Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni lagsins „Skín í rauðar skotthúfur“ og hvernig hljómar textinn?

EDS

Lagið sem flestir kannast við undir heitinu Skín í rauðar skotthúfur er franskt þjóðlag. Í Frakklandi er það þekkt undir heitinu Allons, bergers, partons tous eða Quand Dieu naquit à Noël. Íslenski textinn er eftir Friðrik Guðna Þórleifsson (1944-1992).

Lagið kom fyrst út með íslenskum texta á hljómplötu Eddukórsins, Jól yfir borg og bæ sem SG-hljómplötur gáfu út haustið 1971. Lögin á plötunni eru úr ýmsum áttum en flest þeirra eru þjóðlög við texta Friðriks Guðna. Lögin koma frá Spáni, Austurríki, Þýskalandi og Svíþjóð auk Frakklands. Platan fékk góðar viðtökur og seldist það vel að hún var endurútgefin þremur árum síðar, þá undir heitinu Bráðum koma jólin sem er reyndar heitið á ljóðinu sem venjulega er kallað Skín í rauðar skotthúfur.

Lagið Skín í rauða skotthúfur - eða Bráðum koma jólin - er franskt þjóðlag.

Á plötunni eru fleiri lög sem margir kannast vel við, til dæmis lagið Betlehem (e. O Little Town of Bethlehem) og Á jólunum er gleði og gaman (Fum, Fum, Fum). Á hljóðsafn.is má heyra stutt brot úr öllum lögunum. Texti lagsins á íslensku er svona í heild sinni:

Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sœkja að,
sjást um allan bœinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inni í friði og ró, úti í frosti og snjó,
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.

Uppi á lofti inni í skáp
eru jólapakkar
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inn í friði og ró, inn úr frosti og snjó,
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.

Stjörnur tindra stillt og rótt
stafa geislum björtum.
Norðurljósin logaskær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember.
Þó að feyki snjó, þá í friði og ró
við höldum heilög jólin,
heilög blessuð jólin.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.12.2023

Spyrjandi

Sveinbjörn

Tilvísun

EDS. „Hver er uppruni lagsins „Skín í rauðar skotthúfur“ og hvernig hljómar textinn?“ Vísindavefurinn, 22. desember 2023, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85924.

EDS. (2023, 22. desember). Hver er uppruni lagsins „Skín í rauðar skotthúfur“ og hvernig hljómar textinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85924

EDS. „Hver er uppruni lagsins „Skín í rauðar skotthúfur“ og hvernig hljómar textinn?“ Vísindavefurinn. 22. des. 2023. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85924>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni lagsins „Skín í rauðar skotthúfur“ og hvernig hljómar textinn?
Lagið sem flestir kannast við undir heitinu Skín í rauðar skotthúfur er franskt þjóðlag. Í Frakklandi er það þekkt undir heitinu Allons, bergers, partons tous eða Quand Dieu naquit à Noël. Íslenski textinn er eftir Friðrik Guðna Þórleifsson (1944-1992).

Lagið kom fyrst út með íslenskum texta á hljómplötu Eddukórsins, Jól yfir borg og bæ sem SG-hljómplötur gáfu út haustið 1971. Lögin á plötunni eru úr ýmsum áttum en flest þeirra eru þjóðlög við texta Friðriks Guðna. Lögin koma frá Spáni, Austurríki, Þýskalandi og Svíþjóð auk Frakklands. Platan fékk góðar viðtökur og seldist það vel að hún var endurútgefin þremur árum síðar, þá undir heitinu Bráðum koma jólin sem er reyndar heitið á ljóðinu sem venjulega er kallað Skín í rauðar skotthúfur.

Lagið Skín í rauða skotthúfur - eða Bráðum koma jólin - er franskt þjóðlag.

Á plötunni eru fleiri lög sem margir kannast vel við, til dæmis lagið Betlehem (e. O Little Town of Bethlehem) og Á jólunum er gleði og gaman (Fum, Fum, Fum). Á hljóðsafn.is má heyra stutt brot úr öllum lögunum. Texti lagsins á íslensku er svona í heild sinni:

Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sœkja að,
sjást um allan bœinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inni í friði og ró, úti í frosti og snjó,
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.

Uppi á lofti inni í skáp
eru jólapakkar
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inn í friði og ró, inn úr frosti og snjó,
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.

Stjörnur tindra stillt og rótt
stafa geislum björtum.
Norðurljósin logaskær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember.
Þó að feyki snjó, þá í friði og ró
við höldum heilög jólin,
heilög blessuð jólin.

Heimildir og mynd:...