Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2485 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að búa til gervistjörnu á himninum með leysigeisla?

Já, það er vel hægt og reyndar gera stjörnufræðingar það til þess að stilla mælitæki sín og ná betri myndum af geimnum. Ókyrrð í lofthjúpi jarðar er einn versti óvinur stjörnufræðinga. Hún veldur því að fyrirbæri í geimnum virðast leika á reiðiskjálfi sé horft á þau í gegnum stjörnusjónauka. Þokukenndar og óský...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Lára Jóhannsdóttir rannsakað?

Fyrirtæki skipta lykilmáli við að skapa þann auð sem velferð samfélagsins byggir á. Samhliða verðmætasköpuninni hafa fyrirtækin jákvæð og neikvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Þau framleiða vörur og veita þjónustu, greiða skatta, skapa störf, gefa til góðgerðarmála og svo framvegis. Dæmi um neikvæð áhrif eru umhve...

category-iconLögfræði

Hvað er bankaleynd og hversu víðtæk er hún?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Bankaleynd hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga. Yfir hvaða svið bankaviðskipta nær leyndin? Hvað má upplýsa og hvað ekki? Í 7. kafla laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 er kveðið á um trúnaðarskyldur starfsfólks þeirra. Þar er lögð almenn skylda á allt starfsfólk f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum?

Húsdrekar (Chelifer cancroides) eru áttfætlur (Arachnida) og tilheyra ættbálki dreka (Pseudoscorpiones). Í útliti minna þeir um margt á sporðdreka en á þá vantar halann eða sporðinn sem er svo áberandi hjá sporðdrekum. Auk þess eru drekar miklu minni en sporðdrekar, en húsdrekar eru aðeins 2,5-4,5 mm á lengd. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eru veirur nýttar til að flytja erfðaefni inn í frumur?

Algengt er að nota víxlveirur (e. retrovirus) af flokki lentiveira til þess að ferja gen í frumur. Það þarf þó að vanda vel til verka til að veiran virki einungis sem genaferja en geti ekki fjölgað sér og sýkt frumur sem henni er ekki ætlað að sýkja. Þetta er gert á þann veg að frumur í rækt eru notaðar sem pökkun...

category-iconHagfræði

Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig framkvæmir danski seðlabankinn það frá degi til dags að halda krónunni (DKK) fasttengdri við evruna? Þótt Danir séu í Evrópusambandinu hafa þeir ekki tekið upp evruna að öllu leyti. Þeir hafa í þess stað fest gengi dönsku krónunnar við gengi evrunnar. Nánar til...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er mismunur á launum kynjanna?

Kannanir á kynbundnum launamun hérlendis á undanförnum árum sýna mismunandi niðurstöður þótt í þeim öllum komi fram að konur hafi að jafnaði lægri laun en karlar. Í könnunum af þessu tagi er annars vegar talað um óleiðréttan launamun (e. unadjusted wage gap) og hins vegar leiðréttan launamun (e. adjusted wage gap)...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er ekki til formúla fyrir lausnum fimmta stigs jöfnu?

Áður en við svörum spurningunni skulum við gera grein fyrir helstu hugtökunum sem koma fyrir í henni, svo það sé öruggt að við séum öll að tala um sömu hlutina. Að leysa jöfnur af því tagi sem spurt er um þýðir að finna núllstöðvar margliðu, en það eru föll af gerðinni \[P(x)=a_{n}x^{n}+a_{n-1}x^{n-1}+...+a_{1}x+...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta kakkalakkar flogið?

Alls eru þekktar rúmlega 3500 tegundir kakkalakka í heiminum. Kakkalakkar eru meðal frumstæðustu dýra og fundist hafa allt að 350 milljón ára gamlir steingerðir kakkalakkar. Karldýrin eru fleyg og hafa venjulega tvö pör af vængjum en kvendýrin eru oftast vænglaus eða hafa einhvers konar leifar af vængjum og er...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvert er flatarmál jarðarinnar?

Flatarmál jarðarinnar er um það bil 511.186.000 ferkílómetrar. Á síðunni The Nine Planets er hægt að sjá að þvermál jarðarinnar er 12.756 kílómetrar. Til að finna flatarmálið þarf að finna þvermálið í öðru veldi og margfalda það með tölunni p (pí) sem er hér um bil 3,14. Samkvæmt þessu er flatarmál jarðarinnar...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?

Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman um það bil 1450-1550. Stök eldri dæmi eru þó til sem sýna samfall sérhljóðanna. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða refir gamlir?

Þegar aldurinn fer að færast yfir villt dýr taka tennur að slitna og gulna og á það við um íslenska melrakkann sem önnur dýr. Þegar refir nálgast að fylla tug ára hefur tönnum fækkað og sérstaklega er algengt að framtennur vanti. Vígtennur eru orðnar slitnar og algengt er að krónan sé horfin við 10 ára aldur. Illa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fjölga fuglar sér?

Æxlun hjá fuglum á sér stað inni í kvenfuglinum líkt og hjá öðrum hryggdýrum. Líffræðingar nefna þetta innvortis æxlun. Æxlunarfæri fugla eru þannig uppbyggð að karlfuglar hafa eitt eistnapar sem liggur inni í kviðarholinu en ekki fyrir utan í pung, eins og hjá spendýrum. Sáðrásir liggja frá eistunum og sameinast ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er ekki fjallað um hænur í íslenskum fuglabókum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ég hef verið að skoða nokkrar bækur um íslenska fugla. Engin þeirra minnist á hænsni eða hænur. Hvers vegna er ekki fjallað um hænur í fuglabókum?Skýringin á þessu er sú að íslenskar fuglabækur taka einungis til villtra fugla en ekki til þeirra tegunda sem maðurinn hefur flu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er varptími spóans?

Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvenær er varptími spóa? Er hann friðaður? Spói er algengur fugl í margvíslegu búsvæði hérlendis svo sem í mýrlendi, en einnig í grónum móum og holtum allt upp í 200 metra hæð. Þó svo að stofnstærðin hafi verið metin rúmlega 200 þúsund varppör þá er hann alfriðaður hér á landi. ...

Fleiri niðurstöður