Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta krókódílar orðið gamlir?

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall

Samkvæmt þeim heimildum sem við höfum fundið er talið að krókódíll í dýragarði í Rússslandi hafi náð 115 ára aldri. Til eru 14 tegundir eiginlegra krókódíla, 8 tegundir alligatora og ein tegund langtrýninga og sennilega er einhver munur á meðalaldri tegundanna í náttúrunni. Talið er að einstaklingar af stærstu tegundinnni (Crocodylus porosus) nái að meðaltali 70 ára aldri í náttúrlegu umhverfi sínu, enda eiga þeir fáa sem enga óvini.



Skjaldbökur sem eru náskyldar krókódílum verða afar langlífar. Þær hafa hálfgerða brynju á bakinu sem ver þær fyrir óvinum. Elsta risaskjaldbakan (Geochelone elephantopus) sem vitað er um, náði líklega 152 ára aldri. Risaskjaldbökur eru langlífastar allra hryggdýra. Þær lifa aðeins á Galapagoseyjum og er nú í útrýmingarhættu vegna ofveiði og vegna þess að búsvæði hennar hefur víða verið eyðilagt með landbúnaði. Talið er að um 15.000 dýr séu nú á lífi.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

BA-nemi í stjórnmálafræði og áður nemandi í Engjaskóla

Útgáfudagur

27.11.2003

Spyrjandi

Helga Aradóttir, f. 1988

Tilvísun

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. „Hvað geta krókódílar orðið gamlir?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3890.

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. (2003, 27. nóvember). Hvað geta krókódílar orðið gamlir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3890

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall. „Hvað geta krókódílar orðið gamlir?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3890>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta krókódílar orðið gamlir?
Samkvæmt þeim heimildum sem við höfum fundið er talið að krókódíll í dýragarði í Rússslandi hafi náð 115 ára aldri. Til eru 14 tegundir eiginlegra krókódíla, 8 tegundir alligatora og ein tegund langtrýninga og sennilega er einhver munur á meðalaldri tegundanna í náttúrunni. Talið er að einstaklingar af stærstu tegundinnni (Crocodylus porosus) nái að meðaltali 70 ára aldri í náttúrlegu umhverfi sínu, enda eiga þeir fáa sem enga óvini.



Skjaldbökur sem eru náskyldar krókódílum verða afar langlífar. Þær hafa hálfgerða brynju á bakinu sem ver þær fyrir óvinum. Elsta risaskjaldbakan (Geochelone elephantopus) sem vitað er um, náði líklega 152 ára aldri. Risaskjaldbökur eru langlífastar allra hryggdýra. Þær lifa aðeins á Galapagoseyjum og er nú í útrýmingarhættu vegna ofveiði og vegna þess að búsvæði hennar hefur víða verið eyðilagt með landbúnaði. Talið er að um 15.000 dýr séu nú á lífi.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....