Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1090 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Við hvaða hitastig frýs Mývatn?

Öll stöðuvötn með ósöltu vatni frjósa í aðalatriðum við sama hita, 0°C (núll stig eða gráður á Selsíus), sem við köllum líka frostmark vatns. Hins vegar er fróðlegt að hugsa út í það sem gerist þegar stöðuvötn frjósa. Þeir sem þekkja Mývatn ekki sérstaklega geta þá hugsað til dæmis um Tjörnina í Reykjavík. Þeg...

category-iconLæknisfræði

Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?

Hnútarós eða rósahnútar eru gömul heiti á meininu erythema nodosum. Níels Dungal, prófessor í meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem var gefin út árið 1943. Þar segir meðal annars:Hnútarós er út af fyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er of...

category-iconHugvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Amasónurnar?

Í grískri goðafræði voru Amasónur þjóðflokkur kvenna. Þær voru mjög færar í bardaga og börðust aðallega með sverðum, bogum og spjótum. Gríski sagnaritarinn Heródótos frá Halikarnassos (490 f.Kr. - 425 f.Kr.) sem skrifaði meðal annars um Persastríðin staðsetti landsvæði þeirra við landamæri Skýþíu í Sarmatíu þar se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er Ísland nær norðurpólnum eða meginlandi Evrópu?

Í stuttu máli þá er töluvert lengra til norðurpólsins frá Íslandi heldur en til Evrópu. Það eru fleiri en ein leið til þess að finna fjarlægðina á milli tveggja staða. Á Netinu eru til dæmis síður þar sem hægt er að setja inn lengdar- og breiddargráður þeirra staða sem finna á fjarlægðina á milli og fá vegalen...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu einkenni skriðdýra?

Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda m...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Getur það skaðað mann að fara í gegnum röntgenvélar sem eru á flugvöllum?

Undanfarin ár hefur notkun röntgengeislunar við öryggiseftirlit á flugvöllum aukist mjög mikið, sérstaklega í Bandaríkjunum. Árið 2007 var byrjað að nota röntgengeisla til öryggisskimunar á fólki á leið í flug. Myndirnar sem þarna eru teknar eru þó allt annarrar gerðar en röntgenmyndir sem flestir þekkja. Tæknin ...

category-iconLandafræði

Af hverju er appelsínugulur þjóðarlitur Hollendinga?

Ef spurt er um þjóð og vísbendingin sú að litir í þjóðfánanum séu rauður, hvítur og blár kemur ýmislegt til greina, en ekki víst að Holland lendi efst á blaði. Ef vísbendingin er hins vegar sú að þjóðin noti appelsínugulan lit við hin ýmsu tækifæri þá er trúlegt að margir giski á Holland. Á fánadögum sem tengja...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?

Þegar vetrarhörkur ríkja sækja þúsundir fugla til byggða í fæðuleit og fjölmargir landsmenn bera út fæðu fyrir þá. Á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann eru algengustu smáfuglarnir skógarþröstur (Turdus iliacus), stari (Sturnus vulgaris), hrafn (Corvus corax), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) og auðnutittli...

category-iconHugvísindi

Hvað merkir hugtakið smásaga?

Það er hægt að skilgreina hugtakið smásaga á ýmsa vegu, til dæmis svona: Smásaga er skálduð frásögn, styttri en skáldsaga. Lengd smásagna getur þó verið allt frá einni eða nokkrum síðum upp í um eða yfir hundrað síður. Um mjög stutta texta sem geta staðið sjálfstæðir er þó stundum notað hugtakið örsaga og að sama ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær komu fyrstu takkaskórnir?

Að því er menn best vita var fyrst ritað um fótboltaskó árið 1526 en þá pantaði Hinrik VIII Englandskonungur eitt leðurpar til fótboltaiðkunar. Á 19. öldinni varð fótbolti sífellt vinsælli meðal almennings í Bretlandi. Þrátt fyrir að konungurinn hafi pantað sér fótboltaskó um þremur öldum áður notuðu menn þó ekki ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kemur glæpon í íslenskt mál?

Nafnorðið glæpon er ekki gamalt í málinu. Eftir því sem næst verður komist fór það að skjóta upp kollinum í íslensku rétt fyrir miðja 20. öldina. Þá, eins og nú, merkti það 'glæpamann' eða 'bófa' en það hefur yfir sér óformlegan eða slangurkenndan blæ sem trúlega hefur dregið úr líkum á því að það birtist oft á pr...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Helgadóttir rannsakað?

Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað. Túnrækt er undirstaða íslenskrar matvælaframleiðslu og hefur Áslaug varið drjúgum tíma starfsævi sinnar í að rannsaka ...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ásgeir Brynjar Torfason stundað?

Ásgeir Brynjar Torfason er lektor á sviði fjármála og reikningshalds í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann situr einnig í fjármálaráði sem veitir álit á fjármálastefnu ríkisstjórnar og fjármálaáætlunum sem fjármálaráðherra leggur fram á hverju vori, í samræmi við ný lög um opinber fjármál. Rannsóknir Ásge...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Gísli Kort Kristófersson rannsakað?

Gísli Kort Kristófersson er dósent í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri ásamt því að starfa sem sérfræðingur í geðhjúkrun. Gísli Kort gegnir einnig aðjúnktstöðum við hjúkrunarfræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Minnesota. Hann er virkur í þónokkrum rannsóknarhópum, bæði alþjóðlegum og innlendum. ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Stefanía Óskarsdóttir stundað?

Rannsóknir Stefaníu Óskarsdóttur, dósents í Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, eru á sviði samanburðarstjórnmála með áherslu á íslensk stjórnmál. Síðustu ár hefur Stefanía einkum skoðað þróun þingræðisskipulagsins hérlendis og aðkomu hagsmunasamtaka að opinberri ákvarðanatöku. Hún hefur sýnt fram á að íslensk s...

Fleiri niðurstöður