Sjáðu til, þetta nýja orð sem ég bjó til, það er miklu sjaldgæfara en orðið þitt því að það er svo sjaldgæft að það hefur aldrei verið notað!Gott og vel, segjum við kannski, en er þá ekki orðið sem Bjarni bjó til sjaldgæfast? Nei, segir Daði vinur þeirra Ara og Bjarna, sem er líka nokkuð glöggur: Þetta nýja orð getur ekki verið sjaldgæfast af öllum, því að öll ný orð sem við búum til og hafa aldrei verið notuð eru jafnsjaldgæf! Og vonandi eru þeir Ari, Bjarni og Daði svolitlu fróðari um rökfræði og hugsun okkar mannanna eftir þessa æfingu! Slíkar æfingar eru margar og má finna ýmsar þeirra á Vísindavefnum. Mynd:
- Pixabay. (Sótt 10.7.2018).
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.