Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er efedrín og amfetamín skylt?

Vignir Már Lýðsson

Margir hafa heyrt talað um efedrín (e. ephedrine) og amfetamín (e. amphetamine) í sömu andrá og flestir vita að amfetamín er örvandi efni. Efedrín er það einnig en í minna mæli. Þegar örvandi efnis er neytt eykst hjartslátturinn og þar með blóðflæðið en það getur valdið of háum blóðþrýstingi.

Efnin eru vissulega skyld enda í sama yfirflokki sem nefnist fenetýlamín (e. phenethylamine). Fenetýlamín eru lífræn efni sem myndast í lífverum þegar efnabreytingar verða á amínósýrunni fenýlalaníni (e. phenylalanine) sem margir tengja eflaust við sykurlausa gosdrykki. Hana er þó að finna í nær allri náttúrulegri fæðu sem við neytum.

Bæði amfetamín og efedrín eru hættuleg sé þeirra neytt í miklum mæli og stórir skammtar af efnunum geta verið banvænir.



Amfetamín og efedrín eru skyld efni en bæði tilheyra þau undirflokki fenetýlamína.

Efedrín er efni af flokki lýtinga (e. alkaloids) og það er unnið úr plöntum af ættkvíslinni Ephedra en þaðan dregur efnið nafn sitt. Grunnuppbygging þess er sú sama og amfetamíns, það er fenetýlamín-sameindin, en munurinn felst í að í stað annarrar vetnisfrumeindarinnar í amínhópnum (NH2) á amfetamínsameindinni er kominn svokallaður metýlhópur (CH3). Þar að auki hefur einum OH-hóp verið bætt við í efedrínsameindinni.


Vellíðunartilfinningin sem fylgir neyslu amfetamíns og efedríns er skýrð með þeim hætti að efnin auka flæði dópamíns og serótóníns í heilanum. Vegna þessa geta þau orðið ávanabindandi líkt og alkóhól.

Amfetamín er mun „hættulegra“ en efedrín. Amfetamínið veldur hvort tveggja hættulegum lífeðlis- og sálfræðilegum breytingum á neytandanum eftir að hann hefur tekið út örvun og vellíðan við neyslu. Algengar aukaverkanir eru skjálfti, kvíði og örari öndun eftir neyslu. Hjartsláttartruflanir, heilablóðfall og sjúkdómar sem leggjast á nýru, lifur og lungu eru líka alvarlegir fylgifiskar misnotkunar á amfetamíni og auk þess veikist ónæmiskerfið. Sálræn áhrif geta komið fram sem ofskynjanir, svefnleysi og mikil reiði. Einkenni geðklofa (e. schizophrenia) og þunglyndis geta einnig gert vart við sig. Amfetamín er auk þess mun meira ávanabindandi en efedrín og myndar neytandinn fljótt mikið þol gegn efninu. Því þarfnast stórneytandi æ stærri skammta af efninu sem leiðir til enn meiri skaða. Afvötnun fíkils sem er langt leiddur er mjög óþægileg og henni getur fylgt ofsóknaræði, þunglyndi, mikil syfja og öndunarerfiðleikar.


Aukaverkanir efedríns eru talsvert vægari, en þau geta verið klígja, svitamyndun, útbrot, lystarleysi, aukin þvagmyndun og höfuðverkur. Alvarleg áhrif í ætt við amfetamínsaukaverkanir geta komið fram við ofneyslu þess. Efedrín er bannað í Evrópu en leyft í Bandaríkjunum. Þar í landi er alls ekki mælt með meira en 150 mg dagsskammti. Fjölmörg dauðsföll hafa verið rekin beint til efedrínsneyslu svo notkun þess ber að varast.


Amfetamín er meðal annars notað við meðhöndlun á ofvirkni og athyglisbresti, drómasýki og síþreytu. Það var áður fyrr notað til að draga úr matarlyst og halda þannig aukakílóunum í skefjum. Efnið er oft og tíðum misnotað á skemmtistöðum, til dæmis svo neytandinn geti „enst lengur“ eða aukið kynhvöt sína. Efnið er ólöglegt og skal alls ekki neytt nema samkvæmt læknisráði.


Í nútímasamfélagi fer notkun efedríns í læknisfræðilegum tilgangi minnkandi. Áður fyrr var efnið notað sem staðbundið deyfingarlyf og við meðhöndlun á astma þar sem það víkkar lungnablöðrurnar og auðveldar öndun. Nú hafa hins vegar önnur og betri lyf með vægari aukaverkanir leyst efedrín af hólmi. Sumt líkamsræktarfólk neytir fæðubótarefna sem innihalda efedrín í þeim tilgangi að auka brennslu og hraða þannig þyngdartapi. Óprúttnir íþróttamenn nota efnið einnig, vegna örvunaráhrifa þess, til að bæta árangur sinn en efnið er á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Bandaríska strandgæslan mælti eitt sinn með notkun efedríns við sjóveiki en þá þurfti reyndar að blanda það með efni sem nefnist prómetasín (e. promethazine). Það má telja líklegt að á einhverjum svæðum í Kína sé það enn notað við astma en notkun efedríns (Ma Huang á kínversku) í þeim tilgangi á sér aldalanga hefð þar í landi.


Höfundur þakkar Pétri Orra Heiðarssyni lífefnafræðingi fyrir yfirlestur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

11.7.2007

Spyrjandi

Anita Elefsen

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Hvernig er efedrín og amfetamín skylt?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6716.

