Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?

Þórarinn Sveinsson

Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum.

Vöðvasýni úr vöðva einstaklings sem finnur fyrir harðsperrum sýnir að vöðvafrumurnar eru skemmdar og venjulegri uppröðun samdráttarpróteina frumanna er raskað. Einnig finnast í blóðsýnum prótein og önnur efni sem venjulega eiga aðeins að finnast inni í vöðvafrumunum. Sýnir það að frumuhimna vöðvafruma hefur rofnað eða orðið lek.

Harðsperrur koma oft ekki fram fyrr en nokkrum klukkutímum eftir æfinug.

Harðsperrurnar koma oft ekki fram fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að skemmdirnar eiga sér stað, þegar bólgusvörun og viðgerðarferli eru farin af stað í vöðvunum. Við það virðast losna boðefni sem erta sársaukataugar í vöðvunum og mynda sársaukann sem við köllum harðsperrur. Mjög misjafnt er þó hvað sársaukinn er lengi að koma fram. Rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á að myndun mjólkursýru í vöðvafrumum auki á neinn hátt líkur á vöðvaskemmdum né harðsperrum. Harðsperrur tengjast því ekki mjólkursýrumyndun í vöðvafrumunum eftir því sem best er vitað en útbreiddur misskilningur er að svo sé.

Vöðvafrumur og vöðvavefur hefur mjög mikla hæfileika til viðgerða og endurnýjunar. Þessi geta er miklu meiri en þekkt er í flestum öðrum líffærum líkamans. Til dæmis hefur taugakerfið mjög takmarkaða hæfileika til viðgerða eins og við sjáum hjá fólki sem verður fyrir mænuskaða eða öðrum áverkum í taugakerfi. En vægar harðsperrur virðast því tiltölulega meinlausar þó að menn ættu að forðast mjög miklar harðsperrur.

Teygjur og léttar æfingar strax eftir átök draga oft úr harðsperrum. Menn skilja ekki til hlítar hvernig á því stendur en líklegt er að slíkt örvi blóðflæði um vöðvana og efnaskipti þeirra. Þannig minnkar bólgusvörun vöðvans og flýtt er fyrir viðgerðarferlum. Þjálfun dregur úr skemmdum sem vöðvar verða fyrir í áreynslu og þar af leiðandi harðsperrum. Þó að ekki sé vitað nákvæmlega hvernig það gerist þá er líklegt að þjálfun styrki vöðvafrumurnar og bandvefinn í vöðvunum og verji þá þannig fyrir skemmdum. Einnig gæti taugakerfið hugsanlega lært að dreifa álaginu þannig að það verði ekki of mikið á einstakar frumur.

Mynd:

Höfundur

Þórarinn Sveinsson

prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ

Útgáfudagur

13.11.2001

Síðast uppfært

15.3.2021

Spyrjandi

Ólafur Daníelsson, Egill Pálsson

Tilvísun

Þórarinn Sveinsson. „Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2001, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1948.

Þórarinn Sveinsson. (2001, 13. nóvember). Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1948

Þórarinn Sveinsson. „Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2001. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1948>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?
Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum.

Vöðvasýni úr vöðva einstaklings sem finnur fyrir harðsperrum sýnir að vöðvafrumurnar eru skemmdar og venjulegri uppröðun samdráttarpróteina frumanna er raskað. Einnig finnast í blóðsýnum prótein og önnur efni sem venjulega eiga aðeins að finnast inni í vöðvafrumunum. Sýnir það að frumuhimna vöðvafruma hefur rofnað eða orðið lek.

Harðsperrur koma oft ekki fram fyrr en nokkrum klukkutímum eftir æfinug.

Harðsperrurnar koma oft ekki fram fyrr en nokkrum klukkutímum eftir að skemmdirnar eiga sér stað, þegar bólgusvörun og viðgerðarferli eru farin af stað í vöðvunum. Við það virðast losna boðefni sem erta sársaukataugar í vöðvunum og mynda sársaukann sem við köllum harðsperrur. Mjög misjafnt er þó hvað sársaukinn er lengi að koma fram. Rannsóknir hafa ekki getað sýnt fram á að myndun mjólkursýru í vöðvafrumum auki á neinn hátt líkur á vöðvaskemmdum né harðsperrum. Harðsperrur tengjast því ekki mjólkursýrumyndun í vöðvafrumunum eftir því sem best er vitað en útbreiddur misskilningur er að svo sé.

Vöðvafrumur og vöðvavefur hefur mjög mikla hæfileika til viðgerða og endurnýjunar. Þessi geta er miklu meiri en þekkt er í flestum öðrum líffærum líkamans. Til dæmis hefur taugakerfið mjög takmarkaða hæfileika til viðgerða eins og við sjáum hjá fólki sem verður fyrir mænuskaða eða öðrum áverkum í taugakerfi. En vægar harðsperrur virðast því tiltölulega meinlausar þó að menn ættu að forðast mjög miklar harðsperrur.

Teygjur og léttar æfingar strax eftir átök draga oft úr harðsperrum. Menn skilja ekki til hlítar hvernig á því stendur en líklegt er að slíkt örvi blóðflæði um vöðvana og efnaskipti þeirra. Þannig minnkar bólgusvörun vöðvans og flýtt er fyrir viðgerðarferlum. Þjálfun dregur úr skemmdum sem vöðvar verða fyrir í áreynslu og þar af leiðandi harðsperrum. Þó að ekki sé vitað nákvæmlega hvernig það gerist þá er líklegt að þjálfun styrki vöðvafrumurnar og bandvefinn í vöðvunum og verji þá þannig fyrir skemmdum. Einnig gæti taugakerfið hugsanlega lært að dreifa álaginu þannig að það verði ekki of mikið á einstakar frumur.

Mynd:...