðöldum. Hann var hrekkjalómur og prakkari sem átti að hafa verið uppi á fyrri hluta 14. aldar. Elsta varðveitta prentaða bókin um Ugluspegil er á þýsku frá árinu 1515 og nefnist hún Skemmtileg saga um T...

category-iconMálvísindi: almennt

Af hverju er orðið "fags" notað yfir sígarettur í Bretlandi en um homma í Bandaríkjunum?

Í ensku er fag 'sígaretta' stytting úr fag-end, 'stubbur, stúfur'. Upphafleg merking er því endi á sígarettu en færist síðan yfir á alla sígarettuna í óformlegu máli. Orðið virðist frá því í lok 19. aldar. Orðið fag þekkist í amerísku slangurmáli um sígarettur þegar árið 1915 en um kvenlegan karlmann frá þv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er þjóðernisvitund? Ég finn þetta ekki í orðabók Máls og menningar.

Það er rétt hjá spyrjanda að orðið þjóðernisvitund er ekki í 3. útgáfu Íslenskrar orðabókar Eddu sem kom út árið 2002, né í 2. útgáfu Bókaútgáfu Menningarsjóðs frá 1983. Reyndar er það þannig að samsett orð finnast ekki alltaf í orðabókum enda eru ótal margar leiðir til að setja saman orð. Sumar slíkar samsetni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða átt er humátt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Í hvaða átt er humátt? Af hverju er það dregið að fara í humátt á eftir einhverjum?Humátt er eitt af nokkrum afbökunum úr orðinu hámót. Hámót merkir 'hælfar, spor' og orðasambandið var upphaflega að fara í hámót á eftir einhverjum 'læðast á eftir e-m'. Fyrri liðurinn há- kem...

category-iconHugvísindi

Af hverju er orðið "bað" í nafninu baðstofa dregið? Varla vegna þess að fólk baðaðist þar.

Arnheiður Sigurðardóttir M.A. skrifaði ítarlega bók um híbýlahætti á miðöldum. Í bókinni er sérstakur kafli um baðstofu (1966:69–79) sem Arnheiður segir að muni á Norðurlöndum upphaflega hafa táknað hús ,,þar sem gufubað var framleitt með þeim hætti, að köldu vatni var stökkt á glóandi steina í hinum svonefnda gr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?

Orðatiltækið að vera gamall í hettunni í merkingunni ‛vera reyndur, hafa fengist lengi við eitthvað’ er ekki gamalt í íslensku máli. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu „Safn af íslenzkum orðskviðum“ sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Giskað hefur verið...

category-iconHugvísindi

Hvers konar lukkupott geta menn dottið í?

Orðið lukkupottur er til í málinu frá lokum 18. aldar í sambandinu að grípa í lukkupottinn samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Merkingin virðist vera að ‘láta tilviljun ráða’. Heldur yngra dæmi frá Eggerti Ólafssyni sýnir aðra merkingu: ,,Það er viðtekinn málsháttr utanlands, að sá hafi gripið í lukkupottin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Það eru miklar umræður í vinnunni um það hvort eigi að flota eða fleyta gólf? Getið þið leyst úr þessu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Það eruð miklar umræður hérna í vinnunni hjá mér hvort maður segir flota eða fleyta. Getið þið aðstoðað við að útkljá þetta vandamál? Þegar verið er að tala um flota eða fleyta gólf. Þá t.d. ég er að fara að flota eða fleyta gólfið hjá mér um helgina. Verknaðurinn s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið tuskudýr?

Orðið tuska merkir ‘efnis- eða pappírspjatla’. Tuskudýr er leikfang, bangsi eða annað dýr ætlað börnum, búið til úr efni. Hugsanlega er það innflutt frá Danmörku en þar heitir slíkt dýr tøjdyr. Í þýsku heitir slíkt dýr Stofftier (Stoff ‘efni’). Einnig er talað um tuskudúkku ef hún er búin til úr efni, oft áður fyr...

Fleiri niðurstöður