Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Amúr-drottningin, sem oftar er nefnd Kaluga-styrjan (Huso dauricus) eða stóra síberíska styrjan (e. great Siberian sturgeon), er stærsti núlifandi ferskvatnsfiskur í heimi. Hún getur orðið allt að 6 metrar á lengd og vegið yfir 1000 kg. Slíkar stærðarskepnur eru þó orðnar mjög sjaldgæfar nú á dögum vegna ofveiði, enda er kavíar þessarar tegundar og annarra styrjutegunda sem veiðast í rússneskum vötnum og ám með verðmætustu afurðum sem hægt er að fá úr fiskum. Nú ná stærstu hrygnurnar vart yfir 500 kg og stærsti hluti kynþroska fiska er á stærðarbilinu 150 - 400 kg. Kaluga-styrjan er einlend (landlæg, e. endemic) tegund í hinu mikla Amúr-fljóti í Austur-Rússlandi, en í því og á vatnasviði þess eru 18 einlendar og alls 104 tegundir ferskvatnsfiska.
Kaluga-styrja liggur í valnum
Fiskur þessi verður mjög seint kynþroska eða við 18-24 ára aldur, en hann getur orðið gríðarlega langlífur; náð allt að 80 ára aldri. Mikill vandi blasir við vistkerfi Amúr-fljótsins; ofveiði og mikil mengun frá landbúnaði og iðnaði hefur dregið úr fiskveiðum þar og valdið náttúruverndarsinnum áhyggjum. Amúr fljótið er stærsta óvirkjaða fljót jarðar en hversu lengi það stenst er ekki vitað því lengi hefur staðið til að virkja það. Afleiðingarnar eru ófyrirséðar en eflaust slæmar fyrir vistkerfi fljótsins.
Heimildir:
Krykhtin, M.L., og Svirskii, V.G., 1997. "Sturgeon catch and the current status of sturgeon stocks in the Amur River". Sturgeon Stocks and Caviar Trade Workshop. Ritstjórar Birstein, V.J., Bauer, A., og Kaiser-Pohlmann, A. IUCN: Gland, Swiss and Cambridge, UK. 29-34.
Winchester, S., 2000. National Geographic, febrúar, 7-14.
Jón Már Halldórsson. „Hvernig fiskur er Amúr-drottning?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2003, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3516.
Jón Már Halldórsson. (2003, 20. júní). Hvernig fiskur er Amúr-drottning? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3516
Jón Már Halldórsson. „Hvernig fiskur er Amúr-drottning?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2003. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3516>.