Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralífið í Japan?

Jón Már Halldórsson

Eyjurnar sem tilheyra Japan ná yfir nokkrar breiddargráður, frá 24°N til 46°N. Loftslag á þeim er því nokkuð breytilegt, frá hitabeltisloftslagi Ryukyu-eyjaklasans, sem er syðsti hluti Japans, yfir í kaldtemprað loftslag Hokkaido-eyju. Vegna þessa og hversu misstórar eyjurnar eru, er gróður og dýralíf eyjanna mjög fjölbreytt. Hér verður því aðeins hægt að stikla á stóru.

Spendýr

Talið er að um 130 villtar spendýrategundir finnist á Japanseyjum. Stærstar þeirra eru tvær tegundir bjarna, annars vegar brúnbjörn (Ursus arctos) sem lifir á afskekktum svæðum á Hokkaido-eyju og asíski svartbjörninn (Ursus thibetanus) sem finnst í fjalllendi á Honshu-, Kyushu- og Shikoku-eyjum. Af smærri rándýrum má nefna hlébarðaköttinn (Prionailurus bengalensis) sem finnst á Tsushima-eyju og hunddýrin marðarhund (Nyctereutes procyonoides) og rauðref (Vulpes vulpes) sem finnast víða á stærri eyjum Japans. Önnur merkileg kattartegund er iriemota-kötturinn (Prionailurus iriomotensis) sem aðeins finnst á eyjunni Iriomote sem er meðal syðstu eyja Japans. Þessi köttur er í mikilli útrýmingarhættu sökum takmarkaðrar útbreiðslu og telst stofninn aðeins vera um 100 einstaklingar.

Af grasbítum má til dæmis nefna síkahjört (Cervus nippon) og japanska loðgeit (Capricornis crispus) sem er geitantilópa og finnst í skóglendi Honshu-eyju. Evrasíska villisvínið er mjög útbreitt í laufskógum Japans og það finnst á fjölmörgum eyjum í eyjaklasanum.

Sennilega er loðapi (Macaca fuscata) þekktasta dýrið í Japan en hann er norðlægasta prímatategund jarðar að manninum undanskildum. Loðapinn lifir á þremur af fjórum helstu eyjum Japans, Honshu, Shikoku og Kyushu. Þessi prímati telst ekki vera í útrýmingarhættu enda sýna nýjustu talningar að stofninn sé rétt rúmlega 114 þúsund einstaklingar.

Nokkrir loðapar hafa það náðugt í heitri laug í Nagano.

Sjávarspendýralíf er fjölskrúðugt umhverfis Japan. Af hreifadýrum má nefna steller-sæljón (Eumetopias jubatus) sem finnst víða við strendur norðurhluta Japans. Sækýr (Dugong dugong) lifa aðallega í hitabeltissjónum við Indónesíu og Filippseyjar en lítill stofn um 50 dýra finnast einnig umhverfis Okinawa-eyju.

Fuglar

Reglulega finnast um 600 tegundir fugla í Japan, þar af verpa um 250 tegundir á eyjunum. Nokkrar tegundir eru einlendar (endemískar) og má þar nefna japönsku trjáspætuna (Picus awokera), kopar-fasanann (Syrmaticus soemmerringii) og þjóðarfugl Japans, grænfasanann (Phasianus versicolor). Sumar tegundir finnast aðeins á smáum eyjum eins og okinawa-rellan (Gallirallus okinawae) sem fannst fyrst í kringum 1970. Hún er ófleyg og heldur til í regnskógum Okinawa. Líkt og margir aðrir fuglar sem hafa þróast á einangruðum eyjum hefur okinawa-rellan tapað hæfni til flugs og stendur henni því ógn af tilkomu margra dýra eins og katta og rotta. Hún telst vera í hættu (e. endangered) og hefur stofninum hnignað um tugi prósenta á síðastliðnum áratugum.

Rauðkraga tranan (Grus japonensis) er áberandi fugl í menningu Japana. Þessi tignarlegi fugl kemur iðulega fyrir í japanskri myndlist og er kallaður tancho og stundum sagður lifa í þúsund ár. Rauðkraga tranan lifir víðar en í Japan, meðal annars í Kína. Japanski stofninn telur nú aðeins um eitt þúsund fugla og er hann alfriðaður.

Rauðkraga tranan (Grus japonensis).

