Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 649 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er milli atóma fyrir utan efnatengi? Er til algert tómarúm?

Að vissu leyti hefur þessari spurningu verið svarað áður hér á vefnum (sjá Kristján Rúnar Kristjánsson: Hvað er tómarúm? Er tómarúm "efni"?), en við viljum nú draga upp nokkrar hliðstæður til að skýra málið enn frekar. Að lokum munum við komast að því að tómarúmið er alls ekki tómt! Atóm eða frumeindir eru sett...

category-iconLífvísindi: almennt

Er hægt að einrækta útdauð dýr?

Margir muna eftir sögu og kvikmynd um Júragarðinn þar sem risaeðlur, sem höfðu verið útdauðar í 65 milljón ár eða lengur, voru vaktar til lífsins. Í sögunni fundu menn erfðaefni þessara risaeðla í skordýrum sem höfðu sogið blóð úr risaeðlu skömmu áður en þau festust í trjákvoðu sem varð að rafi. Staðreyndin er...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er kviksandur og hvernig verkar hann?

Kviksandur, kviksyndi eða sandbleyta er blanda af sandi og vatni. Hann getur hvorki myndast í kyrrstæðu vatni né haldist þar til lengdar því að þá fellur sandurinn til botns eins og við vitum, og við göngum á botninum eins og ekkert sé. Hins vegar getur kviksyndi myndast þar sem vatn sprettur upp undir sandi og ha...

category-iconFélagsvísindi almennt

Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?

Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning g...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um eldflugur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað getið þið sagt mér um eldflugur, hvaðan koma þær, hvers vegna lýsa þær í myrkri og hvert er hlutverk þeirra í náttúrunni?Eldflugur eru ekki flugur heldur bjöllur af ættinni Lampyridae. Á ensku nefnast bjöllur af þessari ætt „fireflies“ eða „lightning bug.“ Rúmlega 1100 ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins?

Þessari spurningu er hægt að svara á marga vegu. Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans s...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsta tegund allra fiska?

Stærsta fisktegundin er hvalháfurinn (Rhinodon typus) en hann getur orðið allt að 15 metra langur og vegið um 16 tonn. Hvalháfur (Rhincodon typus). Árið 1919 er talið að 19 metra langur hvalháfur hafi veiðst en þær mælingar voru ekki staðfestar af vísindamönnum og líklega var um ýkjur að ræða. Stærsti beinfis...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?

Afleiðingar þess að hlaupa í heilan sólarhring eru háðar líkamlegu ástandi hlauparans sem og aðstæðum við hlaupið. Illa þjálfuðum einstaklingi sem ofreyndi sig á hlaupum, jafnvel í skemmri tíma en á 24 klukkustundum, gæti vissulega orðið það um megn og hann fallið í yfirlið. Þess eru þó fjölmörg dæmi að hlauparar ...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?

Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...

category-iconVeðurfræði

Af hverju er grasið blautt á sumarmorgnum þótt ekki hafi rignt yfir nóttina?

Loft inniheldur alltaf eitthvað af vatnsgufu. Vatnsgufan, sem oft er einnig nefnd eimur, er ósýnileg, rétt eins og flestar aðrar lofttegundir. Því heitara sem loftið er, þeim mun meiri vatnsgufa getur verið á sveimi í því. Því lægri sem hitinn er, því meiri líkur eru á að vatnsgufan í því fari að þéttast. Kólni l...

category-iconFöstudagssvar

Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?

Eins og kemur fram í svari við spurningunni hvort tilraunir Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði (CERN) með stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) ógni tilvist heimsins þá setti fjöldi fólks fram tilgátur um mögulegar hamfarir í kjölfar tilraunanna. Má fræðast um tilgang þeirra í merkri b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig á alheimurinn eftir að þróast og hvernig mun heimsmyndin breytast við það?

Í dag telja menn að heimurinn hafi hafist í Miklahvelli. Miklihvellur var sprenging sem varð alls staðar í öllu rúminu á sama tíma. Hann var ekki sprenging í hefðbundnum skilningi, með eldi og reyk, heldur tölum við um sprengingu vegna þess hve ótrúlega mikið heimurinn þandist út á örskömmum tíma. Upp frá þessu he...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir lýsingarorðið 'ágætt' og hvernig er það notað?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að fá nákvæma skýringu á lýsingarorðinu ágætt og notkun þess, frá orðabókarskýringu til notkunar þess í daglegu tali. Oft þegar orðið er notað í daglegu tali er það svona mitt á milli á skalanum en svo er alltaf sagt ágætt er best... en er þá best best eða er ágæt...

category-iconJarðvísindi

Hvernig reikna menn út rennsli í rúmmetrum í jökulhlaupum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvernig er farið að því að finna út rennsli í rúmmetrum í hlaupum eins og Skaftárhlaupi? Rennsli fallvatns er fundið með því að mæla rúmmál vatns sem berst í gegnum þversnið farvegarins á tímaeiningu. Venja er að nota mælieininguna rúmmetrar á sekúndu [m3/s]. $$R...

category-iconLæknisfræði

Hver er dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi í samanburði við önnur lönd?

Upprunalega var spurningin: Eru Íslendingar hátt á heimslista yfir tíðni hjarta- og æðasjúkdóma? Kransæðasjúkdómar sem valda blóðþurrð eru algeng birtingarmynd hjarta- og æðasjúkdóma. Nýgengi kransæðasjúkdóma á Íslandi hefur farið stöðugt lækkandi undanfarna þrjá áratugi. Samkvæmt gögnum úr Hjartaáfallaskrá...

Fleiri niðurstöður