Sólin Sólin Rís 10:46 • sest 16:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:18 • Sest 11:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:12 • Síðdegis: 21:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:00 • Síðdegis: 15:29 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:46 • sest 16:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:18 • Sest 11:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:12 • Síðdegis: 21:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:00 • Síðdegis: 15:29 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Væru risaeðlurnar enn til ef loftsteinn hefði ekki lent á jörðinni?

Arnar Pálsson

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Ef risaeðlur hefðu ekki dáið út væru þær þá eins í dag og í fyrndinni?

Fyrir um 65 milljónum ára, lenti loftsteinn á jörðinni. Þetta markaði enda krítartímabilsins í jarðsögunni og þar með miðlífsaldar. Árekstur loftsteinsins leiddi til útdauða margra tegunda lífvera, þar á meðal flestra hópa risaeðla. Einn hópur þeirra á þó enn lifandi afkomendur, fugla. Fæstir hugsa ef til vill um fugla sem risaeðlur, en þeir erfðu mörg einkenni þeirra. Ljóst er að fjaðrir þróuðust í vissum hópi risaeðla og voru líklega lykillinn að getu fugla til að taka flugið síðar.

Spyrjandi er samt líklega frekar að hugsa um stórar risaeðlur eins og þær sem við þekkjum til dæmis úr kvikmyndum um júragarðinn.[1] Rétt er að risastóru risaeðlurnar dóu allar út eftir árekstur stóra lofsteinsins. Steingervingafræðingar hafa fundið athyglisvert mynstur í jarðsögunni. Eftir útdauða margra tegunda og hópa lífvera opnast möguleikar fyrir eftirlifandi hópa. Á tímum risaeðlanna voru forfeður spendýra lítil loðin næturdýr. En þegar sviðið opnaðist þróuðust þau í margar gerðir, stórar, litlar, rándýr, grasbíta og ávaxtaætur - eins og apana sem þróuðust síðar í menn.

Spurningin er dæmi um svonefndar „hvað ef…“ hugleiðingar. Hefðu risaeðlurnar getað lifað af ef loftsteinninn hefði ekki fallið á Yukatan-skaga þennan örlagaríka dag fyrir um 65 milljónum ára? Já, það er vel mögulegt. Ef engar hamfarir hefðu drepið þær á einu bretti, er ólíklegt að þær hefðu dáið út. Þar sem útdauði eins hóps opnar tækifæri fyrir aðra hópa, er ólíklegt að þróun spendýra í margar ólíkar gerðir hefði orðið sú saman ef risaeðlurnar hefðu haldið velli.

Reyndar hafa spendýr eiginleika sem gætu veitt þeim forskot á flestar risaeðlur, þeir mikilvægustu eru innri frjóvgun og jafnheitt blóð. Innri frjóvgun gerir dýrum kleift að ala unga lengur og sleppa þeim stálpaðri út í veröldina.[2] Jafnheitt blóð gefur kost á meiri virkni og sneggri viðbrögðum og getur þess vegna auðveldað lífverum að ná í fæðu eða forðast afrán.[3]

Margir steingervingafræðingar hafa velt fyrir spurningunni um fyrirsjáanleika þróunar lífsins. Það er alls ekki fyrirsjáanlegt að líf á jörðinni hafi leitt til ljóstillífandi lífvera, fjölfrumunga, dýra með hrygg og spena. Stephen J. Gould skrifaði bókina Wonderful life um þetta. Hún fjallar um fjölbreytileika dýra sem komu fram á kambríum (um 535 milljónum ára). Hann hélt því fram að þróun lífsins væri bæði ófyrirsjáanleg og fyrirsjáanleg. Náttúrulegt val muni leiða til hæfari lífvera, að meðaltali, en hvaða hópar verða ríkjandi gæti verið háð tilviljunum.

Því þarf einnig að spyrja: ef risaeðlur væru enn á jörðinni, hvaða form hefðu þær og hversu fjölbreyttar væru þær? Væru enn stórar risaeðlur spígsporandi um meginlöndin, eða syndandi í höfunum? Veigamest væri þó spurningin hvort komið hefði fram annar hópur stórra dýra (hryggdýra) sem gæti hafa keppt við risaeðlurnar? Með öðrum orðum, hefðu spendýrin getað að þróast í nokkrar gerðir, og mögulega keppt við, eða þá haft risaeðlurnar undir í beinni samkeppni?