Milljónir farfugla fara um Japan á flugi sínu til og frá varpstöðvum í Norður-Asíu, meðal annars fjölmargir stórir fuglar svo sem svanir, gæsir og trönur sem verpa í Síberíu.

Skriðdýr og froskdýr

Í Japan hafa fundist 73 tegundir skriðdýra, þar af er rúmur helmingur einlendur. Á megineyjunum fjórum eru tvær slöngutegundir sem teljast eitraðar og skaðlegar mönnum. Það eru mamushi (Gloydius blomhoffii) og tegund sem nefnist á ensku tiger keelbach (Rhabdophis tigrinus). Skæðastir eru þó snákar sem nefnast habus (Trimererus sp) og finnast á nokkrum eyjum í Ryukyu-eyjaklasanum. Einnig má nefna tegundina Trimeresurus flavoviridis sem telst vera meðal eitruðustu snáka heims og finnst á eyjunni Okinawa. Honum hefur þó fækkað eftir að mongúsum var sleppt lausum þar en þeir drepa snáka.

Rúmlega 40 tegundir froskdýra finnast í Japan. Helst má nefna japönsku risasalamöndruna (Andrias japonicus) sem er eitt stærsta núlifandi froskdýr jarðar.

Skordýr

Tugir þúsunda skordýrategunda hafa fundist í Japan. Þar af eru yfir 300 tegundir fiðrilda og 190 tegundir drekaflugna. Eitt alræmdasta skordýrið sem fyrirfinnst í Japan er risageitungurinn (Vespa mandarinia japonica) en talið er að hann bani um 40 manns á ári.

Helstu heimildir og myndir:

  • Brazil, Mark A. (1991). The Birds of Japan, Christopher Helm, London.
  • Kodansha (1993). Japan: an illustrated encyclopedia, Kodansha, Tokyo.
  • Mynd af loðöpum: Japanese macaque á Wikipedia. Sótt 29. 11. 2011.
  • Mynd af rauðkraga trönu: Animal Spot. Sótt 29. 11. 2011.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.12.2011

Spyrjandi

Arndís Ósk Magnúsdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um dýralífið í Japan?“ Vísindavefurinn, 12. desember 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60386.

Jón Már Halldórsson. (2011, 12. desember). Getið þið sagt mér eitthvað um dýralífið í Japan? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60386

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um dýralífið í Japan?“ Vísindavefurinn. 12. des. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60386>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralífið í Japan?
Eyjurnar sem tilheyra Japan ná yfir nokkrar breiddargráður, frá 24°N til 46°N. Loftslag á þeim er því nokkuð breytilegt, frá hitabeltisloftslagi Ryukyu-eyjaklasans, sem er syðsti hluti Japans, yfir í kaldtemprað loftslag Hokkaido-eyju. Vegna þessa og hversu misstórar eyjurnar eru, er gróður og dýralíf eyjanna mjög fjölbreytt. Hér verður því aðeins hægt að stikla á stóru.

Spendýr

Talið er að um 130 villtar spendýrategundir finnist á Japanseyjum. Stærstar þeirra eru tvær tegundir bjarna, annars vegar brúnbjörn (Ursus arctos) sem lifir á afskekktum svæðum á Hokkaido-eyju og asíski svartbjörninn (Ursus thibetanus) sem finnst í fjalllendi á Honshu-, Kyushu- og Shikoku-eyjum. Af smærri rándýrum má nefna hlébarðaköttinn (Prionailurus bengalensis) sem finnst á Tsushima-eyju og hunddýrin marðarhund (Nyctereutes procyonoides) og rauðref (Vulpes vulpes) sem finnast víða á stærri eyjum Japans. Önnur merkileg kattartegund er iriemota-kötturinn (Prionailurus iriomotensis) sem aðeins finnst á eyjunni Iriomote sem er meðal syðstu eyja Japans. Þessi köttur er í mikilli útrýmingarhættu sökum takmarkaðrar útbreiðslu og telst stofninn aðeins vera um 100 einstaklingar.

Af grasbítum má til dæmis nefna síkahjört (Cervus nippon) og japanska loðgeit (Capricornis crispus) sem er geitantilópa og finnst í skóglendi Honshu-eyju. Evrasíska villisvínið er mjög útbreitt í laufskógum Japans og það finnst á fjölmörgum eyjum í eyjaklasanum.

