Um stærstu Raster og hvort Hafsvelgir eru í Siónum á Íslandi, þ.e. stórar cavitates under Marar botne, igiegnum Hveriar Siórenn dregst frá einu Hafsauga til annars.N.N. mun líklega vera Guðmundur Sigurðarson, móðurbróðir Eggerts og sýslumaður í Snæfellsnessýslu. Latneska orðið cavitates (nf.ft.) hef ég ekki fundið en giska á að átt sé við orðið cavea ‘hola, holrúm’. Hugmyndin um holu lifði lengi. Í ritinu Dulmætti og dultrú eftir Sigurð Þórólfsson eru þessi tvö dæmi fengin úr Ritmálssafninu:
Í „hafsauga“ var líka gat í gegnum jörðina, niður fyrir „undirdjúpin“. Skip, sem lentu í hafsauga, sukku í gegnum jörðina, og voru illir árar því valdandi.Þessi hugmynd er ekki viðtekin lengur. Elsta heimild á timarit.is er úr Þjóðólfi 1849:
Einmitt vegna þess hefur öllum þeim, sem dirfzt hafa að sveigja að almenningsálitinu í ræðu eða riti, verið varpað í hyldýpi fyrirlitningarinnar, og þaðan í hafsauga.Nú er mönnum óskað út í hafsauga, það er langt í burtu, og merkingin er svipuð og að óska einhverjum að fara til fjandans. Heimildir og mynd:
- Bréf Eggerts Ólafssonar til N.N. á Íslandi, um safn til ritgjörðar um eldfjöll á Íslandi. (1876). Andvari. Tímarit Hins íslenzka þjóðvinafélags. Þriðja ár. Kaupmannahöfn.
- Íslensk orðabók. (2002). Þriðja útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. (Sótt 15.10.2024).
- timarit.is
- Yfirlitsmynd: Richard Bartlaga. (2017). A view of boats far off in the distance. Flickr. Birt undir CC BY-ND 2.0 leyfi. (Sótt 24.10.2024).
- The Charybdis - The Queen Elizabeth Temperate House The Savi… - Flickr. (Sótt 30.10.2024). Myndina tók Leo Reynolds og hún er birt undir leyfinu Deed - Attribution-NonCommercial-ShareAlike 2.0 Generic - Creative Commons.
Hvar er og í hvaða átt er hafsauga og snýr einhver þaðan sem er vísað út í hafsauga?