Skín í rauðar skotthúfurHeimildir og mynd:
skuggalangan daginn,
jólasveinar sœkja að,sjást um allan bœinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inni í friði og ró, úti í frosti og snjó,
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.
Uppi á lofti inni í skáp
eru jólapakkar
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inn í friði og ró, inn úr frosti og snjó,
því að brátt koma björtu jólin
bráðum koma jólin.
Stjörnur tindra stillt og rótt
stafa geislum björtum.
Norðurljósin logaskær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember.
Þó að feyki snjó, þá í friði og ró
við höldum heilög jólin,
heilög blessuð jólin.
- Helgi J. (2015, 19. janúar). Eddukórinn [1] (1970-76). Glatkistan. (Sótt 13.12.2023).
- Eddukórinn - Jól yfir borg og bæ. Wikimedia. (Sótt 13.12.2023).
- Helgi J. (2021, 10. mars). Friðrik Guðni Þórleifsson (1944-92). Glatkistan. (Sótt 13.12.2023).
- BRÁÐUM KOMA JÓLIN - Plata mánaðarins. (2016, 18. desember). Facebook. (Sótt 13.12.2023).
- Quand Dieu Naquit à Noël. Tradition in Action. (Sótt 13.12.2023).
- "Allons, bergers, partons tous (Shepherds, Let’s All Go!) - Quand Dieu naquit à Noël (A Christmas Child). Traditional music from County of Nice (France). (Sótt 13.12.2023).
- Santa Hat and Fence. Freerange. Höfundur myndar Jill Wellington. (Sótt 13.12.2023).