Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Margar sögur eru til af því að fólk hafi gránað snögglega í kjölfar áfalls en þetta hefur ekki verið staðfest með vísindalegum rannsóknum. Eins segja foreldrar oft að óþekkir krakkar séu að gera þá gráhærða. Undir eðlilegum kringumstæðum er grátt hár þó hvorki tengt áföllum né óþekkum börnum heldur afleiðing öldrunar. Hvenær hár byrjar að grána og hversu hratt það gerist er hins vegar að miklu leyti arfbundið.

Háralitur stafar af litarefninu melaníni eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? Það er myndað af sérstökum litfrumum (e. melanocytes) sem er meðal annars að finna í hársekkjum. Melanínið berst þaðan inn í holan hárlegginn, en háraliturinn ræðst af gerð melanínsins. Eumelanín gefur brúnt eða svart hár, en feómelanín gerir það ljóst eða rautt. Eins og í flestu öðru í útliti okkar stjórna genin því hvaða gerð litarefnis við höfum.



Þegar við eldumst minnkar litarefnið í hárinu smám saman og hárið verður því grátt. Þegar hárleggirnir innihalda ekkert litarefni lengur er hárið orðið hvítt.

Þegar við eldumst hætta litfrumurnar í hársekkjunum smám saman að mynda melanín. Í raun verða hárin gegnsæ og gefur það þeim þennan gráa eða hvíta lit Á meðan eitthvað smávegis af litarefni er enn myndað virðist hárið grátt, en án alls litarefnis verður það hvítt. Þar sem hvert hár hefur sína eigin uppsprettu melaníns, grána einstök hár óháð hinum. Það getur því tekið nokkuð langan tíma fyrir einstakling að verða alveg gráhærður.

Ekki er vitað hvers vegna litfrumurnar hætta smám saman að mynda melanín, en vitað er að litfrumur og sortukorn (e. melanosomes) finnast enn í hársekkjum grárra hára þótt ekkert melanín myndist lengur. Svo virðist sem litfrumurnar og sortukornin leggist í dvala. Hver veit nema að í framtíðinni verði hægt að snúa gránunarferlinu við ef hægt væri að fá lifrumurnar til að mynda melanín á nýjan leik. Eins og málum er háttað nú er því miður ekki hægt að gera nokkuð til að hægja á gránunarferlinu.

Venjulega tekur gránunarferlið mörg ár en þó er þekktur mjög sjaldgæfur sjúkdómur (e. alopecia areata) þar sem fólk virðist grána á einni nóttu. Þetta er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem okkar eigin mótefni ráðast á litfrumurnar. Lituðu hárin skipta þó ekki um lit á einni nóttu, heldur veldur sjúkdómurinn því að lituðu hárin hrynja af höfðinu og aðeins þau gráu verða eftir. Þegar ný hár vaxa eru þau einnig grá. Talið er að Marie Antoinette Frakklandsdrottning hafi verið með þennan sjúkdóm.



Taylor Hicks, sigurvegarinn í American Idol 2006, skartaði stoltur gráu hári þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur.

Það er mjög misjafnt hvenær fólk byrjar að grána; sumir finna grá hár á höfðinu strax á þrítugsaldri en aðrir ekki fyrr en á sjötugsaldri. Karlar grána yfirleitt aðeins fyrr en konur, en meðalaldur karla þegar þeir byrja að grána er 30 ára en kvenna 35 ára.

Ýmsir sjúkdómar og kvillar geta valdið því að hár gránar hjá ungu fólki, jafnvel allt niður í 8 ára aldur. Skortur á B12 vítamíni, ójafnvægi í starfsemi skjaldkirtils og blóðleysi geta valdið gráu hári fyrir aldur fram. Nýjar rannsóknarniðurstöður gefa til kynna að reykingamenn séu í fjórfalt meiri hættu á að grána snemma en þeir sem ekki reykja. Engu að síður eru það fyrst og fremst erfðir sem ráða því hversu snemma gráu hárin láta á sér kræla.

