Getið þið sagt mér til um hvenær staratímabilið er? Getur verið að starinn sé kominn með hreiður á húsinu mínu núna 15 mars?Starahreiður eru oft á eða í mannabústöðum, í holum undir þakskeggjum, veggjum, hreiðurkössum og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum. Það er vel mögulegt að fólk verði vart við starann (Sturnus vulgaris) við hreiðurstæði um miðjan mars. Þá er pörunartíminn að hefjast og fuglinn fer að bera í hreiðrið. En varp hefst að öllum líkindum ekki fyrr en í apríl í venjulegu árferði. Starinn syngur fallega og getur skemmt fólki með söng sínum en hefur leiðinlegan fylgifisk sem er flóin. Ef hlýindi eru í marsmánuði getur hún farið að láta á sér kræla strax þá, farið á flakk og bitið fólk. Mynd:
- Toulouse - Sturnus vulgaris - 2012-02-26 - 2.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 6. 4. 2018).