Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?

Magnús Viðar Skúlason og Jón Gunnar Þorsteinsson

Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:
Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum.
Samt sem áður er tiltekið í lögunum að ákveðin starfsemi sé undanþegin virðisaukaskattskyldu og má þar meðal annars nefna þjónustu sjúkrahúsa, rekstur skóla, starfsemi rithöfunda og tónskálda við samningu hugverka og sambærileg liststarfsemi og svo framvegis.



Þessar verur „að handan“ komu fram á ljósmynd Englendingsins Frederick A. Hudson frá því um 1875. Hudson var kunnur andaljósmyndari og brá sér stundum sjálfur í gervi drauganna sem eru framkallaðir með því að taka að minnsta kosti tvisvar yfir sama filmubútinn og stýra lýsingartímanum nákvæmlega. Hudson mun ekki hafa þurft að innheimta virðisaukaskatt af myndum sínum þar sem skatturinn komst ekki almennt á fyrr en eftir miðja 20. öld. Frakkar voru fyrstir til að taka upp virðisaukaskatt í verulegum mæli árið 1954.

Um miðilsstörf er ekkert fjallað í lögunum en okkur sýnist að hægt væri að færa rök fyrir því að miðlar eigi ekki að borga virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Í fyrsta lagi gætu þeir haldið því fram að starf þeirra væri sams konar og annarra listamanna sem greiða ekki virðisaukaskatt af hugverkum sínum. Það sem miðillinn mælir og skýrir frá væri þá hans höfundarverk, líkt og og ljóðið sem skáldið yrkir. Báðum þessu aðilum gagnast oft að vera “innblásnir”, rithöfundurinn af skáldskapargáfunni og miðillinn af verum að handan.

Miðlar gætu einnig haldið því fram að starfsemi þeirra væri sambærileg við rekstur safna sem eru undanþegin virðisaukaskatti, eins og til dæmis bókasafna og náttúrugripasafna. Safngripir miðlanna eru þá látnir ættingjar þeirra sem leita til miðlanna. Ekki er þó víst að skattstjórar taki þau rök gild.

Einnig gætu miðlar sýnt fram á það að þeir veiti félagslega þjónustu sem er samkvæmt lögunum undanþegin skattinum. Hlutverki þeirra má að einhverju leyti líkja við starf félagsráðgjafa og sálfræðinga þó aðferðirnar og hugmyndafræðin að baki sé önnur. Miðlar veita þeim sem leita til þeirra oft huggun og sáluhjálp.

Eftir lögunum um virðisaukaskatt að dæma er þess vegna ekki fullljóst hvort miðlar eigi að greiða virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Ýmislegt bendir til þess að þeir séu undanþegnir innheimtu og skilum á vaskinum en svar við því fæst sennilega ekki nema menn beini fyrirspurn um þetta mál til skattstjóra. Greinilegt er að þá gæti skipt miklu hvaða leið er valin í málatilbúnaði enda virðist um margar leiðir að velja.

Mynd: Photography Museum.

Höfundar

laganemi við Háskóla Íslands

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.11.2003

Spyrjandi

Kristinn Ingi

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3831.

Magnús Viðar Skúlason og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 4. nóvember). Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3831

Magnús Viðar Skúlason og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3831>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?
Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:

Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum.
Samt sem áður er tiltekið í lögunum að ákveðin starfsemi sé undanþegin virðisaukaskattskyldu og má þar meðal annars nefna þjónustu sjúkrahúsa, rekstur skóla, starfsemi rithöfunda og tónskálda við samningu hugverka og sambærileg liststarfsemi og svo framvegis.



Þessar verur „að handan“ komu fram á ljósmynd Englendingsins Frederick A. Hudson frá því um 1875. Hudson var kunnur andaljósmyndari og brá sér stundum sjálfur í gervi drauganna sem eru framkallaðir með því að taka að minnsta kosti tvisvar yfir sama filmubútinn og stýra lýsingartímanum nákvæmlega. Hudson mun ekki hafa þurft að innheimta virðisaukaskatt af myndum sínum þar sem skatturinn komst ekki almennt á fyrr en eftir miðja 20. öld. Frakkar voru fyrstir til að taka upp virðisaukaskatt í verulegum mæli árið 1954.

Um miðilsstörf er ekkert fjallað í lögunum en okkur sýnist að hægt væri að færa rök fyrir því að miðlar eigi ekki að borga virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Í fyrsta lagi gætu þeir haldið því fram að starf þeirra væri sams konar og annarra listamanna sem greiða ekki virðisaukaskatt af hugverkum sínum. Það sem miðillinn mælir og skýrir frá væri þá hans höfundarverk, líkt og og ljóðið sem skáldið yrkir. Báðum þessu aðilum gagnast oft að vera “innblásnir”, rithöfundurinn af skáldskapargáfunni og miðillinn af verum að handan.

Miðlar gætu einnig haldið því fram að starfsemi þeirra væri sambærileg við rekstur safna sem eru undanþegin virðisaukaskatti, eins og til dæmis bókasafna og náttúrugripasafna. Safngripir miðlanna eru þá látnir ættingjar þeirra sem leita til miðlanna. Ekki er þó víst að skattstjórar taki þau rök gild.

Einnig gætu miðlar sýnt fram á það að þeir veiti félagslega þjónustu sem er samkvæmt lögunum undanþegin skattinum. Hlutverki þeirra má að einhverju leyti líkja við starf félagsráðgjafa og sálfræðinga þó aðferðirnar og hugmyndafræðin að baki sé önnur. Miðlar veita þeim sem leita til þeirra oft huggun og sáluhjálp.

Eftir lögunum um virðisaukaskatt að dæma er þess vegna ekki fullljóst hvort miðlar eigi að greiða virðisaukaskatt af þjónustu sinni. Ýmislegt bendir til þess að þeir séu undanþegnir innheimtu og skilum á vaskinum en svar við því fæst sennilega ekki nema menn beini fyrirspurn um þetta mál til skattstjóra. Greinilegt er að þá gæti skipt miklu hvaða leið er valin í málatilbúnaði enda virðist um margar leiðir að velja.

Mynd: Photography Museum.

...