Teljist söluhlutur gallaður, og kaupandi ber ekki sök á því, geta úrræði hans falist í kröfu um úrbætur, nýja afhendingu, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs. Svo kaupandi haldi rétti sínum ber honum að tilkynna seljanda um gallann, án ástæðulaus dráttar frá því að hann varð gallans var, og í hverju gallinn er fólginn. Ef kvörtun berst ekki innan tveggja ára frá því að tekið er við söluhlut getur kaupandi ekki borið gallann fyrir sig nema seljandi hafi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma. Í raun leiðir þetta alla jafnan til þess að ábyrgð seljanda er fyrir hendi í tvö ár frá því að kaupandi tekur við söluhlut. Almennt ber því seljandi hlutar ábyrgð á því að hluturinn uppfylli þær kröfur sem gera má til hans í tvö ár frá því að kaupandi tekur við hlutnum. Úrræði kaupanda geta verið krafa um úrbætur, nýjan hlut, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs. Lög um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991 Samkvæmt lögum um skaðsemisábyrgð eru greiddar bætur fyrir líkamstjón og missi framfæranda sem stafa af ágalla af vöru. Samkvæmt lögunum eru einnig greiddar bætur fyrir tjón á hlutum ef þeir eru venjulega ætlaðir til einkanota og aðallega notaðir sem slíkir. Tjón á hinni gölluðu vöru er bætt samkvæmt þeim reglum sem vísað er til að ofan. Vara telst haldin ágalla ef hún er ekki eins örugg og réttilega má búast við miðað við aðstæður, sérstaklega miðað við hvernig hún er boðin og kynnt, hvernig hún skal notast og hvenær henni var dreift. Rétt er að hafa í huga að þó önnur vara komi síðar á markað sem er betri, þá telst eldri vara ekki sjálfkrafa haldinn ágalla. Hafi neytandi hlotið tjón af vöru sem haldin var ágalla getur hann krafist bóta fyrir tjón sitt. Bætur eru jafnan í formi peningagreiðslu. Að auki gæti tjónþoli leitað bóta samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Eftir að tjónþoli hefur fengið vitneskju um tjón sitt, ágalla vörunnar og nafn og dvalarstað framleiðanda verður hann að krefjast bóta innan þriggja ára, annars fyrnast réttindi hans. Krafa um bætur fyrnist þó alltaf á tíu árum frá því að framleiðandi dreifði viðkomandi vöru. Almennt bera framleiðendur og dreifingaraðilar ábyrgð á því að vara þeirra sé ekki haldin ágalla sem leiðir til tjóns. Kröfunni verður þó alltaf að halda fram innan tíu ára frá dreifingu. Húsganga og fjarsala Loks er rétt að vekja athygli á lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga en samkvæmt þeim lögum getur neytendum verið heimilt að falla frá samningum innan fjórtán daga frá því að hann fékk vöru afhenta og fá endurgreitt. Þessi heimild er ekki háð því að vara sé gölluð eða að neinu öðru sé ábótavant. Þetta á við þá samninga sem nást þegar seljandi gengur í hús og einnig samninga sem komast á fyrir milligöngu fjarskipta án þess að seljandi og kaupandi hittist.
Teljist söluhlutur gallaður, og kaupandi ber ekki sök á því, geta úrræði hans falist í kröfu um úrbætur, nýja afhendingu, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs. Svo kaupandi haldi rétti sínum ber honum að tilkynna seljanda um gallann, án ástæðulaus dráttar frá því að hann varð gallans var, og í hverju gallinn er fólginn. Ef kvörtun berst ekki innan tveggja ára frá því að tekið er við söluhlut getur kaupandi ekki borið gallann fyrir sig nema seljandi hafi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma. Í raun leiðir þetta alla jafnan til þess að ábyrgð seljanda er fyrir hendi í tvö ár frá því að kaupandi tekur við söluhlut. Almennt ber því seljandi hlutar ábyrgð á því að hluturinn uppfylli þær kröfur sem gera má til hans í tvö ár frá því að kaupandi tekur við hlutnum. Úrræði kaupanda geta verið krafa um úrbætur, nýjan hlut, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs. Lög um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991 Samkvæmt lögum um skaðsemisábyrgð eru greiddar bætur fyrir líkamstjón og missi framfæranda sem stafa af ágalla af vöru. Samkvæmt lögunum eru einnig greiddar bætur fyrir tjón á hlutum ef þeir eru venjulega ætlaðir til einkanota og aðallega notaðir sem slíkir. Tjón á hinni gölluðu vöru er bætt samkvæmt þeim reglum sem vísað er til að ofan. Vara telst haldin ágalla ef hún er ekki eins örugg og réttilega má búast við miðað við aðstæður, sérstaklega miðað við hvernig hún er boðin og kynnt, hvernig hún skal notast og hvenær henni var dreift. Rétt er að hafa í huga að þó önnur vara komi síðar á markað sem er betri, þá telst eldri vara ekki sjálfkrafa haldinn ágalla. Hafi neytandi hlotið tjón af vöru sem haldin var ágalla getur hann krafist bóta fyrir tjón sitt. Bætur eru jafnan í formi peningagreiðslu. Að auki gæti tjónþoli leitað bóta samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Eftir að tjónþoli hefur fengið vitneskju um tjón sitt, ágalla vörunnar og nafn og dvalarstað framleiðanda verður hann að krefjast bóta innan þriggja ára, annars fyrnast réttindi hans. Krafa um bætur fyrnist þó alltaf á tíu árum frá því að framleiðandi dreifði viðkomandi vöru. Almennt bera framleiðendur og dreifingaraðilar ábyrgð á því að vara þeirra sé ekki haldin ágalla sem leiðir til tjóns. Kröfunni verður þó alltaf að halda fram innan tíu ára frá dreifingu. Húsganga og fjarsala Loks er rétt að vekja athygli á lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga en samkvæmt þeim lögum getur neytendum verið heimilt að falla frá samningum innan fjórtán daga frá því að hann fékk vöru afhenta og fá endurgreitt. Þessi heimild er ekki háð því að vara sé gölluð eða að neinu öðru sé ábótavant. Þetta á við þá samninga sem nást þegar seljandi gengur í hús og einnig samninga sem komast á fyrir milligöngu fjarskipta án þess að seljandi og kaupandi hittist.