Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4407 svör fundust
Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?
Æxlunartímabil íslenskra nagdýra ræðst aðallega af tíðarfari og því hvar á landinu nagdýrin lifa. Sænski vistfræðingurinn Bengtson rannsakaði ýmsa þætti í vistfræði hagamúsarinnar (Apodemus sylvaticus) á Íslandi á árunum 1973-1977. Í rannsókn sinni bar hann saman tvo stofna sem lifðu við mjög ólík umhverfisskil...
Hvað eru byrkningar?
Til byrkninga (Pteridophyta) teljast plöntur eins og burknar, jafnar og elftingar, ásamt tungljurtum og álftalaukum. Hér á landi vaxa um 40 tegundir af byrkningum þar af um 23 tegundir burkna. Áberandi tegundir í íslenskri flóru eru meðal annars klóelfting (Equisetum arvense) sem vex víða og í margs konar gróðu...
Hvað þýðir passía?
Íslenska orðið passía er myndað af latneska orðinu passio sem þýðir þjáning (sbr. passion á ensku, dönsku og þýsku). Passio Christi, þjáning Krists, er heiti þeirra hluta guðspjallanna er greina frá þjáningu Krists. Í textum frá 16. öld kemur orðið passía fyrir sem heiti á þjáningar- eða píslarsögu Jesú Krists. Þá...
Hvernig fiskur er Amúr-drottning?
Amúr-drottningin, sem oftar er nefnd Kaluga-styrjan (Huso dauricus) eða stóra síberíska styrjan (e. great Siberian sturgeon), er stærsti núlifandi ferskvatnsfiskur í heimi. Hún getur orðið allt að 6 metrar á lengd og vegið yfir 1000 kg. Slíkar stærðarskepnur eru þó orðnar mjög sjaldgæfar nú á dögum vegna ofveiði, ...
Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?
Spyrjandi biður einnig um myndir af litlum tígrisdýrum.Þrír tígrishvolpar Tígrisynjur (Panthera tigris) gjóta venjulega tveimur eða þremur hvolpum í hverju goti. Þó þekkist að allt að sex hvolpar hafi komið í goti. Afar sjaldgæft er að allir hvolparnir komist á legg, það er frekar regla en undantekning að að minn...
Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!
Þetta er góð og þörf spurning og svar við henni getur vonandi eytt einhverjum misskilningi. Vísindavefurinn er hugsaður þannig að hann sé fyrir alla, það er að segja unga og gamla, konur og karla, fróða og ófróða. Þetta þýðir hins vegar ekki að allt efnið á vefnum henti öllum jafnt, heldur þarf hver og einn að...
Vaxa vatnsmelónur á trjám eða í jörðinni?
Vatnsmelóna er ávöxtur vatnsmelónuplöntunnar (Citrullus lanatus) en hún er af graskeraætt (Cucurbitaceae) eins og agúrkur, eggaldin og grasker. Vatnsmelónuplantan vex jarðlægt, og hefur vafningslegar greinar sem geta orðið allt að 10 metra langar. Vatnsmelónuplanta með stórar og þroskaðar melónur. Vatnsmelón...
Hvaða plöntur éta menn?
Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu. Ef spyrjandi á við hvaða plöntur menn leggi sér til munns yrði svarið mjög löng upptalning þar sem við menn borðum jú fjölmargar tegundir úr jurtaríkinu. Ef aftur á móti er átt við hvaða plöntur nærast á mönnum horfir málið öðruvísi við. Ekkert bendir til þess að til s...
Af hverju hlaupum við ekki jafn hratt og strútar?
Þetta er ein af þeim spurningum sem vekur strax aðrar á móti: Af hverju ekki? eða Af hverju ættum við að hlaupa jafnhratt og strútar? Engu að síður er vissulega vert að hugleiða þetta. Hugsum okkur tvær dýrategundir A og B þar sem A er rándýr og lifir á B sem er jurtaæta, og veiðaðferð A er fólgin í því að elt...
Hvað syndir hvítháfur hratt?
Ekki er alveg ljóst hversu hratt hvítháfurinn (Carcharodon carcharias) getur synt þar sem það hefur lítið verið mælt. Á vef ReefQuest Centre for Shark Research kemur þó fram að margir hákarlafræðingar telji hvítháfinn geta náð að minnsta kosti hraðanum 40 km/klst. Þar kemur einnig fram að sumir telji hann getað ná...
Hvað er þetta rauða sem er á Rauðavatni í Reykjavík?
Í sumar (2008) hefur yfirborð Rauðavatns verið óvenju áberandi rauðleitt á litinn og vakið forvitni margra. Rauði liturinn stafar af vatnaplöntunni síkjamara (Myriophyllum alterniflorum) sem vex upp af botni í miklum og þéttum breiðum og þekur vatnið að miklu leyti. Plantan blómstrar á yfirborði rauðleitum smáblóm...
Hvað er að hafa eitthvað á takteinum?
Takteinn var glóandi járnteinn sem borinn var við járnburð þegar menn þurftu að reyna að sanna sakleysi sitt. Ef maður bar slíkan glóandi tein án þess að brenna taldist hann saklaus. Um taktein í þessari merkingu eru til heimildir frá 17. öld í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683, í orðabókarhandriti frá 18. öl...
Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg?
Fáar dýrategundir eru jafn frjósamar og atlantshafsþorskurinn (Gadus morhua). Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi hrogna í eggjasekk þorskhrygnu er á bilinu 4-7 milljónir. Eggjasekkurinn gengur einnig undir nöfnunum hrognasekkur, hrognabuxur og hrognabrækur. Eftir hrygningu yfirgefur hrygnan eggin. Þau fljóta síðan rét...
Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi?
Jaðrakan (Limosa limosa) er stór og háfættur votlendisfugl af snípuætt sem verpir meðal annars á Íslandi og víða í Mið-Evrópu og í Rússlandi allt austur að ströndum Kyrrahafs. Þeir jaðrakanar sem verpa hér á landi eru flokkaðir í deilitegundina islandica eins og þeir sem verpa í Færeyjum. Talið er að heimsstofninn...
Var hægt að tákna tölustafi með rúnaletri?
Rúnir hafa verið notaðar allt frá landnámi Íslands. Þegar fyrstu landnemarnir settust að hérna var nýlega búið að taka í notkun yngra rúnaletrið með 16 stöfum í staðinn fyrir 24 stafa rúnaletur. Íslensku rúnirnar fylgdu þeim norsku fast eftir allt til loka þjóðveldisins með nokkrum undantekningum þó. Eftir lok...