Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg?

Jón Már Halldórsson

Fáar dýrategundir eru jafn frjósamar og atlantshafsþorskurinn (Gadus morhua). Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi hrogna í eggjasekk þorskhrygnu er á bilinu 4-7 milljónir. Eggjasekkurinn gengur einnig undir nöfnunum hrognasekkur, hrognabuxur og hrognabrækur. Eftir hrygningu yfirgefur hrygnan eggin. Þau fljóta síðan rétt yfir sjávarbotninum og dreifast víða um hann. Aðeins lítill hluti eggjanna verður að fullvöxnum fiskum, flest enda þau sem æti ótal tegunda sjávardýra, sum sleppa við afránið en frjóvgast aldrei.

Í einum hrognabuxum eru yfirleitt á bilinu 4-7 milljónir eggja.

Hér á landi hrygnir þorskurinn snemma á vorin. Hitastig sjávar leikur lykilhlutverk í hrygningu, þroska og afkomu eggja og þorsklirfanna. Skyndileg kólnun sjávar, eða jafnvel hlýnun getur drepið eggin eða lirfurnar.

Þessi mikli fjöldi eggja er ein leið sem tegundir hafa þróað með sér til þess að auka líkur á að koma ungviði sínu á legg. Margar fisktegundir hafa sama háttinn á, til að mynda aðrir þorskfiskar (Gadusasae). Einnig er þetta útbreitt meðal hryggleysingja svo sem skordýra. Önnur leið er að eiga fá ungviði í einu og leggja meira í þroska þeirra áður en þau takast á við heiminn á eigin spýtur fjarri móðurinni.

Segja má að fyrri aðferðin sé lítil fjárfesting í mörgum einstaklingum en sú síðari mikil fjárfesting í fáum.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.3.2012

Spyrjandi

Margrét Kristín Leifsdóttir, f. 2002

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=61852.

Jón Már Halldórsson. (2012, 7. mars). Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=61852

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=61852>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg þorskhrogn í hverjum hrognabuxum og af hverju þurfa þau að vera svona mörg?
Fáar dýrategundir eru jafn frjósamar og atlantshafsþorskurinn (Gadus morhua). Rannsóknir hafa sýnt að fjöldi hrogna í eggjasekk þorskhrygnu er á bilinu 4-7 milljónir. Eggjasekkurinn gengur einnig undir nöfnunum hrognasekkur, hrognabuxur og hrognabrækur. Eftir hrygningu yfirgefur hrygnan eggin. Þau fljóta síðan rétt yfir sjávarbotninum og dreifast víða um hann. Aðeins lítill hluti eggjanna verður að fullvöxnum fiskum, flest enda þau sem æti ótal tegunda sjávardýra, sum sleppa við afránið en frjóvgast aldrei.

Í einum hrognabuxum eru yfirleitt á bilinu 4-7 milljónir eggja.

Hér á landi hrygnir þorskurinn snemma á vorin. Hitastig sjávar leikur lykilhlutverk í hrygningu, þroska og afkomu eggja og þorsklirfanna. Skyndileg kólnun sjávar, eða jafnvel hlýnun getur drepið eggin eða lirfurnar.

Þessi mikli fjöldi eggja er ein leið sem tegundir hafa þróað með sér til þess að auka líkur á að koma ungviði sínu á legg. Margar fisktegundir hafa sama háttinn á, til að mynda aðrir þorskfiskar (Gadusasae). Einnig er þetta útbreitt meðal hryggleysingja svo sem skordýra. Önnur leið er að eiga fá ungviði í einu og leggja meira í þroska þeirra áður en þau takast á við heiminn á eigin spýtur fjarri móðurinni.

Segja má að fyrri aðferðin sé lítil fjárfesting í mörgum einstaklingum en sú síðari mikil fjárfesting í fáum.

Mynd:

...