Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1750 svör fundust
Stinga holugeitungar án ástæðu eða þarf maður að gera þeim eitthvað fyrst?
Holugeitungar (Paravespula vulgaris) stinga þegar þeim finnst sér ógnað. Sá sem verður fyrir stungu holugeitungs þarf ekki endilega að ógna honum á neinn hátt, frá sínum bæjardyrum séð, þótt geitungurinn meti aðstæður á annan hátt. Skilningur á kringumstæðum getur verið mjög misjafn eftir því hver á í hlut, hvort ...
Hvernig halda skjaldbökur sér köldum í heitu veðri?
Lifnaðarhættir skjaldbaka eru æði mismunandi. Nokkrar tegundir hafa að mestu leyti aðlagast lífi í sjó og koma aðeins á land til að verpa en flestar skjaldbökutegundir lifa hins vegar á landi við miðbaug og á heittempruðum svæðum. Að jafnan eru skjaldbökur því hitabeltisdýr, þótt þær verpi vissulega víðar. Útbr...
Hvar búa dvergmörgæsir?
Dvergmörgæsir (Eudyptula minor) lifa á ströndum Nýja-Sjálands og suðurhluta Ástralíu. Í Ástralíu eru þær stundum kallaðar 'fairy penguins' og á Nýja-Sjálandi eru þær kallaðar 'little blue penguins' eða bara 'blue penguins'. Dvergmörgæsir lifa í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Dvergmörgæsir eru minnstar allra mörgæsa ...
Hvert er stærsta og minnsta liðdýr í heimi?
Stærsta núlifandi liðdýr (Arthropoda) jarðar er japanski köngulóarkrabbinn (Macrocheira kaempferi). Karldýrin eru nokkuð stærri en kvendýrin, þau stærstu mælast allt að 380 cm, frá einni kló til annarrar, lengd bakskjaldarins getur orðið allt að 40 cm og þyngdin allt að 19 kg. Japanski köngulóarkrabbinn (Macroc...
Getur það staðist að starinn sé kominn með hreiður í húsinu mínu um miðjan mars?
Öll spurningin hljóðaði svona: Getið þið sagt mér til um hvenær staratímabilið er? Getur verið að starinn sé kominn með hreiður á húsinu mínu núna 15 mars? Starahreiður eru oft á eða í mannabústöðum, í holum undir þakskeggjum, veggjum, hreiðurkössum og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum. Það er...
Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Kannist þið við orðið tíri/týri um timburstafla (stæða af borðum t.d. 1"x 6")? Heyrði þetta fyrst í byggingavinnu um 1962. Hvergi hef ég fundið orðið tíri eða týri í þeirri merkingu sem um var spurt. Ég hef spurt nokkra sem unnu í byggingarvinnu á sjöunda áratug síðustu...
Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Klukkan hvað er sólarupprás og sólsetur 1. júni 2001? (Höskuldur Lárusson)Hver er munurinn á sólargangi í Reykjavík og á Ísafirði, a) þegar sólargangur er lengstur og b) þegar sólargangur er stystur? (Anna Sigurðardóttir)Er einhver rauntímamismunur milli vestasta og austas...
Hver fann fyrstur risaeðlubein?
Steingerð risaeðlubein hafa fylgt manninum frá upphafi. Risaeðlur dóu út fyrir um 65 milljónum ára og talið er að sameiginlegur forfaðir manns og apa hafi komið fram fyrir um 5-6 milljónum ára. Vitað er að á forsögulegum tíma nýttu menn sér steingervinga til skraut- og listmunagerðar. Elsta lýsing á risaeðlubeini ...
Hvað er Angelman-heilkenni og hvernig lýsir það sér?
Angelman-heilkenni er erfðasjúkdómur. Örsök heilkennisins er í 70% tilvika sú að ákveðinn genabút vantar á litning 15 (15q11-q13) frá móður og slökkt er á þessum sama bút á litningi föðurs vegna sjaldgæfs fyrirbæris sem kallast erfðagreyping (e. genomic imprinting). Langoftast er þetta ný stökkbreyting (de novo). ...
Hvað éta höfrungar?
Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn. H...
Hvenær var heiminum fyrst skipt upp í heimsálfur?
Elsta dæmið um skiptingu heimsins í álfur er hjá Hekataiosi frá Míletos á 6. öld f.Kr. en hjá honum voru álfurnar tvær, Evrópa og Asía.1 Á dögum Heródótosar sagnaritara var hins vegar heiminum skipt í þrennt, Evrópu, Asíu og Líbýu.2 Líklega hafði Heródótos nokkur áhrif á að þrískiptingin varð ríkjandi til að lýsa ...
Hversu langt var fyrsta maraþonhlaupið og hversu öruggar heimildir eru um að það hafi raunverulega verið hlaupið á meðal Forngrikkja?
Fleiri en ein saga er til um Maraþonhlaupið og segir frá einni þeirra í riti gríska sagnaritarans Heródótosar sem fjallar um sögu Persastríðanna. Á 6. öld f.Kr. féll Lýdía, ríki Krösosar konungs, í Litlu-Asíu, þar sem í dag er Tyrkland. Persar tóku yfir veldi Krösosar og komust þá í snertingu við grísku borgríkin ...
Hvenær máttu konur fyrst kjósa á Íslandi?
Þann 19. júní 2015 er haldið upp á það að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu rétt til að taka þátt í kosningum til Alþingis. Í nokkra áratugi þar á undan höfðu konur þó haft kosningarétt til sveitarstjórnarkosninga (í sýslunefnd, hreppsnefnd, bæjarstjórn og á safnaðarfundum) samkvæmt lögum sem Danak...
Hvað getið þið sagt mér um Brandenborgarkonserta Bachs?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Getið þið sagt mér frá Brandenborgarkonsertum Bachs; hvar þeir voru samdir, í hvernig stíl eru þeir samdir o.s.frv.? Á árunum 1717-1723 var Johann Sebastian Bach (1685–1750) í Köthen við hirð Leópolds prins af Anhalt-Köthen. Meðal helstu verka Bachs frá árunum í Köthen er safn ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur G. Haraldsson rannsakað?
Guðmundur G. Haraldsson er prófessor í lífrænni efnafræði á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Í upphafi beindust rannsóknir hans að því að útbúa þríasylglýseról (ÞAG) með sem hæstu hlutfalli ómega-3 fjölómettaðra fitusýra. Slíkar fitusýrur einkenna fitu lýsis og sjávarfangs og eru EPA og DHA mikil...