Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2516 svör fundust
Getið þið sagt mér hvaðan germanska tungumálið er upprunið?
Öll tungumál heimsins tilheyra einhverri málaætt. Ein þessara málaætta ber nafnið indóevrópsk mál. Ellefu málaflokkar teljast til þeirrar ættar. Þeir eru: Anatólísk mál Armenska Indó-írönsk mál Albanska Gríska Tokkarísk mál ...
Hvernig er einfaldast að skrifa íslenskar gæsalappir í tölvu?
Á Vísindavefnum er til eldra og mun ítarlegra svar við sambærilegri spurningu. En líf íslenskra tölvunotenda hefur einfaldast þó nokkuð síðan þá, að minnsta kosti hvað gæsalappir varðar. Í Microsoft Word 2010 er nefnilega mun auðveldara en áður að gera íslenskrar gæsalappir. Leiðbeiningarnar í þessu svari miðast ...
Hvernig var fyrsta málfræðiritgerðin?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni Hver var fyrsti málfræðingurinn, hvenær var hann uppi og hvert var aðalverkefni hans? frá Shlok Datye. Svokölluð „Fyrsta málfræðiritgerð Snorra-Eddu” er talin skrifuð á síðari hluta 12. aldar. Nafn sitt dregur hún af því að vera fremst fjögurra ritgerða um íslenskt m...
Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?
Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...
Hvaðan kemur orðið hundadagar?
Í íslenska almanakinu er orðið hundadagar notað yfir tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst en þeir voru áður taldir vera frá 23. júlí til 23. ágúst. Rómverjar nefndu hundadaga dies caniculares og sóttu hugmyndina til Grikkja sem tengdu sumarhita tímabilsins við tilkomu Síríusar á morgunhimninum um sama leyti. Sí...
Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...
Hvers vegna má ekki taka upp nýtt ættarnafn á Íslandi?
Til þess að svara þessari spurningu verður að horfa allmarga áratugi aftur í tímann. Rétt er byrja á því að staldra við árið 1925 þegar samþykkt voru lög á Alþingi sem meinuðu fólki að taka upp ný ættarnöfn. Segja má að þetta ákvæði sé að vissu leyti enn í gildi. Í stuttu máli sagt þá má halda því fram að lagasetn...
Af hverju kallast fræðigreinin sálfræði þessu nafni?
Sálfræði á sér langa sögu á Vesturlöndum en orðið sálfræði er þó ekki svo ýkja gamalt. Aristóteles skrifaði ritið Um sálina um 350 f.Kr. Sálfræðilegar athuganir er líka að finna í Biblíunni, bæði í Gamla og Nýja testamentinu (Macnamara, 1999) og í ritum Ágústínusar (til dæmis í Játningum hans frá um 400 e.Kr.). Þá...
Nota þeir sem hafa táknmál að móðurmáli ekki nöfn fólks í samræðum?
Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona:Heyrandi fólk hefur það gjarnan til siðs að ávarpa hvert annað með nafni (meðan heyrnarlausir gera það ekki) - hvers vegna? Tungumál eru forvitnilegt fyrirbæri og erfitt að alhæfa um margt í þeirra samhengi. Aðstæður, samhengið, menningin sem málið heyrir til og ma...
Af hverju eru vettlingar ekki kallaðir handklæði og öfugt?
Bæði orðin handklæði og vettlingur koma fyrir þegar í fornu máli. Vettlingur er smækkunarorð myndað með smækkunarviðskeytinu -lingur af vöttur sem notað var um hanska eða grófa vettlinga. Vöttur er gamalt orð í germönskum málum, en íslenska telst til þeirrar greinar sem nefnist norðurgermönsk mál. Dæmi um skyld or...
Hvað þýðir Sigillum Universitatis Islandiae?
Þessi áletrun er á latínu og þýðir, orð fyrir orð: 'Innsigli Háskóla Íslands', enda stendur hún á innsigli skólans. Latneska málfræðin í þessu er frekar einföld. Sigillum er hvorugkynsorð í nefnifalli og þýðir sem sagt 'innsigli'. Universitatis er eignarfall af universitas sem þýðir 'háskóli' í hefðbundinni mer...
Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?
Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...
Hvenær kom nafnið Ómar inn í íslenska tungu, mér finnst það hljóma svo arabískt?
Fyrsti einstaklingurinn sem bar nafnið Ómar á Íslandi fæddist á fyrri hluta 20. aldar. Hér eru fæðingarár og full nöfn fyrstu fimm Ómara landsins samkvæmt gagnagrunni Íslendingabókar:Haraldur Ómar Vilhelmsson, 1913Ómar Allal, f. 1923Karl Ómar Jónsson, f. 1927Ómar Alfreð Elíasson, f. 1932Ómar Örn Bjarnason, f. 1...
Hver er uppruni íslenska orðsins "óðfluga" og hver er hugsunin á bak við það?
Orðið óðfluga er notað sem óbeygjanlegt lýsingarorð og sem atviksorð. Merkingin er 'mjög hraður; mjög hratt'. Fyrri liðurinn óð- er dregin af lýsingarorðinu óður í merkingunni 'hraður, tíður' og er notaður í herðandi merkingu. Sem dæmi mætti nefna óðfara 'sem fer hratt', óðlyndur 'fljóthuga, ákafur' og óðviðri 'mi...
Hvaða íslenska orð er hægt að nota um það sem NASA kallar náttúrulegan „satellite“?
Öll spurningin hljóðaði svona: Samkvæmt NASA þá eru allar pláneturnar „satellite“ því þær snúast kringum sólina. En eina orðið fyrir „satellite“ á íslensku er gervitungl en það er eitthvað sem er gervi og mannkynið bjó til. En við erum ekki með almennilegt orð fyrir satellite á íslensku því að satellite þarf e...