Árekstur halastjörnu eða smástirni sem er nokkrir kílómetrar að stærð gæti orðið á um milljón ára fresti, en margt er þó óljóst um það. Árekstrar enn stærri fyrirbæra verða kannski á um 100 milljón ára fresti. Flestir vísindamenn telja að risaeðlurnar hafi dáið út í ægilegum náttúruhamförum fyrir 65 milljón árum. Vel gæti verið að þá hafi lofsteinn eða lofsteinar rekist á jörðina með þeim afleiðingum að um 70% allra lífvera sem þá lifðu hafi þurrkast út. Um tíma var talið að smástirnið 2003 QQ47 rækist á jörðina árið 2014. Vísindamenn hafa þó reiknað út að engin hætta sé á árekstri þess við jörðina. Um þetta er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Rekst stór loftsteinn eða smástirni á jörðina árið 2014 eða 2036?
Svarið við spurningunni er þess vegna að það er alls ekki líklegt að lofsteinn grandi jörðinni en stórir árekstrar sem hafa mikil áhrif á lífið á jörðinni eru þó vel hugsanlegir, þó þeir gerist afar sjaldan. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?
- Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina?
- Hvernig verða loftsteinar til?
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.