Það eruð miklar umræður hérna í vinnunni hjá mér hvort maður segir flota eða fleyta. Getið þið aðstoðað við að útkljá þetta vandamál? Þegar verið er að tala um flota eða fleyta gólf. Þá t.d. ég er að fara að flota eða fleyta gólfið hjá mér um helgina.Verknaðurinn sem hér um ræður heitir að flota gólf. Aðferðin virðist ekki gömul því að elsta dæmi á timarit.is er í Morgunblaðinu árið 2002. Hún virðist mjög vinsæl og margir láta nægja að flota hjá sér gólfin og sleppa öðrum gólfefnum. Sjálf sögnin flota er mun eldri og er merkingin 'setja á flot, halda á floti'. Af henni er dregið nafnorðið flot 'það að fljóta; bráðin feiti’. Mynd:
- myndir_flotglf_107.jpg. (Sótt 9.02.2015).