Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hve lengi lifir risaskjaldbakan?

Risaskjaldbakan (Geochelone elephantopus) er skjaldbökutegund af ætt landskjaldbaka. Karldýr af þessari tegund geta orðið rúmir 1,2 m á lengd og vegið allt að 227 kg.

Risaskjaldbakan lifir aðeins á Galapagoseyjum og er nú í útrýmingarhættu vegna ofveiði og vegna þess að búsvæði hennar hefur víða verið eyðilagt með landbúnaði. Talið er að um 15.000 dýr séu nú á lífi.



Risaskjaldbakan er langlífust allra hryggdýra. Elsta skjaldbakan sem heimildir eru um varð að öllum líkindum 152 ára. Heimildum ber þó ekki fyllilega saman um þennan aldur, en risaskjaldbökur hafa ekki verið rannsakaðar nógu lengi til að hægt sé að fullyrða með vissu um hámarksaldur þeirra. Ekki er talið útilokað að enn séu á lífi risaskjaldbökur sem skriðu úr eggjum sínum þegar Charles Darwin vann að rannsóknum sínum á eyjunum um 1835.

Heimildir:

Síða frá bandaríka náttúrusögusafninu (The American Museum of Natural History).

Upplýsingasíða frá "Discover Galapagos".

Ecyclopædia Britannica á vefnum

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.7.2000

Spyrjandi

Sigrún Katrín Kristjánsdóttir

Tilvísun

TÞ. „Hve lengi lifir risaskjaldbakan?“ Vísindavefurinn, 31. júlí 2000, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=704.

TÞ. (2000, 31. júlí). Hve lengi lifir risaskjaldbakan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=704

TÞ. „Hve lengi lifir risaskjaldbakan?“ Vísindavefurinn. 31. júl. 2000. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=704>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hve lengi lifir risaskjaldbakan?
Risaskjaldbakan (Geochelone elephantopus) er skjaldbökutegund af ætt landskjaldbaka. Karldýr af þessari tegund geta orðið rúmir 1,2 m á lengd og vegið allt að 227 kg.

Risaskjaldbakan lifir aðeins á Galapagoseyjum og er nú í útrýmingarhættu vegna ofveiði og vegna þess að búsvæði hennar hefur víða verið eyðilagt með landbúnaði. Talið er að um 15.000 dýr séu nú á lífi.



Risaskjaldbakan er langlífust allra hryggdýra. Elsta skjaldbakan sem heimildir eru um varð að öllum líkindum 152 ára. Heimildum ber þó ekki fyllilega saman um þennan aldur, en risaskjaldbökur hafa ekki verið rannsakaðar nógu lengi til að hægt sé að fullyrða með vissu um hámarksaldur þeirra. Ekki er talið útilokað að enn séu á lífi risaskjaldbökur sem skriðu úr eggjum sínum þegar Charles Darwin vann að rannsóknum sínum á eyjunum um 1835.

Heimildir:

Síða frá bandaríka náttúrusögusafninu (The American Museum of Natural History).

Upplýsingasíða frá "Discover Galapagos".

Ecyclopædia Britannica á vefnum...