Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 473 svör fundust
Hver er líffræðilegur tilgangur þess að konur fái fullnægingu, hvað þá raðfullnægingar?
Þar sem þessi spurning er með líffræðilega áherslu verður leitast við að svara henni frá því sjónarhorni. Tel ég þó að erfitt sé að líta á fullnægingu sem eingöngu líffræðilegt fyrirbæri. William H. Master og Virginia E. Johnson rannsökuðu kynsvörun meðal 312 bandarískra karla og 382 kvenna og greindu frá niðu...
Hvað voru Ný félagsrit?
Tímaritið Ný félagsrit hóf göngu sína í Kaupmannahöfn árið 1841 og var gefið út af „nokkrum Íslendingum“. Í fyrstu forstöðunefnd félagsritanna voru Bjarni Sívertsen (1817-1844), Jón Hjaltalín (1807-1882), Jón Sigurðsson (1811-1879), Oddgeirr Stephensen (1812-1885) og Ólafur Pálsson (1814-1876), en í rauninni bar J...
Af hverju koma haustlitirnir?
Hér er einnig svarað spurningunni Hver er gerð og hvert er hlutverk litarefna í plöntum? Haustlitir eru aðallega af tveimur efnahópum: karóteníðar og antósíanín. Til fyrri hópsins, karóteníða, teljast aðallega gul (xantófíl) og appelsínugul (karótín) litarefni en einnig er til rautt litarefni í þessum hópi e...
Hvað er 'paradigm'?
Enska orðið paradigm er dregið af gríska orðinu paradeigma, sem merkir sönnun, dæmi, mynstur, líkan eða frummynd. Í málfræði er það notað um beygingarmynstur. Hjá Platoni er paradeigma meðal annars notað um einstakt dæmi einhvers almenns eiginleika, eða um fyrirmynd, mælikvarða eða mynstur, samanber frummyndakenni...
Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu. Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því a...
Hvernig verka verkjatöflur?
Það fer eftir því hvaða virka efni er í verkjatöflunum hvernig þær vinna. Í grófum dráttum er verkjastillandi lyfjum skipt í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eru svokölluð ópíöt en innan þeirra eru morfín og kódeín líklega þekktust. Í öðru lagi eru verkjalyf af öðrum uppruna en ópíöt, til dæmis magnýl og parasetamól, se...
Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli?
Margar sögur eru til af því að fólk hafi gránað snögglega í kjölfar áfalls en þetta hefur ekki verið staðfest með vísindalegum rannsóknum. Eins segja foreldrar oft að óþekkir krakkar séu að gera þá gráhærða. Undir eðlilegum kringumstæðum er grátt hár þó hvorki tengt áföllum né óþekkum börnum heldur afleiðing öldru...
Var hægt að lenda Curiosity hvar sem er á Mars, eða hvernig var lendingarstaðurinn ákveðinn?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar. Miklu mál...
Hvað er sókratísk kaldhæðni?
Lærdómsritið Síðustu dagar Sókratesar hefur að geyma þrjú verk eftir Platon þar sem Sókrates er í aðalhlutverki. Sigurður Nordal kemst svo að orði í inngangi sínum: Með viðræðum sínum vildi [Sókrates] vekja [lærisveinana] til sjálfstæðrar hugsunar, leiða innsta eðli þeirra í ljós og hjálpa því til þroska. Þessari...
Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það?
Í lögreglulögum nr. 90/1996 er kveðið á um hlutverk lögreglu sem og störf og skyldur lögreglumanna. Af lögunum má leiða að hlutverk lögreglu er margþætt en meginhlutverk hennar er skilgreint í 1. gr. laganna. Þar kemur meðal annars fram að lögregla skuli gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu, leitast vi...
Hvernig lýsir Hunter-heilkenni sér og af hverju leggst það aðallega á stráka?
Hunter-heilkenni er afar sjaldgæfur erfðasjúkdómur. Talið er að alls séu um 2000 einstaklingar með sjúkdóminn í öllum heiminum. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu I2S-geni á X kynlitningi og er það ástæða þess að hann leggst aðallega á stráka. Strákar hafa aðeins einn X litning í frumunum sem þeir erfa í öllum t...
Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?
Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...
Virkar silfur gegn örverum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Nú eru til vörur sem eru með silfurjónir á yfirborðinu í þeim tilgangi að hefta vöxt og eyða bakteríum (ISO 22196). Virkar þetta einnig gegn veirum? Silfur hefur örveruhindrandi áhrif og hefur verið notað í þúsundir ára í lækningaskyni og til varðveislu matvæla.[1] Silfurjónir...
Hvenær voru kristfjárjarðir fyrst stofnaðar á Íslandi og eru þær enn til?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær voru fyrstu kristfjárjarðir á Íslandi stofnaðar? Eru ennþá margar kristfjárjarðir á Íslandi? Í seinni tíð er oft rætt um kirkjujarðir eins og um sé að ræða ótiltekinn jarðapott í eigu þjóðkirkjunnar sem stofnunar. Þessi merking öðlaðist líklega fyrst gildi ef...
Geta lífverur þróast í stökkum vegna stökkbreytinga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Talað er um lífverur sem stökkbreytast með tíð og tíma eftir því hvað stökkbreytingin er hentug hverjum stað fyrir sig. Hvað tekur eiginlega langan tíma fyrir lífverur að stökkbreytast eða þróast, eru það áratugir, hundruðir, þúsundir eða miljón ár? Stökkbreytingar eru hráe...