Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er einfaldast að skrifa íslenskar gæsalappir í tölvu?

Geir Þ. Þórarinsson

Á Vísindavefnum er til eldra og mun ítarlegra svar við sambærilegri spurningu. En líf íslenskra tölvunotenda hefur einfaldast þó nokkuð síðan þá, að minnsta kosti hvað gæsalappir varðar. Í Microsoft Word 2010 er nefnilega mun auðveldara en áður að gera íslenskrar gæsalappir. Leiðbeiningarnar í þessu svari miðast við það forrit og Windows-stýrikerfið.

Það nægir að (a) skilgreina íslensku sem tungumál skjalsins og (b) gæta þess að lyklaborðið sé stillt á íslensku. Þá er hægt að skrifa gæsalappirnar með venjulegum hætti, það er ýta shift +2. Þá koma sjálfkrafa íslenskar gæsalappir sem snúa rétt og opnast niðri en lokast uppi, með öðrum orðum svona: „“. Sama skipunin gefur bæði neðri og efri gæsalappirnar. Þetta er allt og sumt og það þarf engar frekari kúnstir – nema auðvitað ef stillingarnar eru ekki í lagi.

Hægt er að sjá má hvort íslenska er mál skjalsins neðst til vinstri í skjalinu.

„Icelandic“ þýðir að málið á skjalinu er skilgreint sem íslenska.

Ef svo er ekki þarf að smella á tungumálið en þá kemur upp listi af tungumálum og á honum ætti að vera hægt að velja íslensku.

Þá þarf lyklaborðið, eins og áður sagði, að vera skilgreint sem íslenskt lyklaborð. Það sést neðst á skjánum til hægri en þar ætti að standa IS.

„IS“ þýðir að lyklaborðið er íslenskt.

Þannig er fremur auðvelt að fá íslenskar gæsalappir í nýjustu útgáfum að Microsoft Word.

En hvað ef það stendur eitthvað annað en IS (svo sem EN fyrir ensku) og IS er ekki valkostur þegar smellt er á skammstöfunina til að breyta máli lyklaborðsins? Í því tilviki ætti að vera hægt að hægrismella á skammstöfunina og velja „Settings...“. Þá kemur upp yfirlit yfir tungumál sem að staðaldri eru notuð á lyklaborðinu og meðal annars hægt að breyta röð þeirra eða fjarlægja mál. Til að bæta máli á listann þarf að smella á „Add“ og velja tungumál.

Til að bæta máli á listann þarf að smella á smella á „Add“ og velja tungumál.

Þegar smellt er á „Add“ kemur upp langur listi yfir tungumál. Á listanum þarf að finna íslensku og smella á „OK“.

Nú ætti íslenska að vera eitt þeirra mála sem eru að staðaldri notuð á lyklaborðinu. Þá er hægt að skipta um tungumál lyklaborðs með því að smella á Alt +Shift.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

2.10.2014

Spyrjandi

Freysteinn Alfreðsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig er einfaldast að skrifa íslenskar gæsalappir í tölvu?“ Vísindavefurinn, 2. október 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68210.

Geir Þ. Þórarinsson. (2014, 2. október). Hvernig er einfaldast að skrifa íslenskar gæsalappir í tölvu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68210

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig er einfaldast að skrifa íslenskar gæsalappir í tölvu?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68210>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er einfaldast að skrifa íslenskar gæsalappir í tölvu?
Á Vísindavefnum er til eldra og mun ítarlegra svar við sambærilegri spurningu. En líf íslenskra tölvunotenda hefur einfaldast þó nokkuð síðan þá, að minnsta kosti hvað gæsalappir varðar. Í Microsoft Word 2010 er nefnilega mun auðveldara en áður að gera íslenskrar gæsalappir. Leiðbeiningarnar í þessu svari miðast við það forrit og Windows-stýrikerfið.

Það nægir að (a) skilgreina íslensku sem tungumál skjalsins og (b) gæta þess að lyklaborðið sé stillt á íslensku. Þá er hægt að skrifa gæsalappirnar með venjulegum hætti, það er ýta shift +2. Þá koma sjálfkrafa íslenskar gæsalappir sem snúa rétt og opnast niðri en lokast uppi, með öðrum orðum svona: „“. Sama skipunin gefur bæði neðri og efri gæsalappirnar. Þetta er allt og sumt og það þarf engar frekari kúnstir – nema auðvitað ef stillingarnar eru ekki í lagi.

Hægt er að sjá má hvort íslenska er mál skjalsins neðst til vinstri í skjalinu.

„Icelandic“ þýðir að málið á skjalinu er skilgreint sem íslenska.

Ef svo er ekki þarf að smella á tungumálið en þá kemur upp listi af tungumálum og á honum ætti að vera hægt að velja íslensku.

Þá þarf lyklaborðið, eins og áður sagði, að vera skilgreint sem íslenskt lyklaborð. Það sést neðst á skjánum til hægri en þar ætti að standa IS.

„IS“ þýðir að lyklaborðið er íslenskt.

Þannig er fremur auðvelt að fá íslenskar gæsalappir í nýjustu útgáfum að Microsoft Word.

En hvað ef það stendur eitthvað annað en IS (svo sem EN fyrir ensku) og IS er ekki valkostur þegar smellt er á skammstöfunina til að breyta máli lyklaborðsins? Í því tilviki ætti að vera hægt að hægrismella á skammstöfunina og velja „Settings...“. Þá kemur upp yfirlit yfir tungumál sem að staðaldri eru notuð á lyklaborðinu og meðal annars hægt að breyta röð þeirra eða fjarlægja mál. Til að bæta máli á listann þarf að smella á „Add“ og velja tungumál.

Til að bæta máli á listann þarf að smella á smella á „Add“ og velja tungumál.

Þegar smellt er á „Add“ kemur upp langur listi yfir tungumál. Á listanum þarf að finna íslensku og smella á „OK“.

Nú ætti íslenska að vera eitt þeirra mála sem eru að staðaldri notuð á lyklaborðinu. Þá er hægt að skipta um tungumál lyklaborðs með því að smella á Alt +Shift.

...