Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lög gilda um ábyrgð seljanda á vörum til neytanda?

Jón Elvar Guðmundsson

Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við ábyrgð seljanda gagnvart neytanda þegar vara er gölluð. Almenna reglan er sú að seljanda ber að efna samning sinn við neytanda réttilega. Í því felst að seljanda ber að afhenda vöru í umsömdu ástandi, magni og/eða gæðum á réttum tíma.

Tvenn lög eru í gildi um ábyrgð seljanda á vörum til neytenda, lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 (kaupalög), og lög um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991. Kaupalögin gilda almennt um kaup, en lög um skaðsemisábyrgð gilda um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla af vöru sem þeir hafa framleitt eða dreift.

Lög um lausafjárkaup nr. 50/2000

Kaupi neytandi gallaðan hlut samkvæmt kaupalögum getur seljandi borið ákveðna ábyrgð gagnvart honum. Niðurstaða um það hvort hlutur telst gallaður samkvæmt lögunum ræðst af IV. kafla þeirra. Til dæmis skal söluhlutur fullnægja kröfum sem leiða af samningi aðila varðandi tegund, magn, gæði, aðra eiginleika og innpökkun. Þá skal söluhlutur uppfylla aðrar kröfur sem jafnan má gera til sambærilegra hluta, sem og kröfur um eiginleika sem seljandi hefur fullyrt að hlutur hafi. Hafa ber í huga að galli verður alla jafna að vera til kominn áður en söluhlutur er afhentur kaupanda þó hann komi ekki fram fyrr en síðar.



Teljist söluhlutur gallaður, og kaupandi ber ekki sök á því, geta úrræði hans falist í kröfu um úrbætur, nýja afhendingu, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs. Svo kaupandi haldi rétti sínum ber honum að tilkynna seljanda um gallann, án ástæðulaus dráttar frá því að hann varð gallans var, og í hverju gallinn er fólginn. Ef kvörtun berst ekki innan tveggja ára frá því að tekið er við söluhlut getur kaupandi ekki borið gallann fyrir sig nema seljandi hafi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma. Í raun leiðir þetta alla jafnan til þess að ábyrgð seljanda er fyrir hendi í tvö ár frá því að kaupandi tekur við söluhlut.

Almennt ber því seljandi hlutar ábyrgð á því að hluturinn uppfylli þær kröfur sem gera má til hans í tvö ár frá því að kaupandi tekur við hlutnum. Úrræði kaupanda geta verið krafa um úrbætur, nýjan hlut, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs.

Lög um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991

Samkvæmt lögum um skaðsemisábyrgð eru greiddar bætur fyrir líkamstjón og missi framfæranda sem stafa af ágalla af vöru. Samkvæmt lögunum eru einnig greiddar bætur fyrir tjón á hlutum ef þeir eru venjulega ætlaðir til einkanota og aðallega notaðir sem slíkir. Tjón á hinni gölluðu vöru er bætt samkvæmt þeim reglum sem vísað er til að ofan.

Vara telst haldin ágalla ef hún er ekki eins örugg og réttilega má búast við miðað við aðstæður, sérstaklega miðað við hvernig hún er boðin og kynnt, hvernig hún skal notast og hvenær henni var dreift. Rétt er að hafa í huga að þó önnur vara komi síðar á markað sem er betri, þá telst eldri vara ekki sjálfkrafa haldinn ágalla.

Hafi neytandi hlotið tjón af vöru sem haldin var ágalla getur hann krafist bóta fyrir tjón sitt. Bætur eru jafnan í formi peningagreiðslu. Að auki gæti tjónþoli leitað bóta samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Eftir að tjónþoli hefur fengið vitneskju um tjón sitt, ágalla vörunnar og nafn og dvalarstað framleiðanda verður hann að krefjast bóta innan þriggja ára, annars fyrnast réttindi hans. Krafa um bætur fyrnist þó alltaf á tíu árum frá því að framleiðandi dreifði viðkomandi vöru.

Almennt bera framleiðendur og dreifingaraðilar ábyrgð á því að vara þeirra sé ekki haldin ágalla sem leiðir til tjóns. Kröfunni verður þó alltaf að halda fram innan tíu ára frá dreifingu.

Húsganga og fjarsala

Loks er rétt að vekja athygli á lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga en samkvæmt þeim lögum getur neytendum verið heimilt að falla frá samningum innan fjórtán daga frá því að hann fékk vöru afhenta og fá endurgreitt. Þessi heimild er ekki háð því að vara sé gölluð eða að neinu öðru sé ábótavant. Þetta á við þá samninga sem nást þegar seljandi gengur í hús og einnig samninga sem komast á fyrir milligöngu fjarskipta án þess að seljandi og kaupandi hittist.

Mynd: HB

Höfundur

héraðsdómslögmaður (hdl.)

Útgáfudagur

22.10.2002

Spyrjandi

Þór Matthíasson

Tilvísun

Jón Elvar Guðmundsson. „Hvaða lög gilda um ábyrgð seljanda á vörum til neytanda?“ Vísindavefurinn, 22. október 2002, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2808.

