Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7163 svör fundust
Hver er stærsta flugvél í heiminum?
Ein af heimsins stærstu flugvélum er herflutningaflugvélin C-5 Galaxy og er hún svipað löng og einn fótboltavöllur. Hún vegur 226.346 kg og getur borið að hámarki 122.472 kg. Vélin getur komist upp í 828 kílómetra hraða. Flugvélin er 19,84 metra há eða eins og 6 hæða hús, 75,3 metra löng og hefur 67,89 metra...
Af hverju er eldur heitur?
Eldur er eins konar fyrirbæri eða ástand sem kviknar þegar "eldfimt" efni brennur. Eldurinn er heitur vegna þess að við brunann losnar orka sem að hluta til er varmaorka. Þessu er lýst ágætlega í svari við spurningunni Hvers vegna er eldur heitur og ís kaldur? en þar segir: Eldur kviknar þegar súrefni eða ildi ...
Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?
Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augn...
Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?
Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...
Hvernig er best að meðhöndla exem?
Exem er langvinnur húðsjúkdómur sem veldur kláða, roða, þurrki og sprungum í húð. Ofnæmisexem (e. atopic eczema) er algengasta tegund exems. Heimilislæknir getur greint sjúkdóminn með því að fá upplýsingar um einkennin og skoða húðina. Mikilvægt er að hann fái að vita hvort saga er um exem í fjölskyldunni og an...
Hvað er hulduorka (dark energy)?
Hér er einnig svarað eftirtöldum spurningum:Þenst alheimurinn út að eilífu? (Jón Sævarsson)Er sú kenning að alheimurinn hraði útþenslu sinni rétt, og ef svo er verður þá ekkert eftir að lokum? (Valdimar Brynjarsson)Hvað stækkar alheimurinn hratt? (Sveinbjörn Geirsson)Hverjar eru kenningarnar um endalok alheimsins?...
Í hvaða átt er vestur?
Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...
Hvernig er kaldur/heitur samruni og er hægt að framkalla hann?
Með samruna er hér átt við kjarnasamruna. Hann felst í því að léttir atómkjarnar renna saman og mynda aðra þyngri, og orka losnar um leið. Kjarnasamruni er einhver helsta orkulind alheimsins í heild því að sólstjörnur fá orku sína frá honum. Hægt er að framkalla heitan samruna hér á jörðinni, til dæmis í vetnisspr...
Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur?
Edwin Powell Hubble fæddist í bænum Marshfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember 1889. Strax sama ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar Wheaton í Illinois-ríki. Hubble heillaðist snemma af undrum vísindanna og átti það til að sökkva sér í vísindaskáldsögur eftir Jules Verne og Hen...
Hvað er hlaupastingur og hvernig er hægt að losna við hann?
Þetta er mjög vinsæl spurning eins og sést á því hversu margir hafa spurt Vísindavefinn um hlaupasting. Aðrir spyrjendur eru: Árni Haraldsson, Ellen Helga Steingrímsdóttir, Emilía Sigurðardóttir, Ásdís Ágústsdóttir, Eydís Daníelsdóttir, Ása Einarsdóttir, Davíð Stefánsson, Stefán Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir...
Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni?
Þessi spurning kann að virðast ankannaleg en í raun er hún alls ekki út í hött. Vísindamenn veltu því fyrir sér sem möguleika á fyrri hluta 20. aldar og fram yfir miðja öldina að heimurinn kynni að vera þannig í laginu að ferðalög gætu orðið eins og spyrjandi lýsir. Þau mundu þá að vísu taka firnalangan tíma því a...
Hvaða hlutverki gegnir litli heilinn og hvað gerist ef hann skemmist?
Litli heili eða hnykill (e. cerebellum) gegnir mikilvægu hlutverki í stjórnun hreyfinga. Boð um að hefja hreyfingu koma þó ekki frá litla heila heldur á hann þátt í samhæfingu hreyfinga, nákvæmni þeirra og tímasetningu. Hann fær skynboð frá mænu og öðrum hlutum heilans og tengir þessi boð saman til að fínstilla hr...
Sjá fiskar vatn?
Öll spurningin frá Foldaskóla var svona: Nemandi í Foldaskóla, Eiríkur Ísak Magnússon í 5. HR spyr: Af því að manneskjan sér ekki loft, sér fiskur þá vatn? Spurningin er: Sjá fiskar vatn? Með bestu kveðju, Kristín námsráðgjafi í Foldaskóla. Stutta svarið er nei; líkt og við sjáum ekki andrúmsloftið í kringu...
Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?
Tunglið er fjarlægasti áfangastaður mannaðs geimfars til þessa, en meðalfjarlægð tunglsins frá jörðu er um 380.000 km sem er meira en nífalt ummál jarðar. Á fjögurra ára tímabili, frá 1968 til 1972, sendu Bandaríkjamenn níu mannaðar geimflaugar til tunglsins. Af þessum níu flaugum lentu sex á tunglinu, sú fyrst...
Hver er ástæðan fyrir því að þvottabretti myndast á malarvegum?
Þvottabretti er það kallað, þegar litlar öldur myndast þvert á akstursstefnu á yfirborði malarslitlaga. Þrenns konar ástæður eru nefndar fyrir myndun þvottabretta. Í fyrsta lagi aðskilnaður og tilfærsla korna í vegyfirborðinu, sem er líklegasta skýringin þegar yfirborðið er þurrt. Í öðru lagi geta þvottabretti ...