Hefðu risaeðlurnar getað lifað af ef loftsteinn hefði ekki fallið á Yukatan-skaga fyrir um 65 milljónum ára?

Svörin við þessum spurningum eru ekki ljós. Vel má þó ímynda sér veröld þar sem risaeðlur og spendýr deila vistkerfum, og færi það eftir hæfileikum hvers hóps hvaða vistir þeir nýta best. Í höfum dagsins í dag ríkja fiskar, eins og þeir hafa gert síðustu 400+ milljón ár. En einnig finnast nokkrar gerðir sjávarspendýra. Vel er mögulegt að sjávareðlur ríktu enn í höfunum, og að spendýr hefðu aldrei komist til hafs. Hins vegar, vegna þess hversu mikil lyftistöng fjaðrir eru, verður að teljast mjög líklegt að fuglar hefðu blómstrað. Og þá er líklegt að aðrar flugeðlur hefðu orðið undir í samkeppninni og dáið út. Spyrja má, hefðu þá leðurblökur þróast eða ekki?

Ímyndum okkur vistkerfi þar sem grasbítar eru aðallega risaeðlur, til dæmis finngálkn á meðan rándýrin eru tígrisdýr eða stórir úlfar. Eða hið gagnstæða, þar sem snareðlur eða grameðlur eru rándýr, að veiða antilópur eða hross. Síðasta pælingin, sem margir höfundar vísindaskáldsagna hafa velt fyrir sér er þessi: Gætu vitibornar verur hafa þróast úr risaeðlum á jörðinni okkar?

Mýgrútur er til af bókum og kvikmyndum um slíkar vitibornar og blóðþyrstar verur sem ógna tilvist okkar. En mikilvægasta spurningin er samt þessi: Mundu slíkar verur, líkt og menn, líka ofnota jarðefnaeldsneyti og stefna eigin tilvist í hættu með loftslagsbreytingum?

Samantekt

  • Í dag eru fuglar einu eftirlifandi afkomendur risaeðlanna.
  • Mögulega hefðu stórar risaeðlur lifað til dagsins í dag, ef loftsteinninn hefði ekki útrýmt þeim.
  • Erfitt er að spá fyrir um hvaða gerðir risaeðla væru enn lifandi, og hvaða stöðu þær hefðu í vistkerfum.

Tilvísanir:
  1. ^ Bækur Michael Crichton og kvikmyndir um risaeðlurnar voru kenndar við júratímabilið, sem var fyrir 201 til 143 milljónum ára. Þær hefðu tæplega haft sama aðdráttarafl ef þær hefðu heitið krítargarðurinn.
  2. ^ Eðlur verpa eggjum líkt og fuglar sem gæta eggja og hlúa að ungum í hreiðrum.
  3. ^ Reyndar er ekki víst hvort risaeðlur hafi haft jafnheitt eða misheitt blóð. Eðlur í nútíma hafa misheitt blóð, en fuglar eru með jafnheitt. Voru risaeðlur þá með jafnheitt blóð? Mögulegt er að sumir hópar risaeðla hafi haft jafnheitt blóð. Rannsókn á efnum í steingervingum nokkurra tegunda, sem tengjast efnaskiptum í æðavef bendir að minnsta kosti til þess.

Heimildir:
  • Stephen J. Gould. 1990. Wonderful life: The Burgess Shale and the Nature of History. W. W. Norton & Company. 352 bls.
  • Wiemann, J., Menéndez, I., Crawford, J.M. o.fl. (2022). Fossil biomolecules reveal an avian metabolism in the ancestral dinosaur. Nature 606, 522–526. https://doi.org/10.1038/s41586-022-04770-6

Myndir:

Höfundur

Arnar Pálsson

erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við HÍ

Útgáfudagur

17.1.2025

Spyrjandi

Kristján Egill Gíslason

Tilvísun

Arnar Pálsson. „Væru risaeðlurnar enn til ef loftsteinn hefði ekki lent á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2025, sótt 18. janúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87040.

