Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 619 svör fundust
Getið þið frætt mig um klaufhala?
Klaufhalar (Dermaptera) eru ættbálkur skordýra. Þeir eru meðalstór skordýr og fremra vængjapar þeirra hefur ummyndast í litlar plötur sem hylja samanbrotna afturvængi. Klaufhalar hafa langa, þráðlaga, margliða fálmara. Á afturenda eru tveir harðir kítínstafir sem mynda nokkurs konar griptöng. Á henni þekkjast klau...
Hver er hugsunin á bak við orðin útsuður, landsuður, útnorður og landnorður?
Hugsum okkur að við búum við strönd sem liggur frá suðri til norðurs og sjórinn sé vestan við landið. Dæmi um slíka strandlengju er á Vesturlandi í Noregi kringum Bergen og er einmitt líklegt að þar sé upphaf málvenjunnar sem er hér til umræðu. Hún er sem sé ekki bara íslensk heldur líka norsk og væntanlega eldri ...
Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?
Margir halda því fram að þegar búið er að framleiða rafbíl, flytja hann á milli landa og koma honum til eigandans sé heildarmengun rafbíls meiri en bíls sem er einfaldari í framleiðslu og gengur fyrir bensíni eða dísil. Svo er þó ekki. Þá hefur einnig verið töluvert rætt um framleiðsluna á rafmagni fyrir rafbílana...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi?
Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vestnorðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Alma...
Er höfuðborgarsvæðið orðið að sérnafni og ritað með stórum staf?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu? Höfuðborgarsvæði er landsvæð...
Hvernig virkar loftkæling og hver er eðlisfræðin þar á bak við?
Stutta svarið er að loftkæling verkar eiginlega alveg eins og kæliskápur og eðlisfræðin á bak við er hin sama (sjá svar við spurningunni Hvernig og hvers vegna er hægt að hita eldhúsið með ísskápnum?). Lítum samt aðeins betur á þetta og skoðum eftirfarandi mynd, sem á að lýsa kjarna máls. 1) Þéttingarpípur,...
Er hægt að eitra fyrir lúsmýi og bitmýi í sumarbústöðum og koma þannig í veg fyrir bit?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Ef meindýraeyðir er fenginn til að eitra fyrir flugu eða skordýrum í sumarbústað? Hefur það mikla virkni? Mundi það hafa þann árangur ég sé ekki bitin af flugu? Þá er ég að tala um eftirfarandi: Lúsmý, mýflugu, könguló? Eitranir í sumarbústöðum koma líklegast ekki í veg fyrir ...
Hvað er húsdreki og af hverju er hann í húsakimum?
Húsdrekar (Chelifer cancroides) eru áttfætlur (Arachnida) og tilheyra ættbálki dreka (Pseudoscorpiones). Í útliti minna þeir um margt á sporðdreka en á þá vantar halann eða sporðinn sem er svo áberandi hjá sporðdrekum. Auk þess eru drekar miklu minni en sporðdrekar, en húsdrekar eru aðeins 2,5-4,5 mm á lengd. ...
Hvernig get ég vitað hvort ég sé með óráði á meðan á óráðinu stendur?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Að sjá hvort einhver sem ég þekki vel er með óráði er tiltölulega auðvelt en (hvernig) get ég vitað hvort ég sjálfur er með óráði á meðan á því stendur? Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Þeir sem geta lagt inn spurningu um ástand sitt til Vísindavefsins eru...
Er gott fyrir hesta að vera eingöngu á sinubeit?
Stutta svarið við þessari spurningu getur verið bæði já eða nei. Langa svarið krefst meiri útskýringa. Í fyrsta lagi eru fóður- og næringarþarfir hesta ekki alltaf þær sömu. Margt hefur þar áhrif, svo sem hlutverk hestsins, hvort um er að ræða ungt hross í vexti, fylfulla hryssu, mjólkandi hryssu, stóðhest eða ...
Hver var Eysteinn Ásgrímsson sem talinn er höfundur helgikvæðisins Lilju?
Árið 1343 var á margan hátt dæmigert fyrir íslenskan veruleika á 14. öld, ef marka má hinar knöppu frásagnir annálarita en í þeim er getið um helstu atburði hvers ár. Nafnkunnugt fólk dó drottni sínum og fjöldi manns fórst í sjóslysum úti fyrir ströndum landsins. Annað sem bar til tíðinda voru afbrot og refsingar ...
Hver er uppruni lagsins „Skín í rauðar skotthúfur“ og hvernig hljómar textinn?
Lagið sem flestir kannast við undir heitinu Skín í rauðar skotthúfur er franskt þjóðlag. Í Frakklandi er það þekkt undir heitinu Allons, bergers, partons tous eða Quand Dieu naquit à Noël. Íslenski textinn er eftir Friðrik Guðna Þórleifsson (1944-1992). Lagið kom fyrst út með íslenskum texta á hljómplötu Eddukó...
Hvar er hafsauga og hvað er átt við með orðinu?
Orðið hafsauga merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:518) ‘staður langt úti í hafi, ysta hafsbrún’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir og er hin elsta þeirra frá 1749. Hún er úr bréfi Eggerts Ólafssonar, náttúrufræðings og skálds, „til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Ís...
Hvað getið þið sagt mér um Alfred Wegener?
Alfred Wegener fæddist í Berlín 1880 og nam stjörnufræði og veðurfræði við háskóla þar í borg. Doktorsritgerð hans var um stjörnufræði, en af ýmsum ástæðum kaus hann að helga sig veðurfræðinni frekar, meðal annars vegna áhuga síns á líkamsrækt, útivist og ferðalögum, einkum á norðlægum slóðum. Hann kannaði lofthjú...
Hvað er tónlist?
Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...