Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?

Jón Már Halldórsson

Þegar vetrarhörkur ríkja sækja þúsundir fugla til byggða í fæðuleit og fjölmargir landsmenn bera út fæðu fyrir þá. Á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann eru algengustu smáfuglarnir skógarþröstur (Turdus iliacus), stari (Sturnus vulgaris), hrafn (Corvus corax), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) og auðnutittlingur (Carduelis flammea).

Í frosthörkum þurfa fuglar mikla orku til að halda á sér hita og því er feitmeti, svo sem tólg, kjötsag, dýrafita, flot og mör, ein allra besta fæðan sem þeir fá. Það er misjafnt eftir tegundum í hvaða fæðu fuglarnir sækja. Almennt sækir stari í alla matarafganga, meðal annars brauðmeti, kartöflu- og fiskafganga en fita og tólg hentar honum vel. Skógarþrestir og svartþrestir eru mjög sólgnir í epli og perur. Æskilegast er að láta ávextina á stöðugan stað, til dæmis festa þá á trjágrein þar sem fuglarnir geta setið og bitið í eplið eða peruna í frið og ró. Skógarþrestir eru einnig sólgnir í mör og kjötsag, auk brauðmylsnu og berja.

Snjótittlingur.

Auðnutittlingar og snjótittlingar eru fræætur og best er að gefa þeim fræ, svo sem gára- eða finkufræ. Í áraraðir hefur verið hægt að kaupa sérstakt fuglafóður í verslunum hér á landi. Fóðrið er sérstaklega ætlað snjótittlingum og í því er annað hvort kurlaður maís eða ómalað hveitikorn.

Auðnutittlingar eru ekki hrifnir af maísnum en þeir eru sólgnir í hveitið. Í miklum kuldum er oft gott að blanda matarolíu eða smjörlíki við fóðrið til þess að gera það orkumeira. Eftirsóknarverð fæða hjá auðnutittlingum er gára- og/eða finkufræ. Hirsi- og kornstönglar, sem ætlaðir eru búrfuglum, eru einnig vinsælir hjá þeim.

Hrafnar eru mest fyrir kjötmeti en leggja sér engu að síður ýmislegt annað til munns í harðindum. Til að laða hrafna í fæði er best að gefa þeim á opnu svæði. Hrafnar eru stórir fuglar og þurfa mikið rými auk þess að vera afar tortryggnir gagnvart mönnum.

Fjölmargar aðrar fuglategundir sækja í fóður á veturna, meðal annars flækingsfuglar eins og silkitoppur (Bombycilla garrulus), gráþröstur (Turdus pilaris) og garðöngvari (Sylvia borin). Seint á veturna og snemma á vorin eru mávar komnir til landsins og sækja þá í ýmsa matarafganga. Hettumávur (Larus ridibundus) og sílamávar (Larus fuscus) teljast vart til vinsælustu fugla á Íslandi. Meðal annars finnst mörgum bæjarbúum vera ónæði af þeim þar sem þeir eru snemma á ferð á morgnanna og láta hátt. Á þessum árstíma sækja þeir í matarafganga sem bæjarbúar hafa lagt út fyrir aðrar tegundir.

Heimild:

Mynd:
  • Aves.is. © Copyright Jakob Sigurðsson. Sótt 7.1.2010.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.1.2010

Síðast uppfært

17.5.2023

Spyrjandi

Sóley Jóhannesdóttir, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54929.

Jón Már Halldórsson. (2010, 7. janúar). Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54929

Jón Már Halldórsson. „Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54929>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?
Þegar vetrarhörkur ríkja sækja þúsundir fugla til byggða í fæðuleit og fjölmargir landsmenn bera út fæðu fyrir þá. Á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann eru algengustu smáfuglarnir skógarþröstur (Turdus iliacus), stari (Sturnus vulgaris), hrafn (Corvus corax), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) og auðnutittlingur (Carduelis flammea).

Í frosthörkum þurfa fuglar mikla orku til að halda á sér hita og því er feitmeti, svo sem tólg, kjötsag, dýrafita, flot og mör, ein allra besta fæðan sem þeir fá. Það er misjafnt eftir tegundum í hvaða fæðu fuglarnir sækja. Almennt sækir stari í alla matarafganga, meðal annars brauðmeti, kartöflu- og fiskafganga en fita og tólg hentar honum vel. Skógarþrestir og svartþrestir eru mjög sólgnir í epli og perur. Æskilegast er að láta ávextina á stöðugan stað, til dæmis festa þá á trjágrein þar sem fuglarnir geta setið og bitið í eplið eða peruna í frið og ró. Skógarþrestir eru einnig sólgnir í mör og kjötsag, auk brauðmylsnu og berja.

Snjótittlingur.

Auðnutittlingar og snjótittlingar eru fræætur og best er að gefa þeim fræ, svo sem gára- eða finkufræ. Í áraraðir hefur verið hægt að kaupa sérstakt fuglafóður í verslunum hér á landi. Fóðrið er sérstaklega ætlað snjótittlingum og í því er annað hvort kurlaður maís eða ómalað hveitikorn.

Auðnutittlingar eru ekki hrifnir af maísnum en þeir eru sólgnir í hveitið. Í miklum kuldum er oft gott að blanda matarolíu eða smjörlíki við fóðrið til þess að gera það orkumeira. Eftirsóknarverð fæða hjá auðnutittlingum er gára- og/eða finkufræ. Hirsi- og kornstönglar, sem ætlaðir eru búrfuglum, eru einnig vinsælir hjá þeim.

Hrafnar eru mest fyrir kjötmeti en leggja sér engu að síður ýmislegt annað til munns í harðindum. Til að laða hrafna í fæði er best að gefa þeim á opnu svæði. Hrafnar eru stórir fuglar og þurfa mikið rými auk þess að vera afar tortryggnir gagnvart mönnum.

Fjölmargar aðrar fuglategundir sækja í fóður á veturna, meðal annars flækingsfuglar eins og silkitoppur (Bombycilla garrulus), gráþröstur (Turdus pilaris) og garðöngvari (Sylvia borin). Seint á veturna og snemma á vorin eru mávar komnir til landsins og sækja þá í ýmsa matarafganga. Hettumávur (Larus ridibundus) og sílamávar (Larus fuscus) teljast vart til vinsælustu fugla á Íslandi. Meðal annars finnst mörgum bæjarbúum vera ónæði af þeim þar sem þeir eru snemma á ferð á morgnanna og láta hátt. Á þessum árstíma sækja þeir í matarafganga sem bæjarbúar hafa lagt út fyrir aðrar tegundir.

Heimild:

Mynd:
  • Aves.is. © Copyright Jakob Sigurðsson. Sótt 7.1.2010.
...