Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verða loftsteinar til?

Aron Eydal Sigurðarson

Á milli reikistjarna eru fullt af hnullungum svo sem geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar. Þeir eru venjulega úr bergi, bergi og járni eða eingöngu úr járni. Flestir eru þeir leifar frá þeim tíma þegar sólkerfið myndaðist fyrir um 4.600 milljónum ára. Þessir hnullungar rekast stundum á lofthjúpinn og hitna þá svo mikið að þeir lýsast upp og kallast þá hrapsteinar eða stjörnuhrap. Sumir hnullunganna komast hins vegar inn í gufuhvolfið og kallast þá loftsteinar. Milljónir loftsteina lenda á jörðinni á hverjum degi en flestir brenna þeir upp í gufuhvolfinu í um 100 km hæð yfir jörðu. Þeir sjást yfirleitt aðeins í nokkrar sekúndur og ferðast á hraðanum 5-30 km/s.



Lofsteinn yfir Búdapest í Ungverjalandi

Sumir loftsteinar ná þó alla leið til jarðar en eru í flestum tilfellum meinlausir. Það kemur þó fyrir að stórir loftsteinar, smástirni eða halastjörnur lendi á jörðinni. Oftast nær bráðna slíkir loftsteinar við það að skella á jörðinni og skilja aðeins eftir sig stóra gíga. Einn stærsti loftsteinn sem hefur lent á jörðinni lenti fyrir um 65 milljónum ára þar sem nú heitir Mexíkóflói. Talið er að sá loftsteinn hafi haft áhrif á skyndilegan útdauða risaeðla á jörðinni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd:

Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundur

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

24.8.2006

Síðast uppfært

11.4.2019

Spyrjandi

Patrekur Örn Friðriksson, Katrín Júlía

Tilvísun

Aron Eydal Sigurðarson. „Hvernig verða loftsteinar til?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6148.

Aron Eydal Sigurðarson. (2006, 24. ágúst). Hvernig verða loftsteinar til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6148

Aron Eydal Sigurðarson. „Hvernig verða loftsteinar til?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6148>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verða loftsteinar til?
Á milli reikistjarna eru fullt af hnullungum svo sem geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar. Þeir eru venjulega úr bergi, bergi og járni eða eingöngu úr járni. Flestir eru þeir leifar frá þeim tíma þegar sólkerfið myndaðist fyrir um 4.600 milljónum ára. Þessir hnullungar rekast stundum á lofthjúpinn og hitna þá svo mikið að þeir lýsast upp og kallast þá hrapsteinar eða stjörnuhrap. Sumir hnullunganna komast hins vegar inn í gufuhvolfið og kallast þá loftsteinar. Milljónir loftsteina lenda á jörðinni á hverjum degi en flestir brenna þeir upp í gufuhvolfinu í um 100 km hæð yfir jörðu. Þeir sjást yfirleitt aðeins í nokkrar sekúndur og ferðast á hraðanum 5-30 km/s.



Lofsteinn yfir Búdapest í Ungverjalandi

Sumir loftsteinar ná þó alla leið til jarðar en eru í flestum tilfellum meinlausir. Það kemur þó fyrir að stórir loftsteinar, smástirni eða halastjörnur lendi á jörðinni. Oftast nær bráðna slíkir loftsteinar við það að skella á jörðinni og skilja aðeins eftir sig stóra gíga. Einn stærsti loftsteinn sem hefur lent á jörðinni lenti fyrir um 65 milljónum ára þar sem nú heitir Mexíkóflói. Talið er að sá loftsteinn hafi haft áhrif á skyndilegan útdauða risaeðla á jörðinni.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd:

Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....