Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1580 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig get ég búið til rafmagn heima hjá mér með einhverju sem er til á öllum heimilum?

Við höfum áður fjallað töluvert um rafmagn á Vísindavefnum, meðal annars í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er rafmagn? Þar segir meðal annars þetta:Orðið rafmagn er haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra. Rafhleðsla (e. electric charge) er einn af grundvall...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er einkirningasótt?

Einkirningasótt eða eitlasótt (einnig nefnd kossasótt, mononucleosis infectiosa) er veirusýking af völdum Epstein-Barr-veirunnar. Íslenska orðið kirningur er dregið af orðinu kjarni (e. nucleus) og heitið á sýkingunni er því bein þýðing á latneska hugtakinu, þar sem mono stendur fyrir 'ein'. Sýkingin leggst einkum...

category-iconStærðfræði

Hversu miklu munar á að ferðast umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar og í flugvél, ef farið er um miðbaug?

Miðbaugur er mjög nærri því að vera hringur með geislann $6.378,1370$ kílómetra, eins og sýnt er á myndinni að neðan. Til að finna vegalengd ferðalags umhverfis jörðina eftir yfirborði hennar um miðbaug nægir að reikna ummál þessa hrings. Þekkt er að ummál hrings má reikna með því að margfalda saman þvermál hans ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að minnka hálsbólgu í upphafi, til dæmis með því að kæla hálsinn með klökum eins og gert er við aðrar bólgur?

Það sem í daglegu tali er kallað hálsbólga eru særindi í hálsi vegna bólgu sem er viðbragð við sýkingu vegna ónæmiskerfisins. Ef það nægir ekki til að ráða niðurlögum sýkingar þarf að ræsa sértæka ónæmiskerfið. Þegar veira eða baktería kemst í vefi líkamans eru þar sérstakar átfrumur (e. macrophages) sem þekkj...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?

Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...

category-iconLögfræði

Af hverju mega börn ekki kjósa forseta?

Í heild hljóðaði spurningin frá Viktóríu Sól svona:Af hverju mega börn ekki kjósa forseta? Mér finnst að börn ættu að vera orðin 9 ára þegar þau mega kjósa forseta. Á Íslandi gilda ákveðnar reglur um það hvernig eigi að velja forseta en þær er að finna í stjórnarskránni okkar (Hér er hægt að skoða myndband um s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er innflutningur skriðdýra til Íslands bannaður?

Almennt bann hefur ríkt við innflutningi skriðdýra á borð við slöngur, skjaldbökur og eðlur frá því snemma á 9. áratug síðustu aldar. Bannið byggði upphaflega á alvarlegum sjúkdómstilfellum í fólki af völdum salmonellusmits sem rekja mátti með ótvíræðum hætti til þessara gæludýra. Árið 1983 kom upp sýking af v...

category-iconVísindavefur

Er jörðin flöt?

Í fyrstu vakti þessi spurning mikla kátínu á skrifstofu Vísindavefsins, því allir starfsmenn vefsins vissu auðvitað svarið við henni. Hvert nákvæmt form jarðarinnar er hefur verið almenn vitneskja meðal allra mannsbarna í fleiri hundruð ár. Því miður varði kátína okkar ekki lengi, heldur umpólaðist hún fljótt og u...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Emma Eyþórsdóttir rannsakað?

Emma Eyþórsdóttir er dósent í búfjárerfðafræði og kynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur fengist við rannsóknir á íslensku búfé, aðallega sauðfé. Meðal helstu viðfangsefna hafa verið ullar- og gærueiginleikar hjá íslensku sauðfé og einnig ræktun kjöteiginleika og kjötgæði. Gæði afurða eru lykilatriði í...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvers vegna eru ekki fleiri vatnsföll nýtt í eigin farvegi frekar en með uppistöðulónum?

Ef náttúrulegt vatnsrennsli í ám stæðist á við raforkuþörf markaðarins væri engin ástæða til annars en að virkja ár í farvegi sínum án miðlunarlóna. Þessu er hins vegar ekki að heilsa. Hagkvæmast er að mæta misgenginu með því að hámarksafkastageta orkuvera nái nokkurn veginn hámarksþörf markaðarins en uppistöðulón...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru tölvur látnar velja sjálfar af hendingu milli nokkurra kosta?

Oftast eru notaðir svokallaðir slembitölugjafar (á ensku "random number generators"), en það eru forrit sem búa til röð talna sem lítur út eins og tölurnar hafi verið valdar af hendingu. Aðalatriðið er að ekki sé nein regla í talnaröðinni heldur að tölurnar séu nokkuð jafndreifðar á því bili sem leyfilegt er. Byrj...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Avogadro og hvert var hans framlag til vísindanna?

Avogadro var ítalskur raunvísindamaður sem átti mikinn þátt í að þróa hugmyndir manna um frumeindir og sameindir á 19. öld. Eftir hann liggur meðal annars lögmál Avogadros og tala Avogadros (e. Avogadro’s number eða Avogadro’s constant, um það bil 6,022×1023), sem tilgreinir fjölda einda í einu móli, er kennd við ...

category-iconVeðurfræði

Hvað er það sem ákvarðar vindátt?

Það er margt sem ákvarðar vindátt og fer bæði eftir staðháttum og tíma dags og árs. Mishitun yfirborðs jarðar og/eða lofthjúpsins vekur flesta vinda, en ákvarðar ekki áttina ein og sér. Umfjöllun í veðurfræði greinir oft á milli stærðar veðurkerfa, það er hver kvarði þeirra er. Þá er talað um hnatt-, stóran, m...

category-iconLæknisfræði

Af hverju pissar maður blóði?

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir því að fólk pissar blóði, sumar alvarlegar og aðrar ekki. Blóðmiga (e. hematuria) er það kallað þegar blóð finnst í þvagi. Blóðmigu er skipt í bersæja (e. macroscopic) og smásæja (e. microscopic) blóðmigu eftir því hvort blóð litar þvag svo það sjáist með berum augum eða...

category-iconHeimspeki

Hvers virði er mannslíf?

Oft er sagt að mannslíf séu ómetanleg, að ekki sé hægt að setja á þau verðmiða og raunar sé ekki til sú upphæð sem væri of há fyrir mannslíf. Og þannig líður okkur sjálfsagt flestum þegar við hugsum um líf ástvina okkar. En er það rétt að við séum alltaf tilbúin til að gefa hvað sem er til bjargar mannslífum? Á...

Fleiri niðurstöður