Sennilega er loðapi (Macaca fuscata) þekktasta dýrið í Japan en hann er norðlægasta prímatategund jarðar að manninum undanskildum. Loðapinn lifir á þremur af fjórum helstu eyjum Japans, Honshu, Shikoku og Kyushu. Þessi prímati telst ekki vera í útrýmingarhættu enda sýna nýjustu talningar að stofninn sé rétt rúmlega 114 þúsund einstaklingar.

Nokkrir loðapar hafa það náðugt í heitri laug í Nagano.

Sjávarspendýralíf er fjölskrúðugt umhverfis Japan. Af hreifadýrum má nefna steller-sæljón (Eumetopias jubatus) sem finnst víða við strendur norðurhluta Japans. Sækýr (Dugong dugong) lifa aðallega í hitabeltissjónum við Indónesíu og Filippseyjar en lítill stofn um 50 dýra finnast einnig umhverfis Okinawa-eyju.

Fuglar

Reglulega finnast um 600 tegundir fugla í Japan, þar af verpa um 250 tegundir á eyjunum. Nokkrar tegundir eru einlendar (endemískar) og má þar nefna japönsku trjáspætuna (Picus awokera), kopar-fasanann (Syrmaticus soemmerringii) og þjóðarfugl Japans, grænfasanann (Phasianus versicolor). Sumar tegundir finnast aðeins á smáum eyjum eins og okinawa-rellan (Gallirallus okinawae) sem fannst fyrst í kringum 1970. Hún er ófleyg og heldur til í regnskógum Okinawa. Líkt og margir aðrir fuglar sem hafa þróast á einangruðum eyjum hefur okinawa-rellan tapað hæfni til flugs og stendur henni því ógn af tilkomu margra dýra eins og katta og rotta. Hún telst vera í hættu (e. endangered) og hefur stofninum hnignað um tugi prósenta á síðastliðnum áratugum.

Rauðkraga tranan (Grus japonensis) er áberandi fugl í menningu Japana. Þessi tignarlegi fugl kemur iðulega fyrir í japanskri myndlist og er kallaður tancho og stundum sagður lifa í þúsund ár. Rauðkraga tranan lifir víðar en í Japan, meðal annars í Kína. Japanski stofninn telur nú aðeins um eitt þúsund fugla og er hann alfriðaður.

Rauðkraga tranan (Grus japonensis).

Milljónir farfugla fara um Japan á flugi sínu til og frá varpstöðvum í Norður-Asíu, meðal annars fjölmargir stórir fuglar svo sem svanir, gæsir og trönur sem verpa í Síberíu.

Skriðdýr og froskdýr

Í Japan hafa fundist 73 tegundir skriðdýra, þar af er rúmur helmingur einlendur. Á megineyjunum fjórum eru tvær slöngutegundir sem teljast eitraðar og skaðlegar mönnum. Það eru mamushi (Gloydius blomhoffii) og tegund sem nefnist á ensku tiger keelbach (Rhabdophis tigrinus). Skæðastir eru þó snákar sem nefnast habus (Trimererus sp) og finnast á nokkrum eyjum í Ryukyu-eyjaklasanum. Einnig má nefna tegundina Trimeresurus flavoviridis sem telst vera meðal eitruðustu snáka heims og finnst á eyjunni Okinawa. Honum hefur þó fækkað eftir að mongúsum var sleppt lausum þar en þeir drepa snáka.

Rúmlega 40 tegundir froskdýra finnast í Japan. Helst má nefna japönsku risasalamöndruna (Andrias japonicus) sem er eitt stærsta núlifandi froskdýr jarðar.

Skordýr

Tugir þúsunda skordýrategunda hafa fundist í Japan. Þar af eru yfir 300 tegundir fiðrilda og 190 tegundir drekaflugna. Eitt alræmdasta skordýrið sem fyrirfinnst í Japan er risageitungurinn (Vespa mandarinia japonica) en talið er að hann bani um 40 manns á ári.

Helstu heimildir og myndir:

  • Brazil, Mark A. (1991). The Birds of Japan, Christopher Helm, London.
  • Kodansha (1993). Japan: an illustrated encyclopedia, Kodansha, Tokyo.
  • Mynd af loðöpum: Japanese macaque á Wikipedia. Sótt 29. 11. 2011.
  • Mynd af rauðkraga trönu: Animal Spot. Sótt 29. 11. 2011.
...