Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er axlarklemma?
Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja axlarklemmu eða sjá hana fyrir en vitað er að ýmsir þættir auka hættuna á ...
Hvernig er best að læra undir próf?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum: Hvernig er best að læra undir próf? Það væri gott að fá að vita í bæði tungumálagreinum og bóklegum greinum (spyrjandi: Einar Þór Stefánsson, f. 1988). Hvort er betra að byrja að læra undir próf daginn fyrir og læra allt á einum degi eða að fara rólega og taka um v...
Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hlutir sem gerðust í gærkvöld fremur en í gærkvöldi. Góðan dag, eftir að hafa horft á fréttir undanfarið hef ég orðið var við að flest allir fréttamenn segja „í gærkvöld“. Sem dæmi „FH vann Val í gærkvöld“, „ráðist var á mann í gærkvöld“ og svo framvegis. Ef maður beygir ...
Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?
Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá ...
Hvað er átt við í Vatnsdæla sögu með orðunum „láttu eigi nafn mitt niðri liggja“?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í Vatnsdælu sögu, 3. kafla, er orðað "Nú ef þér verður sona auðið eða þínum sonum þá láttu eigi nafn mitt niðri liggja og vænti eg mér þar gæða af og hefi eg það fyrir lífgjöfina." Hvað þýðir tiltakið "láttu eigi nafn mitt niðri liggja"? Í útgáfu Hins íslenska fornri...
Hvað eru skilningarvitin mörg og hvað heita þau?
Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins: Sjón. Heyrn. Snerting. Bragð. Lykt. Stundum eru fleiri nefnd til sögunar, svo sem jafnvægisskyn, varmaskyn og sársaukaskyn. Almennt er talað um að skilningarvitin séu fimm talsins. Flestir eru sammála um að sjónin sé okkur hvað mikilvægust. Öll g...
Hvað er dómsdagur kristinna manna?
Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...
Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi?
Skýjakljúfarnir á Manhattaneyju í New York hafa löngum vakið athygli og aðdáun manna. Empire State byggingin þótti á sínum tíma eitt af furðuverkum veraldar (byggingarár 1931). Var hún í 40 ár hæsta bygging heims (380 m) eða þar til hafnarstjórnin í New York lét reisa tvíburaturnbyggingarnar við höfnina (World Tra...
Til hvers er umskurður?
Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...
Halló, hæ og sæll — hafa þessar upphrópanir verið notaðar lengi eða er þetta nýlegt í málinu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvaða upphrópanir hafa verið notaðir í íslensku í gegnum aldirnar til að heilsa fólki? Við notum „halló“, „hæ“ og „sæll“ í dag en það virðast vera tiltölulega nýlegt að nota þau í þessari merkingu. Erfitt er að segja um það með vissu hvenær farið var að nota upphrópanirna...
Hvers vegna hafna konur kynlífi tímabundið fyrir eða eftir blæðingar?
Upplýsingar um kynlífshegðun fólks gefa okkur ekki tilefni til að ætla að konur hafni almennt kynlífi fyrir eða eftir blæðingar. Konur eru með mismunandi þrár og langanir til kynlífs sem tengjast margvíslegum þáttum sem reynt verður að minnast á í þessu svari en fyrst mun ég fjalla um blæðingar og viðhorf til þeir...
Hvað er átt við með samfélagssáttmála?
Orðið „samfélagssáttmáli“ er notað til að lýsa siðfræði- og stjórnspekikenningum sem fela í sér að réttindi manna og skyldur byggist á einhvers konar samkomulagi. Slíkar kenningar eru æði margvíslegar og eiga sér langa sögu svo engin ein stutt skilgreining dugar til að afmarka allt sem meint hefur verið með þessu ...
Hafa skólar vald til að láta börn undir lögaldri skrifa undir agabrot án þess að tilkynna foreldrum það?
Á Íslandi gilda lög um grunnskóla sem sett voru árið 1995 (lög nr. 66/1995) og fjalla þau um starfsumhverfi skóla, þjónustu og skyldur sem hvíla á skólastjórn og nemendum sem sækja grunnskóla. Hér á landi er einnig í gildi reglugerð frá menntamálaráðuneytinu um skólareglur í grunnskólum. Í þeim er skýrt kveðið...
Er satt að það fylgi því hamingja að hengja skeifu fyrir ofan hurð? Getið þið útskýrt þessa goðsögn?
Elstu heimildir um að notaðar séu járnskeifur á hesta eru frá 5. öld. Á Norðurlöndum fóru menn þó ekki að járna hesta fyrr en snemma á 9. öld. Skeifur hafa lengi verið taldar lukkutákn og það þykir happafengur að finna skeifu á förnum vegi. Margir hafa fyrir sið að taka slíka skeifu með sér heim og hengja hana up...
Hvers vegna reiðist fólk?
Oft er vitnað í hina frægu predikun Jóns Vídalíns þar sem hann segir reiðina vera eitt andskotans reiðarslag. Þá er stundum haft á orði að reiðin sé blind, rétt eins og ástin. Á hinn bóginn er gert ráð fyrir réttlátri reiði drottins og John Steinbeck lýsti þeim þrúgum reiðinnar sem spretta af ranglátri skiptingu l...