Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur það staðist að starinn sé kominn með hreiður í húsinu mínu um miðjan mars?

JMH

Öll spurningin hljóðaði svona:
Getið þið sagt mér til um hvenær staratímabilið er? Getur verið að starinn sé kominn með hreiður á húsinu mínu núna 15 mars?

Starahreiður eru oft á eða í mannabústöðum, í holum undir þakskeggjum, veggjum, hreiðurkössum og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum.

Það er vel mögulegt að fólk verði vart við starann (Sturnus vulgaris) við hreiðurstæði um miðjan mars. Þá er pörunartíminn að hefjast og fuglinn fer að bera í hreiðrið. En varp hefst að öllum líkindum ekki fyrr en í apríl í venjulegu árferði. Starinn syngur fallega og getur skemmt fólki með söng sínum en hefur leiðinlegan fylgifisk sem er flóin. Ef hlýindi eru í marsmánuði getur hún farið að láta á sér kræla strax þá, farið á flakk og bitið fólk.

Starinn (Sturnus vulgaris) verpir yfirleitt ekki fyrr en í apríl. Pörunartímabilið hefst um miðjan mars og ef þá eru hlýindi getur flóin farið á flakk og bitið fólk.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.4.2018

Síðast uppfært

4.5.2018

Spyrjandi

Lísa Lind Ólafsdóttir

Tilvísun

JMH. „Getur það staðist að starinn sé kominn með hreiður í húsinu mínu um miðjan mars?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75500.

JMH. (2018, 10. apríl). Getur það staðist að starinn sé kominn með hreiður í húsinu mínu um miðjan mars? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75500

JMH. „Getur það staðist að starinn sé kominn með hreiður í húsinu mínu um miðjan mars?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75500>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur það staðist að starinn sé kominn með hreiður í húsinu mínu um miðjan mars?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Getið þið sagt mér til um hvenær staratímabilið er? Getur verið að starinn sé kominn með hreiður á húsinu mínu núna 15 mars?

Starahreiður eru oft á eða í mannabústöðum, í holum undir þakskeggjum, veggjum, hreiðurkössum og jafnvel í yfirgefnum vinnuvélum eða skipum.

Það er vel mögulegt að fólk verði vart við starann (Sturnus vulgaris) við hreiðurstæði um miðjan mars. Þá er pörunartíminn að hefjast og fuglinn fer að bera í hreiðrið. En varp hefst að öllum líkindum ekki fyrr en í apríl í venjulegu árferði. Starinn syngur fallega og getur skemmt fólki með söng sínum en hefur leiðinlegan fylgifisk sem er flóin. Ef hlýindi eru í marsmánuði getur hún farið að láta á sér kræla strax þá, farið á flakk og bitið fólk.

Starinn (Sturnus vulgaris) verpir yfirleitt ekki fyrr en í apríl. Pörunartímabilið hefst um miðjan mars og ef þá eru hlýindi getur flóin farið á flakk og bitið fólk.

Mynd:

...