Önnur svör á Vísindavefnum um háralit:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

15.9.2006

Spyrjandi

Jörgen Ágústsson, f. 1990

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli?“ Vísindavefurinn, 15. september 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6191.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 15. september). Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6191

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6191>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur hárið orðið grátt ef maður verður fyrir skelfilegu áfalli?
Margar sögur eru til af því að fólk hafi gránað snögglega í kjölfar áfalls en þetta hefur ekki verið staðfest með vísindalegum rannsóknum. Eins segja foreldrar oft að óþekkir krakkar séu að gera þá gráhærða. Undir eðlilegum kringumstæðum er grátt hár þó hvorki tengt áföllum né óþekkum börnum heldur afleiðing öldrunar. Hvenær hár byrjar að grána og hversu hratt það gerist er hins vegar að miklu leyti arfbundið.

Háralitur stafar af litarefninu melaníni eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvaða munur er á ljósu og dökku hári? Það er myndað af sérstökum litfrumum (e. melanocytes) sem er meðal annars að finna í hársekkjum. Melanínið berst þaðan inn í holan hárlegginn, en háraliturinn ræðst af gerð melanínsins. Eumelanín gefur brúnt eða svart hár, en feómelanín gerir það ljóst eða rautt. Eins og í flestu öðru í útliti okkar stjórna genin því hvaða gerð litarefnis við höfum.



Þegar við eldumst minnkar litarefnið í hárinu smám saman og hárið verður því grátt. Þegar hárleggirnir innihalda ekkert litarefni lengur er hárið orðið hvítt.

Þegar við eldumst hætta litfrumurnar í hársekkjunum smám saman að mynda melanín. Í raun verða hárin gegnsæ og gefur það þeim þennan gráa eða hvíta lit Á meðan eitthvað smávegis af litarefni er enn myndað virðist hárið grátt, en án alls litarefnis verður það hvítt. Þar sem hvert hár hefur sína eigin uppsprettu melaníns, grána einstök hár óháð hinum. Það getur því tekið nokkuð langan tíma fyrir einstakling að verða alveg gráhærður.

Ekki er vitað hvers vegna litfrumurnar hætta smám saman að mynda melanín, en vitað er að litfrumur og sortukorn (e. melanosomes) finnast enn í hársekkjum grárra hára þótt ekkert melanín myndist lengur. Svo virðist sem litfrumurnar og sortukornin leggist í dvala. Hver veit nema að í framtíðinni verði hægt að snúa gránunarferlinu við ef hægt væri að fá lifrumurnar til að mynda melanín á nýjan leik. Eins og málum er háttað nú er því miður ekki hægt að gera nokkuð til að hægja á gránunarferlinu.

Venjulega tekur gránunarferlið mörg ár en þó er þekktur mjög sjaldgæfur sjúkdómur (e. alopecia areata) þar sem fólk virðist grána á einni nóttu. Þetta er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem okkar eigin mótefni ráðast á litfrumurnar. Lituðu hárin skipta þó ekki um lit á einni nóttu, heldur veldur sjúkdómurinn því að lituðu hárin hrynja af höfðinu og aðeins þau gráu verða eftir. Þegar ný hár vaxa eru þau einnig grá. Talið er að Marie Antoinette Frakklandsdrottning hafi verið með þennan sjúkdóm.



Taylor Hicks, sigurvegarinn í American Idol 2006, skartaði stoltur gráu hári þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur.

Það er mjög misjafnt hvenær fólk byrjar að grána; sumir finna grá hár á höfðinu strax á þrítugsaldri en aðrir ekki fyrr en á sjötugsaldri. Karlar grána yfirleitt aðeins fyrr en konur, en meðalaldur karla þegar þeir byrja að grána er 30 ára en kvenna 35 ára.

Ýmsir sjúkdómar og kvillar geta valdið því að hár gránar hjá ungu fólki, jafnvel allt niður í 8 ára aldur. Skortur á B12 vítamíni, ójafnvægi í starfsemi skjaldkirtils og blóðleysi geta valdið gráu hári fyrir aldur fram. Nýjar rannsóknarniðurstöður gefa til kynna að reykingamenn séu í fjórfalt meiri hættu á að grána snemma en þeir sem ekki reykja. Engu að síður eru það fyrst og fremst erfðir sem ráða því hversu snemma gráu hárin láta á sér kræla.

Önnur svör á Vísindavefnum um háralit:

Heimildir og mynd: ...