Hvenær er varptími spóa? Er hann friðaður?Spói er algengur fugl í margvíslegu búsvæði hérlendis svo sem í mýrlendi, en einnig í grónum móum og holtum allt upp í 200 metra hæð. Þó svo að stofnstærðin hafi verið metin rúmlega 200 þúsund varppör þá er hann alfriðaður hér á landi. Á meðfylgjandi mynd, sem byggð er á rannsóknum Tómasar G. Gunnarssonar fuglafræðings, má sjá tíðnidreifingu fyrir upphaf álegu hjá spóanum á sunnanverðu landinu. Eins og myndin sýnir hófu langflestir spóarnir sem fylgst var með í rannsókninni varp á tímabilinu frá 26. maí til 9. júní. Úrtakið er þó svo lítið að ekki má taka það alltof bókstaflega.
Hvenær er varptími spóans?
Útgáfudagur
10.6.2005
Spyrjandi
Kolbrún H., 1989
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Hvenær er varptími spóans?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5050.
Jón Már Halldórsson. (2005, 10. júní). Hvenær er varptími spóans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5050
Jón Már Halldórsson. „Hvenær er varptími spóans?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5050>.