Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?

Jón Már Halldórsson

Þrjár tegundir sækúa eru til. Þær tilheyra allar sömu ættkvíslinni sem heitir Trichechus á latínu. Tegundirnar þrjár lifa í þremur heimsálfum. Tegundin Trichecus inunguis (e. Amazon manatee) lifir í Amasonfljóti og Orinoco-fljótunum og er í mikilli útrýmingarhættu. Önnur tegund, Trichechus manatus (e. Caribbean manatee) lifir í votlendi á Flórídaskaganum og víða við suðausturströnd Bandaríkjanna. Þriðja tegundin, Trichechus senegalensis (e. West African manatee) lifir í stórum ám í Vestur-Afríku, meðal annars í Senegal.

Sækýr eru jurtaætur. Segja má að þær liggi á beit í þara og öðrum vatnagróðri í lygnum ám og fljótum á útbreiðslusvæðum sínum.

Við norðurhluta Ástralíu lifir tegund sem er mjög skyld sækúm. Sú tegund heitir dugong (Dugong dugong) og er einnig kölluð sækýr í daglegu tali.



Fullorðnar sækýr eru á bilinu 2,5 til 4,5 metrar á lengd og geta orðið allt að 700 kg á þyngd. Þær halda sig annað hvort einar síns liðs eða eru í mjög smáum hópum. Þær synda mjög hægt um og sjást iðulega vera að háma í sig jurtir í grunnu vatni.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?

Myndina fundum við á vefsetrinu The wonderful world of the manatee

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

26.3.2002

Spyrjandi

Óskar Ingi Magnússon, f. 1986

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?“ Vísindavefurinn, 26. mars 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2237.

Jón Már Halldórsson. (2002, 26. mars). Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2237

Jón Már Halldórsson. „Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?“ Vísindavefurinn. 26. mar. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2237>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?
Þrjár tegundir sækúa eru til. Þær tilheyra allar sömu ættkvíslinni sem heitir Trichechus á latínu. Tegundirnar þrjár lifa í þremur heimsálfum. Tegundin Trichecus inunguis (e. Amazon manatee) lifir í Amasonfljóti og Orinoco-fljótunum og er í mikilli útrýmingarhættu. Önnur tegund, Trichechus manatus (e. Caribbean manatee) lifir í votlendi á Flórídaskaganum og víða við suðausturströnd Bandaríkjanna. Þriðja tegundin, Trichechus senegalensis (e. West African manatee) lifir í stórum ám í Vestur-Afríku, meðal annars í Senegal.

Sækýr eru jurtaætur. Segja má að þær liggi á beit í þara og öðrum vatnagróðri í lygnum ám og fljótum á útbreiðslusvæðum sínum.

Við norðurhluta Ástralíu lifir tegund sem er mjög skyld sækúm. Sú tegund heitir dugong (Dugong dugong) og er einnig kölluð sækýr í daglegu tali.



Fullorðnar sækýr eru á bilinu 2,5 til 4,5 metrar á lengd og geta orðið allt að 700 kg á þyngd. Þær halda sig annað hvort einar síns liðs eða eru í mjög smáum hópum. Þær synda mjög hægt um og sjást iðulega vera að háma í sig jurtir í grunnu vatni.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?

Myndina fundum við á vefsetrinu The wonderful world of the manatee...