Ekki er nóg með að hugmyndir Darwins hafi verið veruleikinn á bak við veruleikann í tilraunasálfræði og námskenningum – heldur var hugmynd Darwins um breytileika innan stofna eða hópa í eiginleikum sem berast milli kynslóða megingrundvöllur þeirra hugmynda sem sálfræðileg próf, eins og greindarpróf, byggjast á. Nánar má lesa um greindarpróf í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Er sannað að greindarpróf verki? Fleiri óbein áhrif má nefna, til dæmis sérstakar kenningar Darwins um eðli tilfinninga, og auk þess margvísleg áhrif á þroskasálfræði og aðferðafræði. Þegar upp er staðið hafa kenningar Darwins því haft mögnuð áhrif á sálfræði, en þó einkum óbein. Sálfræðingar hafa að öllu jöfnu ekki vitnað mikið í Darwin og kenningu hans, hvorki til að réttlæta aðferðir sínar, grundvallarhugmyndir né kenningar. Sérstök ástæða er til að nefna eitt atriði sem kann að vera hluti skýringar á hálfgerðu fálæti um kenningu Darwins í sálfræði þrátt fyrir hin miklu áhrif hennar. Sálfræði tuttugustu aldar var mjög mótuð af umbótasinnaðri umhverfishyggju, sem sagt þeirri hugmynd að umhverfi hefði lykiláhrif á mótun hegðunar hjá lífveru. Þetta var öðrum þræði hluti af siðfræði sálfræðinnar, einn grundvöllur þeirrar afstöðu að fólk stæði í eðli sínu jafnt að vígi frá náttúrunnar hendi. Ólík kjör væru hins vegar afurð umhverfis og það mætti laga. Slík umbótastefna hefur verið miklu snarari þáttur í samfélagsafstöðu sálfræðinga en kenningar um úrvalsfólk eða dásamlegar persónur, hvað þá harðjaxlalegar hugmyndir um náttúruval. Að auki var eindregin tilhneiging fram eftir allri 20. öld að líta á umhverfi og erfðir sem andstæður eða tvo aðskilda áhrifaþætti, stundum þannig að hægt væri að reikna nákvæmlega út hlutfallsleg áhrif hvors þáttar um sig eða greina algerlega á milli áhrifa erfða og áhrifa menningar; erfðafræðileg þróun sé eitt og þróun menningar allt annað og nánast óháð ferli.. Þessi eindregna tvískipting er nú á undanhaldi og þar með verður algengara að rannsóknir beinist að samspili erfða og umhverfis. Þetta sést nú víða í sálfræðinni til dæmis í rannsóknum á þroska barna, á félagshegðun, á skynjun og hugsun: Samverkan erfða og umhverfis er þar til athugunar og einnig víðar í sálfræði. Sumir telja að tími darwinískrar yfirhugsunar sé nú að renna upp í sálfræði. Næstu áratugir skera úr um hvort svo verði. Þeim sem vilja fræðast meira kringum efni svarsins á Vísindavefnum er bent á efnisorðin sem fylgja því. Mynd: WP Clipart
Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?
Ekki er nóg með að hugmyndir Darwins hafi verið veruleikinn á bak við veruleikann í tilraunasálfræði og námskenningum – heldur var hugmynd Darwins um breytileika innan stofna eða hópa í eiginleikum sem berast milli kynslóða megingrundvöllur þeirra hugmynda sem sálfræðileg próf, eins og greindarpróf, byggjast á. Nánar má lesa um greindarpróf í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni: Er sannað að greindarpróf verki? Fleiri óbein áhrif má nefna, til dæmis sérstakar kenningar Darwins um eðli tilfinninga, og auk þess margvísleg áhrif á þroskasálfræði og aðferðafræði. Þegar upp er staðið hafa kenningar Darwins því haft mögnuð áhrif á sálfræði, en þó einkum óbein. Sálfræðingar hafa að öllu jöfnu ekki vitnað mikið í Darwin og kenningu hans, hvorki til að réttlæta aðferðir sínar, grundvallarhugmyndir né kenningar. Sérstök ástæða er til að nefna eitt atriði sem kann að vera hluti skýringar á hálfgerðu fálæti um kenningu Darwins í sálfræði þrátt fyrir hin miklu áhrif hennar. Sálfræði tuttugustu aldar var mjög mótuð af umbótasinnaðri umhverfishyggju, sem sagt þeirri hugmynd að umhverfi hefði lykiláhrif á mótun hegðunar hjá lífveru. Þetta var öðrum þræði hluti af siðfræði sálfræðinnar, einn grundvöllur þeirrar afstöðu að fólk stæði í eðli sínu jafnt að vígi frá náttúrunnar hendi. Ólík kjör væru hins vegar afurð umhverfis og það mætti laga. Slík umbótastefna hefur verið miklu snarari þáttur í samfélagsafstöðu sálfræðinga en kenningar um úrvalsfólk eða dásamlegar persónur, hvað þá harðjaxlalegar hugmyndir um náttúruval. Að auki var eindregin tilhneiging fram eftir allri 20. öld að líta á umhverfi og erfðir sem andstæður eða tvo aðskilda áhrifaþætti, stundum þannig að hægt væri að reikna nákvæmlega út hlutfallsleg áhrif hvors þáttar um sig eða greina algerlega á milli áhrifa erfða og áhrifa menningar; erfðafræðileg þróun sé eitt og þróun menningar allt annað og nánast óháð ferli.. Þessi eindregna tvískipting er nú á undanhaldi og þar með verður algengara að rannsóknir beinist að samspili erfða og umhverfis. Þetta sést nú víða í sálfræðinni til dæmis í rannsóknum á þroska barna, á félagshegðun, á skynjun og hugsun: Samverkan erfða og umhverfis er þar til athugunar og einnig víðar í sálfræði. Sumir telja að tími darwinískrar yfirhugsunar sé nú að renna upp í sálfræði. Næstu áratugir skera úr um hvort svo verði. Þeim sem vilja fræðast meira kringum efni svarsins á Vísindavefnum er bent á efnisorðin sem fylgja því. Mynd: WP Clipart
Útgáfudagur
23.11.2007
Síðast uppfært
29.6.2018
Spyrjandi
Guðlaug Hartmannsdóttir
Tilvísun
Sigurður J. Grétarsson. „Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6924.
Sigurður J. Grétarsson. (2007, 23. nóvember). Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6924
Sigurður J. Grétarsson. „Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6924>.