Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1268 svör fundust
Hafa eldgos áhrif á veðrið?
Eldgos geta haft mikil áhrif á veðurfar til skemmri tíma, en til þess að svo megi verða þurfa þau að vera mjög stór eða „vel“ staðsett og helst hvoru tveggja. Langflest stór gos eru sprengigos. Þau dreifa miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en gosefnin falla tiltölulega fljótt út og því er það lí...
Hvaða áhrif hefði það á loftslag í heiminum ef allir regnskógar jarðarinnar eyddust?
Það er mjög erfitt að spá fyrir um hvaða afleiðingar eyðing regnskóganna mundi hafa enda er enn mörgum spurningum ósvarað um hringrás kolefnis og súrefnis á jörðinni. Amasonregnskógurinn er uppspretta mikils hluta ferskvatns á jörðinni og hefur áhrif á veðrakerfi Norður- og Suður-Ameríku. Regnskógartré eru geysist...
Hvaða steingervingar benda til þess að eitt sinn hafi löndin á suðurhveli jarðar verið ein heild?
Kortið hér að neðan sýnir Gondvana (áður Gondvanaland), en svo eru nefnd meginlönd suðurhvels sem mynduðu eina heild frá 510 til 180 milljón árum – nefnilega nánast frá upphafi fornlífsaldar til miðrar miðlífsaldar (sjá jarðfræðitöfluna hér fyrir neðan). Meginlönd norðurhvels mynduðu Lárasíu, og um skeið, frá upph...
Hvernig veit ég hvort ég hafi fundið loftstein eða bara venjulegan stein og hvert er best að fara með hann í greiningu?
Loftsteinar eru margvíslegir, bæði að stærð og samsetningu. Þeir hafa fallið til jarðar utan úr geimnum og eiga flestir uppruna sinn í smástirnabeltinu (e. asteroid belt) milli Mars og Júpíters, en suma má rekja til tunglsins og Mars. Loftsteinum er skipt í þrjá hópa, járnsteina (e. irons), járn-bergsteina (e....
Er meira járn í íslensku bergi en annars staðar?
Ísland er að langmestum hluta úr blágrýti (basalti) og sú bergtegund er járnríkari en flestar aðrar, 8-10% járnmálmur (Fe) sem jafngildir 11-14% járnoxíði (Fe2O3). Basalt er algengasta bergtegund yfirborðs jarðar: Hafsbotnarnir eru basalt, sem og úthafseyjar (eins og Ísland) og enn fremur rúmmálsmiklir blágrýtiss...
Hvað éta úlfar?
Úlfar (Canis lupus) eru kjötætur og veiða bráð af ýmsu tagi. Sé útbreiðsla úlfa skoðuð í rás sögunnar má ætla að fá eða engin landdýr af ættbálki rándýra (Carnivora) hafi farið víðar. Af því leiðir að úlfar hafa veitt fjölmargar tegundir. Fæðuvalið hefur fyrst og fremst markast af framboði á bráð og úlfar eru ekki...
Hvers konar hákarl er bláháfur og er hann hættulegur mönnum?
Bláháfurinn (Prionace glauca) er stór uppsjávarhákarl en getur þó leitað niður á allt að 350 metra dýpi, til dæmis í fæðuleit. Vaxtarlag hans er skýr aðlögun að ránlífi í uppsjónum, hann er grannvaxinn með langa og oddmjóa eyrugga, stóreygður og trýnið oddmjótt. Bláháfur er meðal hraðskreiðustu fiska og hafa vísin...
Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað?
Oddur Vilhelmsson er prófessor í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hann fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, vistfræði þeirra og notagildi í umhverfislíftækni. Þrátt fyrir smæð þeirra, þá mynda örverur drjúgan hluta af massa lífhvolfsins. Þær finnast í öllum vistgerðum og geta dafnað, jafnvel myn...
Hvað gerir Anna Heiða fiskifræðingur í vinnunni?
Anna Heiða Ólafsdóttir er fiskifræðingur á uppsjávarlífríkissviði Hafrannsóknastofnunar. Hún er ábyrg fyrir verkefnum tengdum makríl og kolmunna. Viðfangsefni Önnu í vinnunni eru fjölbreytt og skiptast í vöktunarverkefni, vinnu á sjó, rannsóknir og kennslu. Helstu vöktunarverkefni eru gagnasöfnun fyrir stofnmat og...
Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr?
Víða á Netinu er hægt að finna vefsíður með upplýsingum um útdauð dýr. Fyrst má nefna síðu á Wikipedia sem heitir Lists of extinct animals. Þar er að finna marga lista yfir útdauð dýr, flokkaða til dæmis eftir svæðum/heimsálfum og hópum dýra (fuglar, spendýr og svo framvegis). Í mars 2018 dó síðasta karldýrið a...
Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu þungar geta stærstu löngur við Ísland orðið? Þær upplýsingar sem ég hef fundið eru hlægilega rangar. Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers ...
Gegna veirur hlutverki í mannslíkamanum?
Óhætt er að fullyrða að veirur gegni hlutverki í mannslíkamanum þrátt fyrir að þekking á því sé enn afar takmörkuð. Fyrst ber að nefna að veirur hafa mikil áhrif í þróun lífsins og flutningi gena á milli lífvera og að stór hluti erfðamengis mannsins virðist kominn frá veirum. Ef einblínt er á veirur sem finnast...
Af hverju er stundum vond lykt af heita vatninu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju er mismikil lykt af heitu vatni? Hvaðan og hvers vegna kemur ákveðin lykt sem ferðamenn tala alltaf um þegar þeir fara í sturtu? Margir finna vonda lykt af heitu vatni á Íslandi, lykt sem minnir á ónýt egg, prump eða þá hverasvæði. Lyktin stafar af lofttegundinni bre...
Hvert er flatarmál sólarinnar?
Nokkuð hefur verið ritað um sólina á Vísindavefnum, en þó hefur aldrei verið minnst á flatarmál hennar. Ástæða þess er eflaust sú að yfirborð sólarinnar er ekki flötur í sama skilningi og við tölum um flatarmál jarðarinnar eða Vestfjarða. Í sólinni er gas og yfirborð hennar er því ekki vel skilgreindur flötur ...
Hvað búa margir í Varsjá í Póllandi?
Varsjá er höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta borg landsins. Um aldamótin 1900 voru íbúar Varsjár um 700.000. Þeim fjölgaði ört í upphafi tuttugustu aldar og þegar kom fram á þriðja áratuginn hafði íbúafjöldinn náð einni milljón. Stór skörð voru hins vegar höggvin í raðir Varsjárbúa í heimsstyrjöldinni síða...