Mig langar að fá nákvæma skýringu á lýsingarorðinu ágætt og notkun þess, frá orðabókarskýringu til notkunar þess í daglegu tali. Oft þegar orðið er notað í daglegu tali er það svona mitt á milli á skalanum en svo er alltaf sagt ágætt er best... en er þá best best eða er ágætt enn betra en best, hvar á skalanum er það í rauninni samkvæmt orðabókaskilgreiningu.
Lýsingarorðið ágætur hefur fleiri en eina merkingu í nútímamáli samkvæmt þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar frá 2002. Það getur merkt 'prýðilegur, framúrskarandi', einnig 'þokkalegur, í góðu meðallagi' og að lokum 'frægur'. Þessi hefur þó ekki alltaf verið raunin. Í fornu máli var merkingin 'frábær, ljómandi góður'. Hún kemur fram í eldri orðabókum, til dæmis í orðabók Björns Halldórssonar frá 1814 þar sem merking er gefin á latínu 'celebris, memorabilis' og dönsku 'berømt, fortræffelig', það er 'frægur, prýðilegur, ljómandi góður'. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920–1924 er merkingin sögð 'udmærket', það er 'framúrskarandi' og 'berömt', það er 'frægur'. Í elstu útgáfu Íslenskrar orðabókar í ritstjórn Árna Böðvarssonar frá 1963 er merkingin sögð 'prýðilegur, frægur'. Sama er að segja um aðra útgáfu frá 1983. Þá er ekki komin inn merkingin 'þokkalegur, í góðu meðallagi'. Skemmtilegir málshættir eru prentaðir í Safni af íslenzkum orðskviðum sem Guðmundur Jónsson tók saman og gefið var út 1830 (sjá Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans):
Ekki er eitt svo ágætt, að ei megi verða annað slíkt.Þarna er ágætur í jákvæðu merkingunni. Yngsta dæmið í Ritmálsskrá Orðabókarinnar er úr Íslenskri málfræði Kristjáns Árnasonar frá 1979, bls. 131. Þar stendur:
Enginn er svo ágætr, að ei megi við hann jafnast.
Sumum þykir enn gott að fá ágætt undir verkefni sitt í skóla, en hins vegar eru kokkar ekkert stoltir af því er sagt er um mat sem þeir búa til að hann sé ágætur. Betra hefði verið ef sagt hefði verið að hann væri frábær.Í kaflanum „Ýkjur, háð, úrdráttur“ fjallar Kristján um ýmis stílbrögð. Hann skrifar:
Oft gerist það, þegar stöðugt eru notuð sterkari orð en ástæða er til, að merking þeirra sljóvgast. Er þá stundum talað um að orðið hafi merkingarbreyting sem kallast ofhvörf. Dæmi um þetta er þróun nokkurra íslenskra orða sem tákna eitthvað gott. Til forna var það mikið hrós að segja að eitthvað væri sæmilegt (enda er þetta orð leitt af no. sómi), en nú er enginn upp með sér af slíkri einkunn.Enn þykir verulega gott að fá ágætiseinkunn í skóla. Merkingu orðsins ágætur sem notandi er með í huga má oft ráða af tónfalli og fylgiorðum. Ef til dæmis er sagt: „Þetta er svo sem ágætt“ velkist enginn í vafa um að mælandi er ekki yfir sig ánægður. Mynd: