Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 598 svör fundust
Hvert er heimsmetið í maraþonhlaupi?
Uppruni maraþonshlaupsins nær allt aftur til ársins 490 f.Kr. Grikkir áttu þá í stríði við Persa í orrustunni um Maraþon. Þegar sigur Grikkja var í höfn var maður að nafni Þersippos sendur til Aþenu til að segja frá sigrinum. Þegar hann kom á leiðarenda hné hann niður örendur. Meira má lesa um þetta í svari Geirs ...
Af hverju eru kýr heilagar í hindúasið?
Margt bendir til þess að nautgripir hafi um árþúsundir gegnt einhvers konar trúarlegu hlutverki í samfélagi manna. Fyrir fimmtán til þrjátíu þúsund árum voru dregnar upp myndir af nautum á bergveggi í hellum í Evrópu. Naut voru vafalaust veidd vegna kjötsins, en oft eru myndirnar þannig að engu er líkara en verið ...
Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?
Sjávarfallavirkjanir eru einkum tvenns konar; virkjun sem nýtir straumhraða sjávar og virkjun sem nýtir fallhæð sjávarins. Verið er að gera tilraunir með margar gerðir straumvirkjana en algengastar eru vélar sem líkjast vindmyllum. Spaðarnir eru þó miklu styttri þar sem þéttleiki sjávar er margfalt meiri en lof...
Hvernig kom það til að fyrsta Keflavíkurgangan var haldin?
Í október 1957 var samþykkt tillaga hjá Rithöfundafélagi Íslands þess efnis að félagið beitti sér fyrir almennum borgarafundi í Reykjavík til að herða á kröfunni um brottför Bandaríkjahers frá Íslandi. Fundurinn var haldinn í Gamla bíói 8. desember. Þessu var fylgt eftir með stofnun samtakanna „Friðlýst land“ 20. ...
Hafa loftsteinar fundist á Íslandi?
Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum sem kallast einu nafni geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum einasta degi skella milljónir steina á lofthjúpi jarðar. Þessir steinar eru þá nefndir loftsteinar (e. m...
Er megalodon ekki hættulegur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er megalodon ekki hættulegur? Útaf því hann er ekki á hættulega listanum. Höfundur þessa svars veit ekki til hvaða hættulega lista fyrirspyrjandi er að vísa til en við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum stórvaxna hákarli nú á dögum þar sem tegundin dó út fyrir um...
Hvers konar jarðfræðirannsóknir hafa verið gerðar í Surtsey?
Þegar gos hófst á hafsbotni sunnan við Vestmannaeyjar í nóvember 1963 gafst einstakt tækifæri til að fylgjast með hvernig ný eyja verður til. Um var að ræða neðansjávargos á 130 metra dýpi og fylgdust jarðfræðingar vel með framgangi gossins strax í upphafi. Gossaga Surtseyjar er því vel þekkt og ítarlega skráð. ...
Hver gaf tölunum upprunalega nafn á íslensku? Hvaðan koma nöfnin á þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hver er það sem gefur tölustöfum nafn á íslensku? Nú geri ég ráð fyrir því að að ekki öllum tölum hafi verið gefið nafn og því væri gaman að geta nefnt sína eigin tölu og fengið það skráð! Elstu heimildir um ritað mál á Íslandi eru frá 12. öld, um 300 árum eftir landnámið. Þæ...
Er geymslurými heilans óendanlegt?
Geymslurými heilans er endanlegt í bókstaflegum skilningi en hann virðist hins vegar margfalt stærri en það sem hann gæti nokkurn tímann þurft að muna. Stærð heilans ein og sér sýnist því ekki takmarka til dæmis minnisgetu hans. Upphafleg spurning var sem hér segir: Er það satt að geymslurými heilans sé óe...
Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Klukkan hvað er sólarupprás og sólsetur 1. júni 2001? (Höskuldur Lárusson)Hver er munurinn á sólargangi í Reykjavík og á Ísafirði, a) þegar sólargangur er lengstur og b) þegar sólargangur er stystur? (Anna Sigurðardóttir)Er einhver rauntímamismunur milli vestasta og austas...
Hvar og hvenær var fyrsta kartaflan ræktuð á Íslandi?
Kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku. Þær bárust til Evrópu um miðja 16. öld en kartöflurækt fór hægt af stað í Evrópu. Í þeim efnum voru Norðurlandabúar engin undantekning. Garðyrkja átti ekki upp á pallborðið hjá Íslendingum sem byggðu afkomu sína á bústofni. Einhverjir kálgarðar voru í rækt á Íslandi á 17. ö...
Hvað er vitað um laxa?
Atlantshafslaxinn (Salmo salar) lifir í norðanverðu Atlantshafi. Hann finnst við strendur Norður-Ameríku, við Labrador í Kanada og allt suður til Connecticut í Bandaríkjunum. Hann lifir við suður- og austurströnd Grænlands, umhverfis Ísland og Færeyjar og við Bretlandseyjar. Atlanshafslaxinn finnst einnig við str...
Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?
Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...
Hvernig og af hverju skiptist Íslandssagan niður í tímabil?
Tíminn líður stöðugt með jöfnum hraða, höldum við að minnsta kosti. En til þess að geta talað um ákveðinn stað í tímaframvindu, í fortíð eða framtíð, þarf að gefa honum nafn. Einfaldasta leiðin til þess er að tölusetja náttúrlega afmörkuð skeið. Við teljum ár (tímann sem það tekur jörðina að fara hring um sólu) og...
Er andefnið í Englum og djöflum eftir Dan Brown til í alvörunni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvers konar andefni er um að ræða í bókinni Englar og djöflar eftir Dan Brown?Í spennusögunni Englar og djöflar segir frá dularfullu leynifélagi sem felur tæpt gramm af andefni í Vatíkaninu og hótar að sprengja Páfagarð í loft upp. Þegar líða tekur á söguna kemur í ljós .... [...