Arnar Pálsson. (2025, 17. janúar). Væru risaeðlurnar enn til ef loftsteinn hefði ekki lent á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87040

Arnar Pálsson. „Væru risaeðlurnar enn til ef loftsteinn hefði ekki lent á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2025. Vefsíða. 18. jan. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87040>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Væru risaeðlurnar enn til ef loftsteinn hefði ekki lent á jörðinni?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:

Ef risaeðlur hefðu ekki dáið út væru þær þá eins í dag og í fyrndinni?

Fyrir um 65 milljónum ára, lenti loftsteinn á jörðinni. Þetta markaði enda krítartímabilsins í jarðsögunni og þar með miðlífsaldar. Árekstur loftsteinsins leiddi til útdauða margra tegunda lífvera, þar á meðal flestra hópa risaeðla. Einn hópur þeirra á þó enn lifandi afkomendur, fugla. Fæstir hugsa ef til vill um fugla sem risaeðlur, en þeir erfðu mörg einkenni þeirra. Ljóst er að fjaðrir þróuðust í vissum hópi risaeðla og voru líklega lykillinn að getu fugla til að taka flugið síðar.

Spyrjandi er samt líklega frekar að hugsa um stórar risaeðlur eins og þær sem við þekkjum til dæmis úr kvikmyndum um júragarðinn.[1] Rétt er að risastóru risaeðlurnar dóu allar út eftir árekstur stóra lofsteinsins. Steingervingafræðingar hafa fundið athyglisvert mynstur í jarðsögunni. Eftir útdauða margra tegunda og hópa lífvera opnast möguleikar fyrir eftirlifandi hópa. Á tímum risaeðlanna voru forfeður spendýra lítil loðin næturdýr. En þegar sviðið opnaðist þróuðust þau í margar gerðir, stórar, litlar, rándýr, grasbíta og ávaxtaætur - eins og apana sem þróuðust síðar í menn.

Spurningin er dæmi um svonefndar „hvað ef…“ hugleiðingar. Hefðu risaeðlurnar getað lifað af ef loftsteinninn hefði ekki fallið á Yukatan-skaga þennan örlagaríka dag fyrir um 65 milljónum ára? Já, það er vel mögulegt. Ef engar hamfarir hefðu drepið þær á einu bretti, er ólíklegt að þær hefðu dáið út. Þar sem útdauði eins hóps opnar tækifæri fyrir aðra hópa, er ólíklegt að þróun spendýra í margar ólíkar gerðir hefði orðið sú saman ef risaeðlurnar hefðu haldið velli.

Reyndar hafa spendýr eiginleika sem gætu veitt þeim forskot á flestar risaeðlur, þeir mikilvægustu eru innri frjóvgun og jafnheitt blóð. Innri frjóvgun gerir dýrum kleift að ala unga lengur og sleppa þeim stálpaðri út í veröldina.[2] Jafnheitt blóð gefur kost á meiri virkni og sneggri viðbrögðum og getur þess vegna auðveldað lífverum að ná í fæðu eða forðast afrán.[3]

Margir steingervingafræðingar hafa velt fyrir spurningunni um fyrirsjáanleika þróunar lífsins. Það er alls ekki fyrirsjáanlegt að líf á jörðinni hafi leitt til ljóstillífandi lífvera, fjölfrumunga, dýra með hrygg og spena. Stephen J. Gould skrifaði bókina Wonderful life um þetta. Hún fjallar um fjölbreytileika dýra sem komu fram á kambríum (um 535 milljónum ára). Hann hélt því fram að þróun lífsins væri bæði ófyrirsjáanleg og fyrirsjáanleg. Náttúrulegt val muni leiða til hæfari lífvera, að meðaltali, en hvaða hópar verða ríkjandi gæti verið háð tilviljunum.

