Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 408 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er berkjubólga?

Berkjubólga eða bronkítis er sýking í lungum sem veldur lömun í bifhárum í berkjunum. Þessi bifhár sjá um að hreinsa loftið sem við öndum að okkur. Berkjubólgu er skipt í bráða berkjubólgu (e. acute bronchitis) og langvinna berkjubólgu (e. chronic bronchitis). Hin síðarnefnda er algengt vandamál hjá reykingafól...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er efedrín og amfetamín skylt?

Margir hafa heyrt talað um efedrín (e. ephedrine) og amfetamín (e. amphetamine) í sömu andrá og flestir vita að amfetamín er örvandi efni. Efedrín er það einnig en í minna mæli. Þegar örvandi efnis er neytt eykst hjartslátturinn og þar með blóðflæðið en það getur valdið of háum blóðþrýstingi. Efnin eru vissule...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hættulegasta geitungategund í heimi?

Það er erfitt að meta hvaða geitungategund er hættulegust, enda ekki alveg ljóst við hvað er átt. Hér verður einfaldlega farin sú leið að fjalla um þá geitungategund sem hefur hvað flest mannslíf á “samviskunni” en það er asíski risageitungurinn (Vespa mandarinia, e. giant asian hornet). Að meðaltali deyja árlega ...

category-iconLandafræði

Hver eru sex fjölmennustu löndin í Evrópu og hver er íbúaþéttleiki þeirra?

Þegar fólksfjöldi er metinn er litið til náttúrulegrar fjölgunar (e. natural growth) og fólksflutninga á milli ríkja. Náttúruleg fjölgun er munurinn á fjölda fæðinga og fjölda andláta innan ríkja. Íbúaþéttleiki er yfirleitt mældur sem hlutfall milli fjölda einstaklinga og ákveðinnar svæðiseiningar og yfirleitt set...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralífið í Japan?

Eyjurnar sem tilheyra Japan ná yfir nokkrar breiddargráður, frá 24°N til 46°N. Loftslag á þeim er því nokkuð breytilegt, frá hitabeltisloftslagi Ryukyu-eyjaklasans, sem er syðsti hluti Japans, yfir í kaldtemprað loftslag Hokkaido-eyju. Vegna þessa og hversu misstórar eyjurnar eru, er gróður og dýralíf eyjanna mjög...

category-iconOrkumál

Af hverju hefur Evrópusambandið bannað hefðbundnar ljósaperur?

Evrópusambandið hefur bannað hefðbundnar ljósaperur í því skyni að draga úr losun koltvíildis (CO2) í andrúmsloftið og vinna þannig gegn gróðurhúsaáhrifum. Reglugerð sem kveður á um bann við gló- og halógenperum tók gildi árið 2009 en ákveðið var að innleiðing bannsins kæmi til framkvæmda í sex áföngum á tímabilin...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er sink svona nauðsynlegt fyrir okkur?

Sink er málmur og eitt af þeim steinefnum sem við þurfum að fá daglega í snefilmagni. Það finnst í sumum fæðutegundum, er bætt í aðrar eða er hægt að fá sem fæðubótarefni. Það finnst einnig í hálstöflum og ýmsum kvefmeðulum sem fást án lyfseðils. Sink er frumefni með efnatáknið Zn og er númer 30 í lotukerfinu....

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru rafrettur og hvernig virka þær?

Rafretta er rafhlöðuknúið úðatæki sem líkir eftir sígarettureykingum. Hún er í þremur hlutum: rafhlöðuhylki, hitari og munnstykki með vökvahylki og skammtahólfi. Vökvinn samanstendur af própýlen glýkóli og/eða glýseróli (sem eru þekkt aukaefni í matvörum) og bragðefnum, með eða án nikótíns sem hægt er að fá allt f...

category-iconStærðfræði

Hvað er tvíundakerfi og hver fann það upp?

Daníel Arnar spurði: Hvernig er reiknað í tvíundakerfi? og Ólafur Jón vildi fá að vita hvort erfitt væri að læra á tvíundakerfið í tölvum. Tvíundakerfið (e. binary numeral system) er talnakerfi eða sætiskerfi með grunntöluna 2. Þegar tala er rituð í tvíundakerfinu svarar hvert sæti til veldis af tveimur og getu...

category-iconVísindi almennt

Úr hverju er varalitur búinn til?

Framleiðendur varalita nota yfirleitt sína eigin uppskrift þegar þeir búa til litina. Nokkur grunnefni eru þó yfirleitt sameiginleg. Í fyrsta lagi er það vax, til dæmis býflugnavax, paraffín, candelilla-vax, sem er vax af runna sem vex í norðurhluta Mexíkó og sunnarlega í Bandaríkjunum, eða svonefnt carnauba-vax, ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjir tóku þátt í fyrri heimsstyrjöldinni?

Heimsstyrjöldin fyrri hófst 28. júlí 1914 og henni lauk 11. nóvember 1918. Evrópa var meginvettvangur hernaðarátakanna en einnig var barist í Miðausturlöndum, Afríku, Austur-Asíu og á höfum úti. Tiltölulega fá ríki báru hitann og þungann af átökunum. (Sjá svar sama höfundar við spurningunni Hversu margir dóu í hei...

category-iconStærðfræði

Hvað er óreiða í stærðfræði?

Í stærðfræði og tengdum greinum getur hugtakið óreiða (e. entropy) vísað til nokkurra mismunandi hluta. Í upplýsingafræði er til dæmis talað um upplýsingaóreiðu sem er mat á lágmarksfjölda já/nei svara sem kóða ákveðnar upplýsingar. Miklar hagnýtingar felast í þessu þar sem upplýsingaóreiðan segir til um lágmarksf...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var beljaki og hvenær var hann uppi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Í svari Vísindavefs um dýrin með stærstu tungurnar er sagt að beljakinn hafi mögulega verið með langa tungu. Hvernig dýr var beljakinn? Beljakar (Paracheratherium, hafa líka verið nefndir Indricotherium) voru risavaxin spendýr af ættbálki Perissodactyla, eins og meðal annar...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er Rauði herinn og hverjir börðust í honum?

Ýmsir byltingarherir hafa haft mikil áhrif á framvindu sögunnar. Slíkir herir einkennast meðal annars af því að þeir berjast með ákveðna hugmyndafræði að leiðarljósi. Sú hugmyndafræði getur verið þjóðfélagslega framsækin miðað við hugmyndir síns tíma, boðað hugmyndir um afnám einveldis (til dæmis guðlegs konungsva...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um svín?

Óhætt er að segja að það sem svín skortir í glæsileika og fegurð bæta þau upp með styrk, aðlögunarhæfni og greind. Svín hafa einstaka hæfileika til að aðlagast margvíslegum búsvæðum, svo sem laufskógum, savanna-sléttlendi, regnskógum og votlendi. Orðið svín er almennt heiti yfir tegundir af ættflokkunum suidae ...

Fleiri niðurstöður