Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið óðfluga er notað sem óbeygjanlegt lýsingarorð og sem atviksorð. Merkingin er 'mjög hraður; mjög hratt'. Fyrri liðurinn óð- er dregin af lýsingarorðinu óður í merkingunni 'hraður, tíður' og er notaður í herðandi merkingu. Sem dæmi mætti nefna óðfara 'sem fer hratt', óðlyndur 'fljóthuga, ákafur' og óðviðri 'mikið óveður'.
Óðfluga merkir 'mjög hraður; mjög hratt'.
Í fornu máli var óð- algengari liður í myndun orða en nú, til dæmis óðhraður 'mjög hraður' og óðlátur 'ákafur', en hvorugt þessara orða er notað í nútímamáli. Síðari liðurinn –fluga er myndaður með hljóðskiptum af sögninni fljúga (flaug – flugum – flogið) 'fljúga í loftinu (á vængjum)'.
Mynd:
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni íslenska orðsins "óðfluga" og hver er hugsunin á bak við það?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54015.
Guðrún Kvaran. (2009, 11. nóvember). Hver er uppruni íslenska orðsins "óðfluga" og hver er hugsunin á bak við það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54015
Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni íslenska orðsins "óðfluga" og hver er hugsunin á bak við það?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54015>.