Hvernig framkvæmir danski seðlabankinn það frá degi til dags að halda krónunni (DKK) fasttengdri við evruna?Þótt Danir séu í Evrópusambandinu hafa þeir ekki tekið upp evruna að öllu leyti. Þeir hafa í þess stað fest gengi dönsku krónunnar við gengi evrunnar. Nánar tiltekið stefna þeir að því að halda genginu þannig að hver evra kosti 7,46038 danskar krónur. Þeir leyfa sér ákveðin vikmörk, þannig að gengið má sveiflast um allt að 2,25% í aðra hvora áttina frá þessu gengi. Sveiflurnar hafa þó sögulega verið mun minni en það. Frá ársbyrjun 2004 hefur danska krónan mest verið 0,42% yfir þessu gengi þegar hún var sterkust og minnst 0,17% undir þessu gengi þegar hún var veikust. Danski seðlabankinn tekur þátt í svokölluðu ERM 2 (e. Exchange Rate Mechanism) samstarfi innan Evrópusambandsins en það er kerfi til að halda gjaldmiðlum ríkja sem eru í ESB en ekki með evru tiltölulega stöðugum gagnvart evru. Auk Dana taka nú Króatar og Búlgarir þátt í samstarfinu, auk evrópska seðlabankans (ECB). Evrópski seðlabankinn styður því danska seðlabankann í viðleitni hans til að halda genginu stöðugu.
Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar?
Útgáfudagur
13.10.2022
Spyrjandi
Heimir
Tilvísun
Gylfi Magnússon. „Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar?“ Vísindavefurinn, 13. október 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84184.
Gylfi Magnússon. (2022, 13. október). Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84184
Gylfi Magnússon. „Hvernig fer danski seðlabankinn að því að láta dönsku krónuna fylgja gengi evrunnar?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84184>.