Jón Elvar Guðmundsson. (2002, 22. október). Hvaða lög gilda um ábyrgð seljanda á vörum til neytanda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2808

Jón Elvar Guðmundsson. „Hvaða lög gilda um ábyrgð seljanda á vörum til neytanda?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2002. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2808>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lög gilda um ábyrgð seljanda á vörum til neytanda?
Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við ábyrgð seljanda gagnvart neytanda þegar vara er gölluð. Almenna reglan er sú að seljanda ber að efna samning sinn við neytanda réttilega. Í því felst að seljanda ber að afhenda vöru í umsömdu ástandi, magni og/eða gæðum á réttum tíma.

Tvenn lög eru í gildi um ábyrgð seljanda á vörum til neytenda, lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 (kaupalög), og lög um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991. Kaupalögin gilda almennt um kaup, en lög um skaðsemisábyrgð gilda um skaðabótaábyrgð framleiðanda og dreifingaraðila á tjóni sem hlýst af ágalla af vöru sem þeir hafa framleitt eða dreift.

Lög um lausafjárkaup nr. 50/2000

Kaupi neytandi gallaðan hlut samkvæmt kaupalögum getur seljandi borið ákveðna ábyrgð gagnvart honum. Niðurstaða um það hvort hlutur telst gallaður samkvæmt lögunum ræðst af IV. kafla þeirra. Til dæmis skal söluhlutur fullnægja kröfum sem leiða af samningi aðila varðandi tegund, magn, gæði, aðra eiginleika og innpökkun. Þá skal söluhlutur uppfylla aðrar kröfur sem jafnan má gera til sambærilegra hluta, sem og kröfur um eiginleika sem seljandi hefur fullyrt að hlutur hafi. Hafa ber í huga að galli verður alla jafna að vera til kominn áður en söluhlutur er afhentur kaupanda þó hann komi ekki fram fyrr en síðar.



Teljist söluhlutur gallaður, og kaupandi ber ekki sök á því, geta úrræði hans falist í kröfu um úrbætur, nýja afhendingu, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs. Svo kaupandi haldi rétti sínum ber honum að tilkynna seljanda um gallann, án ástæðulaus dráttar frá því að hann varð gallans var, og í hverju gallinn er fólginn. Ef kvörtun berst ekki innan tveggja ára frá því að tekið er við söluhlut getur kaupandi ekki borið gallann fyrir sig nema seljandi hafi tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma. Í raun leiðir þetta alla jafnan til þess að ábyrgð seljanda er fyrir hendi í tvö ár frá því að kaupandi tekur við söluhlut.

Almennt ber því seljandi hlutar ábyrgð á því að hluturinn uppfylli þær kröfur sem gera má til hans í tvö ár frá því að kaupandi tekur við hlutnum. Úrræði kaupanda geta verið krafa um úrbætur, nýjan hlut, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs.

Lög um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991

Samkvæmt lögum um skaðsemisábyrgð eru greiddar bætur fyrir líkamstjón og missi framfæranda sem stafa af ágalla af vöru. Samkvæmt lögunum eru einnig greiddar bætur fyrir tjón á hlutum ef þeir eru venjulega ætlaðir til einkanota og aðallega notaðir sem slíkir. Tjón á hinni gölluðu vöru er bætt samkvæmt þeim reglum sem vísað er til að ofan.

Vara telst haldin ágalla ef hún er ekki eins örugg og réttilega má búast við miðað við aðstæður, sérstaklega miðað við hvernig hún er boðin og kynnt, hvernig hún skal notast og hvenær henni var dreift. Rétt er að hafa í huga að þó önnur vara komi síðar á markað sem er betri, þá telst eldri vara ekki sjálfkrafa haldinn ágalla.

Hafi neytandi hlotið tjón af vöru sem haldin var ágalla getur hann krafist bóta fyrir tjón sitt. Bætur eru jafnan í formi peningagreiðslu. Að auki gæti tjónþoli leitað bóta samkvæmt almennum reglum skaðabótaréttar. Eftir að tjónþoli hefur fengið vitneskju um tjón sitt, ágalla vörunnar og nafn og dvalarstað framleiðanda verður hann að krefjast bóta innan þriggja ára, annars fyrnast réttindi hans. Krafa um bætur fyrnist þó alltaf á tíu árum frá því að framleiðandi dreifði viðkomandi vöru.

Almennt bera framleiðendur og dreifingaraðilar ábyrgð á því að vara þeirra sé ekki haldin ágalla sem leiðir til tjóns. Kröfunni verður þó alltaf að halda fram innan tíu ára frá dreifingu.

Húsganga og fjarsala

Loks er rétt að vekja athygli á lögum nr. 46/2000 um húsgöngu- og fjarsölusamninga en samkvæmt þeim lögum getur neytendum verið heimilt að falla frá samningum innan fjórtán daga frá því að hann fékk vöru afhenta og fá endurgreitt. Þessi heimild er ekki háð því að vara sé gölluð eða að neinu öðru sé ábótavant. Þetta á við þá samninga sem nást þegar seljandi gengur í hús og einnig samninga sem komast á fyrir milligöngu fjarskipta án þess að seljandi og kaupandi hittist.

Mynd: HB...