Því þarf einnig að spyrja: ef risaeðlur væru enn á jörðinni, hvaða form hefðu þær og hversu fjölbreyttar væru þær? Væru enn stórar risaeðlur spígsporandi um meginlöndin, eða syndandi í höfunum? Veigamest væri þó spurningin hvort komið hefði fram annar hópur stórra dýra (hryggdýra) sem gæti hafa keppt við risaeðlurnar? Með öðrum orðum, hefðu spendýrin getað að þróast í nokkrar gerðir, og mögulega keppt við, eða þá haft risaeðlurnar undir í beinni samkeppni?

Hefðu risaeðlurnar getað lifað af ef loftsteinn hefði ekki fallið á Yukatan-skaga fyrir um 65 milljónum ára?

Svörin við þessum spurningum eru ekki ljós. Vel má þó ímynda sér veröld þar sem risaeðlur og spendýr deila vistkerfum, og færi það eftir hæfileikum hvers hóps hvaða vistir þeir nýta best. Í höfum dagsins í dag ríkja fiskar, eins og þeir hafa gert síðustu 400+ milljón ár. En einnig finnast nokkrar gerðir sjávarspendýra. Vel er mögulegt að sjávareðlur ríktu enn í höfunum, og að spendýr hefðu aldrei komist til hafs. Hins vegar, vegna þess hversu mikil lyftistöng fjaðrir eru, verður að teljast mjög líklegt að fuglar hefðu blómstrað. Og þá er líklegt að aðrar flugeðlur hefðu orðið undir í samkeppninni og dáið út. Spyrja má, hefðu þá leðurblökur þróast eða ekki?

Ímyndum okkur vistkerfi þar sem grasbítar eru aðallega risaeðlur, til dæmis finngálkn á meðan rándýrin eru tígrisdýr eða stórir úlfar. Eða hið gagnstæða, þar sem snareðlur eða grameðlur eru rándýr, að veiða antilópur eða hross. Síðasta pælingin, sem margir höfundar vísindaskáldsagna hafa velt fyrir sér er þessi: Gætu vitibornar verur hafa þróast úr risaeðlum á jörðinni okkar?

Mýgrútur er til af bókum og kvikmyndum um slíkar vitibornar og blóðþyrstar verur sem ógna tilvist okkar. En mikilvægasta spurningin er samt þessi: Mundu slíkar verur, líkt og menn, líka ofnota jarðefnaeldsneyti og stefna eigin tilvist í hættu með loftslagsbreytingum?

Samantekt

  • Í dag eru fuglar einu eftirlifandi afkomendur risaeðlanna.
  • Mögulega hefðu stórar risaeðlur lifað til dagsins í dag, ef loftsteinninn hefði ekki útrýmt þeim.
  • Erfitt er að spá fyrir um hvaða gerðir risaeðla væru enn lifandi, og hvaða stöðu þær hefðu í vistkerfum.

Tilvísanir:
  1. ^ Bækur Michael Crichton og kvikmyndir um risaeðlurnar voru kenndar við júratímabilið, sem var fyrir 201 til 143 milljónum ára. Þær hefðu tæplega haft sama aðdráttarafl ef þær hefðu heitið krítargarðurinn.
  2. ^ Eðlur verpa eggjum líkt og fuglar sem gæta eggja og hlúa að ungum í hreiðrum.
  3. ^ Reyndar er ekki víst hvort risaeðlur hafi haft jafnheitt eða misheitt blóð. Eðlur í nútíma hafa misheitt blóð, en fuglar eru með jafnheitt. Voru risaeðlur þá með jafnheitt blóð? Mögulegt er að sumir hópar risaeðla hafi haft jafnheitt blóð. Rannsókn á efnum í steingervingum nokkurra tegunda, sem tengjast efnaskiptum í æðavef bendir að minnsta kosti til þess.

Heimildir:
  • Stephen J. Gould. 1990. Wonderful life: The Burgess Shale and the Nature of History. W. W. Norton & Company. 352 bls.
  • Wiemann, J., Menéndez, I., Crawford, J.M. o.fl. (2022). Fossil biomolecules reveal an avian metabolism in the ancestral dinosaur. Nature 606, 522–526. https://doi.org/10.1038/s41586-022-04770-6

Myndir:...