Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta er góð og þörf spurning og svar við henni getur vonandi eytt einhverjum misskilningi.

Vísindavefurinn er hugsaður þannig að hann sé fyrir alla, það er að segja unga og gamla, konur og karla, fróða og ófróða. Þetta þýðir hins vegar ekki að allt efnið á vefnum henti öllum jafnt, heldur þarf hver og einn að finna sér efni við hæfi í þeim um það bil 4500 svörum sem eru hér þegar þetta er skrifað í ágúst 2004.

Við viljum til dæmis benda unglingum sérstaklega á efnisflokkinn „Unga fólkið svarar“ en þar eru svör eftir þátttakendur í námskeiðum sem Vísindavefurinn hefur haldið fyrir bráðger börn. Einnig bendum við þeim sem óska eftir stuttum og einföldum svörum á að nota tengilinn „Laggott“ á forsíðu vefsins.

Eins og eðlilegt má teljast, er efnið í þessum tveimur flokkum ekki endilega alveg eins rækilegt eða nákvæmt og við reynum yfirleitt að hafa í öðrum flokkum. Þannig má segja að þeir sem leggja áherslu á nákvæmar og traustar upplýsingar ættu síður að nota þessa flokka.

Engin almenn, einföld regla er til um það hvað telst vera „á mannamáli“ og hvað ekki. Það sem einum finnst einfalt og auðskilið finnst öðrum mesta torf. Þetta fer meðal annars eftir því hversu kunnuglegt efnið er þeim sem les. Við hér á Vísindavefnum viljum þó ekki nota þetta sem afsökun heldur er það markmið okkar að allt efni hjá okkur sé eins læsilegt og kostur er miðað við það sem um er fjallað hverju sinni. Ef misbrestur verður á þessu hjá okkur biðjum við lesendur að benda okkur á það og þá munum við reyna að gera betur.

En aðalatriðið er sem sagt að allir finni hér eitthvað sér við hæfi og geti orðið fróðari af því að kynna sér eitthvert efni sem hér er að finna!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.8.2004

Spyrjandi

Rut Valgeirsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!.“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4455.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2004, 11. ágúst). Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4455

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!.“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4455>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Væruð þið til í að svara spurningunum hér á mannamáli? Á þessi vefur ekki að vera fyrir unglinga? Ég skil ekki nærri því öll svörin!
Þetta er góð og þörf spurning og svar við henni getur vonandi eytt einhverjum misskilningi.

Vísindavefurinn er hugsaður þannig að hann sé fyrir alla, það er að segja unga og gamla, konur og karla, fróða og ófróða. Þetta þýðir hins vegar ekki að allt efnið á vefnum henti öllum jafnt, heldur þarf hver og einn að finna sér efni við hæfi í þeim um það bil 4500 svörum sem eru hér þegar þetta er skrifað í ágúst 2004.

Við viljum til dæmis benda unglingum sérstaklega á efnisflokkinn „Unga fólkið svarar“ en þar eru svör eftir þátttakendur í námskeiðum sem Vísindavefurinn hefur haldið fyrir bráðger börn. Einnig bendum við þeim sem óska eftir stuttum og einföldum svörum á að nota tengilinn „Laggott“ á forsíðu vefsins.

Eins og eðlilegt má teljast, er efnið í þessum tveimur flokkum ekki endilega alveg eins rækilegt eða nákvæmt og við reynum yfirleitt að hafa í öðrum flokkum. Þannig má segja að þeir sem leggja áherslu á nákvæmar og traustar upplýsingar ættu síður að nota þessa flokka.

Engin almenn, einföld regla er til um það hvað telst vera „á mannamáli“ og hvað ekki. Það sem einum finnst einfalt og auðskilið finnst öðrum mesta torf. Þetta fer meðal annars eftir því hversu kunnuglegt efnið er þeim sem les. Við hér á Vísindavefnum viljum þó ekki nota þetta sem afsökun heldur er það markmið okkar að allt efni hjá okkur sé eins læsilegt og kostur er miðað við það sem um er fjallað hverju sinni. Ef misbrestur verður á þessu hjá okkur biðjum við lesendur að benda okkur á það og þá munum við reyna að gera betur.

En aðalatriðið er sem sagt að allir finni hér eitthvað sér við hæfi og geti orðið fróðari af því að kynna sér eitthvert efni sem hér er að finna!

...