Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6167 svör fundust
Af hverju verður húðslit?
Vísindavefnum hafa borist allnokkrar spurningar um húðslit:Er bara hægt að fá húðslit við að fitna eða getur það gerst við stækkun vöðva? Hvað orsakar slit á konum á meðgöngu og er hægt að koma í veg fyrir það? Er hægt að lækna slit á læri og brjóstum? Húðslit (e. stretch marks eða striae) eru rákir eða línur...
Hvað er samrunaorka?
Samrunaorka er orkan sem losnar úr læðingi við kjarnasamruna (e. nuclear fusion). Léttir atómkjarnar renna þá saman og mynda aðra þyngri. Massi léttu kjarnanna er samanlagt meiri en massi þyngri kjarnanna sem myndast og þessi massamunur kemur fram sem orka samkvæmt hinni frægu jöfnu EinsteinsE = m c2Mikill hluti þ...
Hvað er það sem mannfræðingar kalla fúnksjónalisma?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Hrefnu Tómasdóttur Hver var Durkheim og fyrir hvað var hann þekktur? Franski félagsfræðingurinn Émile Durkheim (1858-1917) er með nokkrum rétti kallaður faðir félagsfræði nútímans. Ástæðan er sú að hann hélt því fram að félagsfræðin ætti að vera sjálfstæð vísindagrein en ...
Eru álfar til?
Átrúnaður á aðra tegund fólks sem byggir jörðina með mönnum, en er ósýnilegt sjónum þeirra, hefur fylgt mannkyninu frá því að sögur hófust. Frásagnir af högum þess, híbýlum og samskiptum við mannfólkið hafa gengið mann fram af manni. Þeir sem gæddir eru sérstökum gáfum til þess arna koma annað slagið auga á þetta ...
Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Sigurðar Hólm Gunnarssonar og Andra Arnar Víðissonar: Hvað er múslími? Hverju trúa múslimar?Múslimar skiptast í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Súnna þýðir erfikenning, hin rétta kenning sem Múhameð lét skrá á Kóraninn eftir opinberunum sem hann fékk frá Allah, hinu...
Af hverju eru hérar hafðir með í langhlaupum í frjálsum íþróttum?
Fyrir þá sem ekki vita er sá kallaður héri sem hleypur á undan keppendum í langhlaupi en tekur sjálfur ekki þátt í baráttunni um verðlaunasætin (þótt reyndar hafi það gerst að hérar klári hlaup og vinni). Nafnið fær hann auðvitað af samnefndu dýri sem þekkt er fyrir mikla spretthörku. Héranum er gert að halda uppi...
Hvað er orðið áfengi gamalt í málinu?
Orðið áfengi á sér gamlar rætur og er sýnilega tengt sögninni fá og forsetningunni á. Sagnarsambandið kemur enda fram í fornu máli í merkingu sem greinilega býr að baki nafnorðinu. Í orðabók Fritzners um fornmálið er tilgreint sambandið drykkr fær á e-n og vísað til þriggja heimilda því til staðfestingar. Sagn...
Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?
Það hefur aðeins ein tegund tígrisdýra komið fram í þróunarsögunni, tegund sem á fræðimáli kallast Panthera tigris og við köllum einfaldlega tígrisdýr. Tegundinni hefur hins vegar verið skipt í deilitegundir eða undirtegundir en það er stundum gert þegar mikill breytileiki er í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund...
Er norðlenska flokkuð sem hreimur eða mállýska?
Þegar talað er um „norðlensku“ er venjulega átt við ákveðin einkenni í framburði, einkum svokallað harðmæli og raddaðan framburð. Harðmæli felst í því að bera lokhljóðin p, t og k fram fráblásin inni í orðum, t.d. æpa, vita, vaka ([aiːpʰa], [vɪːtʰa], [vaːkʰa]), í stað ófráblásinn...
Er hægt að ferðast aftur í tímann?
Að ferðast fram í tímann er litlum vandkvæðum bundið, um þess háttar ferðalög er til að mynda hægt að lesa um í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að ferðast fram í tímann? Það er hins vegar miklu stærra vandamál að komast til baka og ekki er víst að tímaferðalög til fortíðarinnar séu yfirleitt möguleg. ...
Eru til krabbameinsdrepandi efni?
Jú, vissulega eru til efni sem drepa krabbameinsfrumur og þau eru notuð sem lyf gegn krabbameini. Gallinn er bara sá að fram að þessu hefur ekki tekist að finna lyf sem drepur eingöngu krabbameinsfrumur en hefur engin áhrif á eðlilegar frumur. Galdurinn er að ráðast gegn einhverjum eiginleikum sem krabbameinsfrumu...
Hvernig fjölga ánamaðkar sér?
Ánamaðkar fjölga sér með tvíkynja æxlun eins og mörg dýr gera. Hitt er merkilegra að hvert dýr er tvíkynja þannig að egg og sæði myndast í sama dýrinu. Yfirleitt makast ánamaðkar niðri í moldinni þannig að mökunarferlið er sjaldnast sýnilegt mönnum. Ein algeng tegund hérlendis, stóráni, heldur sig þó við yfirborði...
Er löglegt að sýna auglýsingar í miðjum þáttum í sjónvarpsdagskrá á Íslandi?
Á undanförnum árum hefur framboð efnis í útvarpi og sjónvarpi stóraukist og er nú mikið, oft heldur meira en eftirspurnin. Með aukinni samkeppni hefur baráttan harðnað á markaðnum fyrir útvarps- og sjónvarpsefni og ljósvakamiðlar keppast við að ná sem flestum hlustendum og áhorfendum. Um útvörpun á ljósvakaefni...
Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?
Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...
Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?
Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum. Samt sem áður er tiltekið í lögunum að...