Vignir Már Lýðsson. (2007, 11. júlí). Hvernig er efedrín og amfetamín skylt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6716

Vignir Már Lýðsson. „Hvernig er efedrín og amfetamín skylt?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6716>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er efedrín og amfetamín skylt?
Margir hafa heyrt talað um efedrín (e. ephedrine) og amfetamín (e. amphetamine) í sömu andrá og flestir vita að amfetamín er örvandi efni. Efedrín er það einnig en í minna mæli. Þegar örvandi efnis er neytt eykst hjartslátturinn og þar með blóðflæðið en það getur valdið of háum blóðþrýstingi.

Efnin eru vissulega skyld enda í sama yfirflokki sem nefnist fenetýlamín (e. phenethylamine). Fenetýlamín eru lífræn efni sem myndast í lífverum þegar efnabreytingar verða á amínósýrunni fenýlalaníni (e. phenylalanine) sem margir tengja eflaust við sykurlausa gosdrykki. Hana er þó að finna í nær allri náttúrulegri fæðu sem við neytum.

Bæði amfetamín og efedrín eru hættuleg sé þeirra neytt í miklum mæli og stórir skammtar af efnunum geta verið banvænir.



Amfetamín og efedrín eru skyld efni en bæði tilheyra þau undirflokki fenetýlamína.

Efedrín er efni af flokki lýtinga (e. alkaloids) og það er unnið úr plöntum af ættkvíslinni Ephedra en þaðan dregur efnið nafn sitt. Grunnuppbygging þess er sú sama og amfetamíns, það er fenetýlamín-sameindin, en munurinn felst í að í stað annarrar vetnisfrumeindarinnar í amínhópnum (NH2) á amfetamínsameindinni er kominn svokallaður metýlhópur (CH3). Þar að auki hefur einum OH-hóp verið bætt við í efedrínsameindinni.


Vellíðunartilfinningin sem fylgir neyslu amfetamíns og efedríns er skýrð með þeim hætti að efnin auka flæði dópamíns og serótóníns í heilanum. Vegna þessa geta þau orðið ávanabindandi líkt og alkóhól.

Amfetamín er mun „hættulegra“ en efedrín. Amfetamínið veldur hvort tveggja hættulegum lífeðlis- og sálfræðilegum breytingum á neytandanum eftir að hann hefur tekið út örvun og vellíðan við neyslu. Algengar aukaverkanir eru skjálfti, kvíði og örari öndun eftir neyslu. Hjartsláttartruflanir, heilablóðfall og sjúkdómar sem leggjast á nýru, lifur og lungu eru líka alvarlegir fylgifiskar misnotkunar á amfetamíni og auk þess veikist ónæmiskerfið. Sálræn áhrif geta komið fram sem ofskynjanir, svefnleysi og mikil reiði. Einkenni geðklofa (e. schizophrenia) og þunglyndis geta einnig gert vart við sig. Amfetamín er auk þess mun meira ávanabindandi en efedrín og myndar neytandinn fljótt mikið þol gegn efninu. Því þarfnast stórneytandi æ stærri skammta af efninu sem leiðir til enn meiri skaða. Afvötnun fíkils sem er langt leiddur er mjög óþægileg og henni getur fylgt ofsóknaræði, þunglyndi, mikil syfja og öndunarerfiðleikar.


Aukaverkanir efedríns eru talsvert vægari, en þau geta verið klígja, svitamyndun, útbrot, lystarleysi, aukin þvagmyndun og höfuðverkur. Alvarleg áhrif í ætt við amfetamínsaukaverkanir geta komið fram við ofneyslu þess. Efedrín er bannað í Evrópu en leyft í Bandaríkjunum. Þar í landi er alls ekki mælt með meira en 150 mg dagsskammti. Fjölmörg dauðsföll hafa verið rekin beint til efedrínsneyslu svo notkun þess ber að varast.


Amfetamín er meðal annars notað við meðhöndlun á ofvirkni og athyglisbresti, drómasýki og síþreytu. Það var áður fyrr notað til að draga úr matarlyst og halda þannig aukakílóunum í skefjum. Efnið er oft og tíðum misnotað á skemmtistöðum, til dæmis svo neytandinn geti „enst lengur“ eða aukið kynhvöt sína. Efnið er ólöglegt og skal alls ekki neytt nema samkvæmt læknisráði.


Í nútímasamfélagi fer notkun efedríns í læknisfræðilegum tilgangi minnkandi. Áður fyrr var efnið notað sem staðbundið deyfingarlyf og við meðhöndlun á astma þar sem það víkkar lungnablöðrurnar og auðveldar öndun. Nú hafa hins vegar önnur og betri lyf með vægari aukaverkanir leyst efedrín af hólmi. Sumt líkamsræktarfólk neytir fæðubótarefna sem innihalda efedrín í þeim tilgangi að auka brennslu og hraða þannig þyngdartapi. Óprúttnir íþróttamenn nota efnið einnig, vegna örvunaráhrifa þess, til að bæta árangur sinn en efnið er á bannlista Alþjóðalyfjaeftirlitsins. Bandaríska strandgæslan mælti eitt sinn með notkun efedríns við sjóveiki en þá þurfti reyndar að blanda það með efni sem nefnist prómetasín (e. promethazine). Það má telja líklegt að á einhverjum svæðum í Kína sé það enn notað við astma en notkun efedríns (Ma Huang á kínversku) í þeim tilgangi á sér aldalanga hefð þar í landi.


Höfundur þakkar Pétri Orra Heiðarssyni lífefnafræðingi fyrir yfirlestur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir: