Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 403 svör fundust

category-iconSálfræði

Hver var Carl Gustav Jung?

Carl Gustav Jung (26. júlí 1875 − 6. júní 1961) var svissneskur geðlæknir og faðir svonefndrar greiningarsálfræði (þ. Analytische Psychologie) sem er meiður af sálgreiningarstefnunni. Hann hefur verið nefndur „best varðveitta leyndarmál sálfræðinnar”, „Darwin sálfræðinnar“, „dulhyggjumaður” og “hinn aríski K...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Snæfellsjökul?

Hér er svarað spurningunni:Hvernig er eldvirknin á Snæfellsjökli?sem Sunna Rós bar upp og spurningu Þorgeirs:Hvað getur þú sagt mér um Snæfellsjökul og eldvirkni á Snæfellsnesi? Árið 1864 skaut Snæfellsjökli upp á stjörnuhimininn þegar hinn frægi vísindaskáldsagnahöfundur Jules Verne gaf út bók sína Ferð að mið...

category-iconLæknisfræði

Getur kannabis læknað krabbamein?

Upprunaleg spurning Helgu var: Læknar kannabis krabbamein alveg? Ef svo er, hvað er mikið thc í kannabisinu? Og Kristinn spurði: Er til einhver sönnun um að kannabisplanta dragi úr vexti eða drepi krabbameinsfrumur? Lækningamætti kannabis er reglulega lýst í fjölmiðlum og á Internetinu. Sumir telja að ly...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er morgunbirtan virkilega blárri en kvöldbirtan?

Staðhæfing um að sólarbirtan sé blárri við sólris en við sólarlag hefur komið fram í umfjöllun um svefngæði[1] og tengsl við breytingar á klukkustillingu. Til þess að leita svars við spurningunni "Er morgunbirtan virkilega blárri en kvöldbirtan?" er rétt að skoða hvaða fyrirbæri koma að litbrigðum í ljósi sólar. ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað var efst á baugi í raunvísindum árið 1944?

Ef við hefðum spurt fólk á árinu 1944 hvaða verkefni vísinda bæri þá hæst hefði nær enginn svarað því „rétt“ samkvæmt því sem síðar hefur komið í ljós. Ástand vísinda var þá mjög afbrigðilegt vegna þess að ófriður ríkti víða um heim – heimsstyrjöldin síðari sem svo er kölluð. Vísindi og stríð eiga afar illa saman,...

category-iconJarðvísindi

Hvernig fara vísindamenn að því að aldursgreina hafsbotninn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig vitum við hvaða hafsbotn er yngstur og hvaða hafsbotn er elstur? Aldur hafsbotnsins hefur verið ákvarðaður út frá bergsegulmælingum, einnig aldursgreiningum á bergi og setlagagreiningum þar sem borað hefur verið í hafsbotninn. Þrátt fyrir að elsta berg á yfirborði...

category-iconLæknisfræði

Er sama frá hvaða landi bóluefni gegn COVID-19 koma?

Áður en bóluefni (og önnur lyf) eru tekin í almenna notkun þurfa þau að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi frá eftirlitsstofnunum eins og Evrópsku lyfjastofnuninni (e. European Medicines Agency, EMA) eða Lyfjastofnun Bandaríkjanna (e. Food and Drug Admininstration, FDA) og/eða lyfjastofnunum einstakra landa. Leyfi fy...

category-iconLæknisfræði

Hafa bóluefni eða ómíkron áhrif á það hvenær þeir sem eru með COVID-19 geta smitað aðra?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær hættir einstaklingur með COVID-19 að smita? Á Vísindavefnum hefur áður verið fjallað um hversu fljótt einstaklingar geta smitað aðra af COVID-19 (sjá svar við spurningunni Hversu fljótt geta þeir sem fá COVID-19 farið að smita aðra og hvenær eru þeir mest...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er einkennandi fyrir tungl Júpíters, sérstaklega Kallistó, Ganýmedes, Íó og Evrópu?

Umhverfis stærstu reikistjörnu sólkerfisins, Júpíter, ganga að minnsta kosti 39 tungl. Þau stærstu, sem spyrjandi spyr sérstaklega um, nefnast einu nafni Galíleóstungl og draga heiti sitt af ítalska stjörnufræðingnum Galíleó Galílei sem uppgötvaði þau í janúarmánuði 1610. Frá því að Galíleó uppgötvaði tunglin 4 ha...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lotugræðgi og hvað orsakar hana?

Lotugræðgi er átröskun sem einkennist af óhóflegu áti fólks í endurteknum lotum. Að lokinni hverri lotu er reynt að "hreinsa" burt hitaeiningarnar sem neytt var, til dæmis með því að framkalla uppköst eða nota hægðarlosandi lyf. Í lotuáti borða sjúklingar óeðlilega mikið magn af hitaeiningaauðugum mat á skömmum tí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Um hvað fjallar Gaiakenningin?

James Lovelock. Gaiakenningin fjallar um Jörðina sem órofa, lifandi heild. Nánar tiltekið segir kenningin að lífið á Jörðinni sé ekki til komið af tilviljun einni (háðri heppilegri staðsetningu hnattarins í sólkerfinu) heldur stuðli lífmassinn allur að því, með virkum hætti, að hin heppilegu skilyrði til lífs á...

category-iconSálfræði

Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?

Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að lækna hrygggigt eða er bara hægt að halda einkennum niðri með lyfjum?

Hrygggigt (Spondylitis ankylopoetica) er sjúkdómur sem greinilega hefur fylgt mannkyninu lengi. Sýnt hefur verið fram á hryggikt í múmíum úr gröfum Forn-Egypta og einnig hafa fundist merki um sjúkdóminn í líkamsleifum frá því um 3000 árum fyrir Krist. Ekki er vitað með vissu um algengi hrygggigtar, en talið er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eru spanhellur hættulegar heilsu manna og ætti að nota blýsvuntur til að verjast geislun frá þeim?

Með aukinni notkun rafmagns og raftækja undanfarin ríflega hundrað ár hafa jafnframt aukist áhyggjur manna af hættum sem geta skapast af henni, og eru þar með taldar hættur vegna rafsegulsviðs (e. electromagnetic field). Sérstaklega hafa þessar áhyggjur vaxið undanfarin um það bil 40 ár. Þannig þekkjum við flest u...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að hraða niðurbroti í rotþróm og draga úr lykt?

Rotþró er einfalt hreinsivirki fyrir húsaskólp sem ætlað er fyrir einstök eða fá hús í dreifbýli þegar ekki er eiginleg fráveita. Í henni fer fram botnfelling og rotnun lífrænna efna við súrefnislausar aðstæður. Frárennsli rotþróa á ávallt að leiða í siturlögn þar sem frekara niðurbrot á uppleystum lífrænum efnum ...

Fleiri niðurstöður