Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?

Jón Már Halldórsson



Rétt er að þær tegundir sem tilheyra ættkvíslinni Trichechus (eiginlegar sækýr; enska manatee) eiga það meðal annars sameiginlegt að sjón þeirra er ekki vel þróuð. Því er ekki auðsvarað hvers vegna svo er en sennilega má rekja það til aðlögunar að umhverfinu. Það er einkum tvennt sem gæti skýrt að ekki reynir á góða sjónskynjun hjá sækúm og hún hafi því ekki þróast hjá þeim:

  • Sækýr eiga sér enga náttúrulega óvini (fyrir utan manninn).
  • Á vatna- og strandsvæðum þar sem sækýr finnast í dag er skyggnið í vatninu ekki mikið. Góð sjón hefði þannig ekki nýst mjög vel við fæðuöflun og öflun annarra upplýsinga sem skynfærin veita lífverum til þess að komast af. Þess í stað hafa sækýr þróað með sér gott þefskyn og ágæta heyrn.

Sjálfsagt eiga þessi tvö atriði sinn þátt í illa þróuðu sjónskyni sækúa og eflaust koma nokkrir aðrir þættir einnig við sögu.

Þrjár tegundir sækúa finnast í dag. Trichechus manatus lifir í Flórída og finnst einnig á aðliggjandi svæðum. Trichechus inunguis finnst í stórfljótinu Amazon og aðliggjandi ám í Suður-Ameríku. Trichechus senegalensis býr svo í vestanverðri Afríku.

Fullorðnar sækýr eru á bilinu 2,5 til 4,5 metrar á lengd og geta orðið allt að 700 kg á þyngd. Þær halda sig annað hvort einar síns liðs eða eru í mjög smáum hópum. Þær synda mjög hægt um og sjást iðulega vera að háma í sig jurtir í grunnu vatni.

Allar eru tegundirnar í mikilli útrýmingarhættu og má kenna ofveiði okkar mannanna um, en sækýr voru veiddar í gríðarlegu magni vegna kjöts, skinns og olíu. Í dag er aðalógn þeirra þó vaxandi bátaumferð, sérstaklega í Flórída.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni:Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?



Myndin sýnir fullorðið kvendýr (til hægri) og afkvæmi (til vinstri) af tegundinni Trichechus manatus undan ströndum Flórida.

Hún er fengin hjá Britannicu.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.6.2001

Spyrjandi

Arna María Kristjánsdóttir, f.1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1718.

Jón Már Halldórsson. (2001, 19. júní). Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1718

Jón Már Halldórsson. „Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1718>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?


Rétt er að þær tegundir sem tilheyra ættkvíslinni Trichechus (eiginlegar sækýr; enska manatee) eiga það meðal annars sameiginlegt að sjón þeirra er ekki vel þróuð. Því er ekki auðsvarað hvers vegna svo er en sennilega má rekja það til aðlögunar að umhverfinu. Það er einkum tvennt sem gæti skýrt að ekki reynir á góða sjónskynjun hjá sækúm og hún hafi því ekki þróast hjá þeim:

  • Sækýr eiga sér enga náttúrulega óvini (fyrir utan manninn).
  • Á vatna- og strandsvæðum þar sem sækýr finnast í dag er skyggnið í vatninu ekki mikið. Góð sjón hefði þannig ekki nýst mjög vel við fæðuöflun og öflun annarra upplýsinga sem skynfærin veita lífverum til þess að komast af. Þess í stað hafa sækýr þróað með sér gott þefskyn og ágæta heyrn.

Sjálfsagt eiga þessi tvö atriði sinn þátt í illa þróuðu sjónskyni sækúa og eflaust koma nokkrir aðrir þættir einnig við sögu.

Þrjár tegundir sækúa finnast í dag. Trichechus manatus lifir í Flórída og finnst einnig á aðliggjandi svæðum. Trichechus inunguis finnst í stórfljótinu Amazon og aðliggjandi ám í Suður-Ameríku. Trichechus senegalensis býr svo í vestanverðri Afríku.

Fullorðnar sækýr eru á bilinu 2,5 til 4,5 metrar á lengd og geta orðið allt að 700 kg á þyngd. Þær halda sig annað hvort einar síns liðs eða eru í mjög smáum hópum. Þær synda mjög hægt um og sjást iðulega vera að háma í sig jurtir í grunnu vatni.

Allar eru tegundirnar í mikilli útrýmingarhættu og má kenna ofveiði okkar mannanna um, en sækýr voru veiddar í gríðarlegu magni vegna kjöts, skinns og olíu. Í dag er aðalógn þeirra þó vaxandi bátaumferð, sérstaklega í Flórída.

Sjá einnig svar sama höfundar við spurningunni:Getur þú lýst fyrir mér hvar sækýr búa og hvernig þær afla sér fæðu?



Myndin sýnir fullorðið kvendýr (til hægri) og afkvæmi (til vinstri) af tegundinni Trichechus manatus undan ströndum Flórida.

Hún er fengin hjá Britannicu.com...