Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 645 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er eirðarleysi í fótleggjum og hvað er til ráða við því?

Eirðarleysi í fótleggjum (e. Restless legs syndrome) hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um" og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega fyrst lýst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það nafn sem mes...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér sögu Titanic?

Eitt þekktasta og mannskæðasta sjóslys allra tíma varð 15. apríl árið 1912 þegar risaskipið RMS Titanic fórst með um 1.500 manns. Titanic var á þessum tíma eitt stærsta gufuknúna farþegaskip í heimi. Skipið var 269 m langt og 28 metra breitt, eigin þyngd þess var 46.328 tonn en mögulegur heildarþungi skipsins,...

category-iconStærðfræði

Hvernig er sagan af því þegar Perelman leysti Poincaré-tilgátuna?

Alþjóðlega stærðfræðistofnunin (e. International Mathematical Union) er yfirleitt talin nokkurs konar æðsta vald í stærðfræði á alþjóðavettvangi. Stofnunin skipuleggur meðal annars heimsþing stærðfræðinga og veitir svokölluð Fields-verðlaun í greininni á fjögurra ára fresti. Verðlaunin þykja samsvara nokkurs konar...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er Völsunga saga? Var hún innblástur Tolkiens við gerð Hringadróttinssögu?

Völsunga saga er fremur löng lausamálssaga sem oftast er talin samin á 13. öld, varla síðar en 1270. Deilt hefur verið um hvort hún sé verk Íslendings eða Norðmanns. Eitt skinnhandrit af sögunni hefur varðveist frá miðöldum en allmörg pappírshandrit eru til. Hún er til í ýmsum útgáfum og hefur verið þýdd á mörg tu...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong?

Neil Armstrong var bandarískur geimfari sem öðlaðist frægð þegar hann varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Hann fæddist þann 5. ágúst árið 1930 á bóndabæ ömmu sinnar og afa í Auglazie-sýslu í Ohio-fylki. Um 13 ára aldur fluttist fjölskylda hans til bæjarins Wapakoneta sem er einnig í Ohio. Sá bær hefu...

category-iconBókmenntir og listir

Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?

Margir þekkja söguna af töfradrengnum síunga Pétri Pan og er hún löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Sögupersónan Pétur Pan birtist fyrst í bókinni The Little White Bird (1902) eftir skoska rithöfundinn James Matthew Barrie (1860-1937). Seinna var sá hluti sögunnar sem Pétur Pan kemur fram gerður a...

category-iconFöstudagssvar

Eru til rök fyrir því að ég sé ekki sveppur?

Vísindavefnum berast ósjaldan tilvistarspurningar frá lesendum. Kjarni flestra þeirra er spurningin: Hver er ég? Sumir eru reyndar áttavilltari en aðrir og vilja fá aðstoð Vísindavefsins við að svara spurningunni Hvar á ég heima? Angistarfyllstu lesendurnir kalla einfaldlega: Hvar er mamma? Öllum þessum spurningum...

category-iconJarðvísindi

Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?

Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...

category-iconVísindavefur

Hvert er næringargildi manneskju?

Fyrir nokkrum misserum hefði verið erfitt að svara þessari spurningu. Mannát hefur því miður verið litið hornauga í vestrænu samfélagi og helstu fræðirit í næringarfræði veita engar upplýsingar um næringargildi mannakjöts. Á síðustu mánuðum og árum hefur þó áhugi og vitundarvakning um mannát skotið rótum á meginla...

category-iconVeðurfræði

Hvaða þættir hafa áhrif á skafrenning?

Snjór sem þyrlast upp í vindi nefnist skafrenningur, nái hann ekki sjónhæð fullorðins manns nefnist hann lágarenningur en fari hann hærra kallast hann háarenningur. Lausamjöll fýkur mun auðveldar en hjarn eða skari, hana fer að hreyfa ef vindur nær 5 til 6 m/s, en venjulega er skafrenningur lítill sé vindur ekki m...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er skurnin á sumum soðnum eggjum föst á en ekki á öðrum?

Flestir sem tekið hafa utan af soðnum eggjum kannast við að miserfitt getur verið að ná skurninni af. Stundum nánast flettist skurnin af með örfáum handtökum en í öðrum tilfellum er hún nánast föst við hvítuna þannig að það þarf að kroppa hana af í litlum bitum og oft fylgir hluti af hvítunni með. Á egginu til...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hversu algengt er heimilisofbeldi á Íslandi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið er vitað um heimilisofbeldi á Íslandi? Hversu algengt er talið að það sé? Rannsóknir á heimilisofbeldi á Íslandi eru hvorki margar né fjölbreyttar. Nokkuð er til af eigindlegum viðtalsrannsóknum við þolendur og rannsóknum á viðbrögðum opinberra aðila.[1] Hins vega...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Þuríður Jóna Jóhannsdóttir stundað?

Þuríður Jóna Jóhannsdóttir er dósent við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og formaður námsbrautar um menntun framhaldsskólakennara. Rannsóknir hennar hafa snúist um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi og þróun fjarnáms, oftast með blönd...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrefna Sigurjónsdóttir rannsakað?

Hrefna Sigurjónsdóttir er prófessor í líffræði við Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir Hrefnu eru á sviði dýraatferlisfræði. Hún hefur rannsakað vistfræði og æxlunarhegðun mykjuflugu og bleikju þar sem áhrif kynvals á hegðun karldýranna var í brennidepli. Í báðum tilvikum h...

Fleiri niðurstöður