Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er ástæðan fyrir því að þvottabretti myndast á malarvegum?

Þórir Ingason

Þvottabretti er það kallað, þegar litlar öldur myndast þvert á akstursstefnu á yfirborði malarslitlaga.

Þrenns konar ástæður eru nefndar fyrir myndun þvottabretta. Í fyrsta lagi aðskilnaður og tilfærsla korna í vegyfirborðinu, sem er líklegasta skýringin þegar yfirborðið er þurrt. Í öðru lagi geta þvottabretti myndast þegar fínefni í yfirborðinu slettast upp í rigningu, þó algengara sé að það valdi holumyndun. Þriðja ástæðan er svo varanleg samþjöppun malarslitlagsins sem myndar bylgjur í yfirborðið.



Tilfærsla og aðskilnaður korna í vegyfirborðinu er líklega sú ástæða sem oftast veldur þvottabrettismyndun á malarslitlögum hérlendis og skal því reynt að skýra hana nánar hér. Þegar bíll ekur eftir þurrum malarvegi, kasta hjól hans hluta af óbundna efninu í yfirborðinu upp, þau fylgja í kjölsog bílsins og hluti af kornunum festast á hjólunum sjálfum. Við þetta verður aðskilnaður í efninu, þannig að fínustu kornin mynda ryk á eftir bílnum og fjúka gjarnan burt. Meðalstóru kornin eru of stór til að rjúka burt og of lítil til að rúlla eftir yfirborðinu. Þau safnast því saman og þjappast í hryggi og mynda þannig þvottabretti. Grófustu kornin eru nógu stór til að rúlla eftir yfirborðinu og safnast því ekki í hryggina. Þetta gerist einna helst eins og áður segir í þurru veðri og þegar efsta lagið í veginum er laust, en neðri lög eru þjöppuð og hörð.

Til að koma í veg fyrir myndun þvottabretta þarf að hindra að ástand eins og lýst er hér að ofan skapist. Þá skiptir einna mestu máli að efnið sem notað er í malarslitlag sé með sem jafnasta kornadreifingu, það er að segja að ekki sé í því of mikið af einhverjum ákveðnum kornastærðum, til dæmis sandi. Vönduð heflun er líka nauðsynleg og rykbinding með salti minnkar líkur á þvottabrettismyndun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

sérfræðingur á Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins

Útgáfudagur

31.1.2002

Spyrjandi

Árni Tryggvason

Tilvísun

Þórir Ingason. „Hver er ástæðan fyrir því að þvottabretti myndast á malarvegum?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2086.

Þórir Ingason. (2002, 31. janúar). Hver er ástæðan fyrir því að þvottabretti myndast á malarvegum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2086

Þórir Ingason. „Hver er ástæðan fyrir því að þvottabretti myndast á malarvegum?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2086>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er ástæðan fyrir því að þvottabretti myndast á malarvegum?
Þvottabretti er það kallað, þegar litlar öldur myndast þvert á akstursstefnu á yfirborði malarslitlaga.

Þrenns konar ástæður eru nefndar fyrir myndun þvottabretta. Í fyrsta lagi aðskilnaður og tilfærsla korna í vegyfirborðinu, sem er líklegasta skýringin þegar yfirborðið er þurrt. Í öðru lagi geta þvottabretti myndast þegar fínefni í yfirborðinu slettast upp í rigningu, þó algengara sé að það valdi holumyndun. Þriðja ástæðan er svo varanleg samþjöppun malarslitlagsins sem myndar bylgjur í yfirborðið.



Tilfærsla og aðskilnaður korna í vegyfirborðinu er líklega sú ástæða sem oftast veldur þvottabrettismyndun á malarslitlögum hérlendis og skal því reynt að skýra hana nánar hér. Þegar bíll ekur eftir þurrum malarvegi, kasta hjól hans hluta af óbundna efninu í yfirborðinu upp, þau fylgja í kjölsog bílsins og hluti af kornunum festast á hjólunum sjálfum. Við þetta verður aðskilnaður í efninu, þannig að fínustu kornin mynda ryk á eftir bílnum og fjúka gjarnan burt. Meðalstóru kornin eru of stór til að rjúka burt og of lítil til að rúlla eftir yfirborðinu. Þau safnast því saman og þjappast í hryggi og mynda þannig þvottabretti. Grófustu kornin eru nógu stór til að rúlla eftir yfirborðinu og safnast því ekki í hryggina. Þetta gerist einna helst eins og áður segir í þurru veðri og þegar efsta lagið í veginum er laust, en neðri lög eru þjöppuð og hörð.

Til að koma í veg fyrir myndun þvottabretta þarf að hindra að ástand eins og lýst er hér að ofan skapist. Þá skiptir einna mestu máli að efnið sem notað er í malarslitlag sé með sem jafnasta kornadreifingu, það er að segja að ekki sé í því of mikið af einhverjum ákveðnum kornastærðum, til dæmis sandi. Vönduð heflun er líka nauðsynleg og rykbinding með salti minnkar líkur á þvottabrettismyndun.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...